Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 18
6
LÆKNABLAÐIÐ
TABLE 1. — Methods used to detect HB antigen (Australia antigen) and HB anti-
body and their relative sensitivities (Melnick et al. 1972).
Method HB Antigen (Australia antigen) HB Antibody Time to Com- plete Test
Ouchterlony double diffusion 1 1 24-72 hours
Coúnterimmunoelectrophoresis (CIE) 10 5 1 hour
Complement fixation (CF) 50 20 18 hours
Passive hemagglutination (PHA) 500 50,000 2 hours
Radioimmunoassay (RIA) 25,000 1,000,000 2-5 days
verður að hafa í huga, að gagnvart t. d.
leit að HBAg gefur aðferð, sem er þúsund
sinnum næmari en önnur, ekki þúsund
sinnum fleiri jákvæð svör, jafnvel ekki
tvöfalt fleiri, þar sem flestir HBAg-berar
hafa það háan antigen-titer í blóði að þeir
greinast tiltölulega auðveldlega með að-
ferðum, sem hafa hlutfallslega takmarkað
næmi svo sem counter-immunoelectro-
phoresis.
ímmunodiffusion er sú aðferð, sem upp-
haflega var notuð. Hún er einföld og ör-
ugg í notkun, tekur 24-72 klst., en hefur
minnst næmi.
ímmunoelectrophoresis varð fljótt og er
enn útbreiddasta aðferðin til fjöldarann-
sókna á HBAg. Mörgum afbrigðum hefur
verið lýst31 81 65 og mismunandi nöfn not-
uð þ. á m. „counterimmunoelectrophor-
esis“, „countercurrent electrophoresis“,
„crossover electrophoresis" og „immuno-
electroosmophoresis“.
Þessar aðferðir byggjast á því, að við
electrophoresis hreyfist HBAg líkt og alfa-
2 globulin,4 og að uppfylltum vissum skil-
yrðum dregst það að jákvæða skautinu
á meðan mótefnið (HBAb), sem er
gamma-globulin, dregst að neikvæða skaut-
inu vegna electroendosmosis. Ef HBAg og
HBAb er látið í holur skornar í þunnt
lag af agarose á glerplötu má með electro-
phoresunni fá fram sýnilega útfallslínu
þar sem antigen og antibody mætast milli
holanna. Með þessari aðferð fást niður-
stöður fyrr og næmi er meira en við
immunodiffusion, sbr. töflu 1. Henni má
beita til greiningar HBAg, HBAb eða
beggja samtímis, en fyrst og fremst er
hún tiltölulega vel fallin til fjöldarann-
gókna á HBAg, þ. e. í leit að HBAg--berum.
Fjölmargir möguleikar eru til breytinga
á hinum ýmsu þáttum38 35 svo sem pH,
hlaupsamsetningu (agar, agarose eða
blanda af hvorutveggju), buffer, spennu,
tíma, hitastigi, þvermáli holanna, og fjar-
lægðinni milli þeirra. Hin mörgu afbrigði
endurspegla tilraunir til að auka næmi
aðferðarinnar og fjöldi þeirra sýnir að
skoðanir eru skiptar. Mjög mikilvægt er
að huga vel að veikum útfallslínum, ann-
ars tapast nokkuð næmi. Ef niðurstöður
eru dæmdar af vönu fólki við rétta lýs-
ingu er ekki talið nauðsynlegt að lita
plöturnar.39 Counterimmunoelectrophoresis
(CIE) er sú aðferð, sem notuð hefur ver-
ið á Rannsóknadeild Landakotsspítala síð-
an 1971 og í Blóðbankanum í Reykjavík
síðan 1973.
Complement fixation
Þessi aðferð72 09 er nokkru næmari en
þær fyrrnefndu, en seinvirkari og hefur
ýmsa annmarka, sem komið hafa í veg
fyrir no-tkun til fjöldarannsókna þ. á m.
má nefna skort á sérhæfi.
Lýst hefur verið aðferð88 þar sem serum-
sýnin voru hituð (60°C í 16 klst. eða 85°C
í 1 klst.) til að minnka smithættu gagnvart
rannsóknafólki.
„Passive haemagglutination“ og
„passive haemagglutination
inhibition“79
Þetta eru fljótvirkar aðferðir, sem mikið
hefur verið unnið að undanfarin ár. Fljótt
kom í ljós yfirburðanæmi umfram fyrr-
nefndar aðferðir til greiningar á HBAb,
en nýlegar athuganir með breyttum og
bættum aðferðum18 77 benda einnig til
verulega aukins næmis við greiningu
HBAg. Líklegt er að þessar aðferðir verði