Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 70
122 LÆKNABLAÐIÐ Norðurlöndum. Við öllum illkynja breyt- ingum í eggjakerfum skal gerð bilateral salpingo-oophorectomia og post. op. ytri geislun með Cobalt G0, og þá gefið 4500- 5000 r. sem æxlisskammt miðsvæðis í grindina. Sé ekki um að ræða skurðtæk æxli, st. III eða IV, er aðeins tekin biopsia, gjarnan á fleiri stöðum, til þess að stað- setja nánar útbreiðslu æxlisins. Við slíka aðgerð er sprautað inn cytotoxica. Við höf- um aðallega notað thiotheba intraabdomi- nalt, gefið síðan ytri geislun upp í 2000 r. og sjúklingurinn skorinn upp aftur 10 dög- um eftir geislun. Það er oft ótrúlegt að sjá hve æxlið hefur minnkað mikið eða jafnvel horfið með öllu við þessa geislun, og þannig reynzt skurðtækt við síðari að- gerð. Sjúklingurinn er loks geislaður áfram upp í fullan æxlisskammt og höfð hlið- sjón af útbreiðslu við seinni aðgerðina. Umtalsverður árangur hefur náðst með notkun cytotoxiskra lyfja við cancer ovarii. Mikill fjöldi lyfja hefur verið reyndur. Eru ekki tök að gera því efni skil hér. Skal aðeins minnst á þau, sem mest hafa verið notuð, en það eru cyclophosphamide (En- doxan), melphalan, thiotheba og treosul- fan. í Acta Obst. Gyn. Scandinavica 1973 (7) er skýrt frá tilraunum með treosulfan frá þremur sjúkrahúsum í Danmörku, og er nú verið að reyna langvarandi meðferð með þessu lyfi við öllum greindum tilfell- um af cancer ovarii. Á síðustu árum hefur víða verið reynd langtíma meðferð með blöndu af tveimur eða fleirum lyfjum. Ekki verður betur séð en 5 sjúklingar af 90, sem fengið höfðu þessa meðferð, allir með langt genginn cancer ovarii af st. III og IV, hafi læknazt fullkomlega (Tafla 6). Af 65 konum, sem cancer ovarii var greind- ur hjá hér á landi á fyrstu 5 árum þessa tímabils, þ. e. a. s. 1963-1967, reyndust 35 skurðtækar og fengu meðferð, en af þeim reyndust 8 lifandi í árslok 1973, eða 22,9%. En sé miðað við heildarfjölda greindra til- fella, er lækningahlutfallið aðeins 12,3% (8/65 : 12,3%), Árangur af meðferð can- cer ovarii er alls staðar lélegur, en þó mun þetta vera með því lakasta sem þekkist. Vegna þess hve sjúklingarnir koma seint til meðferðar, virðist næsta vonlítið um bættan árangur. Aðeins 72 af 134, eða 53,7 %, reyndust með skurðtæk æxli í þessu 10 ára uppgjöri. Hópskoðanir hafa gefið góðan árangur við greiningu legháls- krabbameins, en virðast hafa takmarkað gildi fyrir greiningu cancer ovarii. Á fyrstu 6 árum hópskoðana Krabbameinsfélags ís- lands var cancer ovarii greindur hjá 99 konum á landinu. Af þeim hafði 21 verið í skoðun innan árs og 16 sendar til með- ferðar vegna æxlis, sem fannst við hóp- skoðun. RÁÐSTAFANIR TIL ÚRBÓTA 1. Flýta greiningu. Aukin athygli heimilis- og héraðslækna, sem oftast fá fyrst þessa sjúklinga til rann- sókna. Skoða ber vandlega og senda í rannsókn konur með óljós einkenni frá kviðarholi, hafandi í huga möguleikann á cancer ovarii, sem er mjög lævís sjúkdóm- ur. Einföld þreifing á kvið og innri skoðun gefur í þessu sambandi meiri upplýsingar en röntgenmyndir og blóðrannsóknir. Það er með ólíkindum hve sumar af þessum konum hafa reynzt með langa sjúkrasögu áður en þær koma til meðferðar. Ástæða er til þess að gera kviðspeglun á öllum konum með stækkun á eggjastokk- um eða finnanleg æxli í grind. Þetta er lítil aðgerð, sem gefur jafnframt mögu- leika til sýnistöku. 2. Samrœmd meðferð. Samkvæmt þessu uppgjöri hafa konur með cancer ovarii gengizt undir aðgerðir á 15 sjúkrahúsum víðs vegar á landinu og lítils samræmis gætt í meðferð. Þannig hefur hjá þriðjungi þeirra, sem reyndust með skurðtæk æxli, aðeins annar eggja- stokkurinn verið fjarlægður og hjá tveim þeirra reyndar aðeins hluti af honum. Tæpur helmingur þeirra, sem gengust undir aðgerð, fékk jafnframt geislameð- ferð. Af þeim 36 konum, þar sem aðeins var tekið sýni, fengu ekki nema 5 konur ytri geislun. Samkvæmt ,,Manuel“ 1969 reyndist mi- croinvasiur vöxtur í gagnstæða eggja- stokknum í 17-18% af st. 1-a. Cancer ovarii sjúklinga. Sbr. Santeson (8). Við viljum að gerð sé salpingoophorecto- mia bil. hjá öllum konum með illkynja breytingar í eggjakerfum (eina undantekn- ingin dysgerminoma) og gefa hávoltageisl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.