Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 26
10 LÆKNABLAÐIÐ aukna tíðni langvarandi antigenaemiu. Tafla 3 sýnir tíðnina í ýmsum sjúkdóm- um.15 Hin háa tíðni í Down’s syndromi er einkum bundin stórum stofnunum, þar sem smitun er líklegust.74 Biokemisk merki lifrarsjúkdóms, svo sem hækkaður trans- aminasi, eru algeng hjá þessum sjúkling- um. Einnig hafa lifrarsýni frá þeim sýnt hepatitis án tillits til kliniskra eða bio- kemiskra einkenna um lifrarsjúkdóm. Alit- ið er, að immunologiskum vörnum þessara sjúklinga sé ábótavant og vitað er, að þeir eru einnig mjög næmir fyrir ýmsum öðrum veirusjúkdómum. Þannig er einnig líklegt að aukin HBAg-tíðni hjá leukaemiu- sjúklingum orsakist af samverkun tveggja þátta, minnkaðri mótstöðu og aukinni smit- hættu vegna tíðra blóðgjafa. Sjúklingum með nýrnabilun, sem eru í haemodialysis, er sérstaklega hætt við hepatitis-B og að verða HBAg-berar, enda fer þar saman minnkuð mótstaða og blóð- gjafir, en auk þess meðhöndlun blóðs þeirra, sem eykur smithættu. Starfsliði þessara deilda er því einnig hætt. Þetta hefur orsakað vaxandi vandræði með hverju ári, hepatitissjúklingum fjölgað og fáar slíkar deildir sloppið við hepatitis far- aldra. HBAg og króniskir lifrar- sjúkdómar Ekki er vitað, hvað veldur lifrarfrumu- skaðanum í hepatitis-B. Ólíklegt er að um beina verkun veirunnar sé að ræða, þar sem HBAg finnst oft í hvað mestu magni í blóði HBAg-bera, sem lítil eða engin einkenni hafa um lifrarsjúkdóm, en hins vegar er magnið oft lítið í alvarleg- um tilfellum.21 Gert er ráð fyrir að HBAg- magn (titer) í blóði endurspegli HBV magnið í líkamanum. Líklegra er talið að lifrarfrumuskemmdir verði vegna immunologiskra viðbragða sjúklingsins, humoral eða cellular, sem veiran kemur af stað. Meðal þeirra, sem sett hafa fram kenningar um þetta, má nefna Dudley og félaga,22 Popper og Mackay,02 og nú ný- lega Eddleston og Williams.24 Margt bend- ir til að frumubundin ónæmisáhrif skipti hér miklu. Antigen-antibody complex hafa fundizt í blóði HBAg-jákvæðra sjúklinga þ. á m. nokkurra með polyarteritis nodosa32 og glomerulonephritis.13 Áhrif slíkra immune- complexa fer að verulegu leyti eftir antigen:antibody hlutfallinu og getur með samverkun complements valdið frumu- dauða (lysis). En þótt líklegt sé að HBAg- antibody complex geti valdið extrahepa- tiskum einkennum í hepatitis-B er nú tal- ið ósennilegt að það sé orsök lifrarfrumu- skaðans.08 Há tíðni HBAg hefur fundizt í ýmsum króniskum lifrarsjúkdómum, eins og sjá má í töflu 3. Virðast sterkar líkur á orsakasambandi milli hepatitis-B, krón- iskra hepatita og cirrhosis. Flokkun króniskra hepatita hefur verið umdeild og nafngiftir margar, en nú um árabil líklega mest stuðst við skiptingu í „chronic persistent hepatitis“ og „chronic active“ (eða ,,aggressive“) hepatitis. Orsök hefur verið óþekkt, en margir hafa talið „chronic active hepatitis“ til autoimmune sjúkdóma. Nýlega hefur Summerskill73 endurvakið hugtakið „Chronic Active Liver Disease" eða CALD sem samheiti þessara sjúkdóma. Bendir hann á að há tíðni HBAg sé þarna nokkurs konar sam- nefnari og því líklegur lykill að etiology, en dregur jafnframt í efa þýðingu auto- immunity. Sá möguleiki, að HBAg-j ákvæðu tilfellin væru af veiruuppruna, en þáu HBAg- neikvæðu autoimmune, hefur verið mikið rannsakaður og reynt að greina mismun- andi kliniskar, serologiskar og immuno- pathologiskar sjúkdómsmyndir. Niðurstöð- ur hafa verið mjög mótsagnakenndar, en þær nýjustu benda til að þótt finna megi einhvern mun, sé sjúkdómsmyndin í meg- inatriðum sú sama og óháð því hvort HBAg finnst eða ekki. Þetta styðja ný- fengnar niðurstöður rannsókna í Belgíu,'0 þar sem fylgt var eftir 45 sjúklingum með langvarandi hepatitis og 41 með cirrhosis. HBAg fannst hjá 19 (42%) þeirra er höfðu króniskan hepatitis og 20 (49%) þeirra með cirrhosis. Gangur sjúkdómsins, byggð- ur á kliniskum, biokemiskum og histolog- iskum rannsóknum, hjá þeim HBAg- jákvæðu og neikvæðu var svipaður. Auto- antibodies fundust einnig álíka oft, þannig að HBAg og autoantibodies virtust ekki útiloka hvort annað. Hjá HBAg-jákvæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.