Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 11 sjúklingum hélzt antigenið yfirleitt mán- uðum og árum saman, en hvarf antigens- ins virtist auka batahorfur ef lifrarskaðinn var ekki of langt genginn (irreversible). Þessar niðurstöður virðast enn renna stoðum undir fyrrnefndar kenningar,-- 62 24 sem segja má að sameini hugmyndir um HBV og autoimmune orsakir þessara sjúk- dóma, þannig að upphafið sé oft eða oftast hepatitis-B, en framhaldið sé að mestu komið undir immunologisku ástandi og svörun sjúklingsins. Gert er ráð fyrir að veiran geti stundum komið af stað „auto- immune aggression“, sem viðhaldist undir vissum kringumstæðum bæði hjá þeim, sem haldast HBAg-jákvæðir, og hinum, sem losna við antigenið og sé samspil T- og B-lymfocyta þarna mikilvægt. Hepatoma Þótt sumar hinna fyrstu athugana leiddu ekki í ljós samband milli HBAg og hepa- toma hefur sú þó orðið niðurstaða flestra síðari rannsókna, sem jafnframt hafa sýnt mikinn mun á tíðni HBAg jákvæðra til- fella í mismunandi löndum. Þannig hefur HBAg fundizt í allt frá 0-80% sjúklinga með hepatoma. Auk raunverulegs mismun- ar landa kemur hér vafalítið einnig fram mismunandi næmi þeirra aðferða, sem beitt hefur verið. Hepatoma er ein algengasta tegund krabbameins í hitabeltislöndum Afríku og Suðaustur-Asíu og á vissum svæðum Afríku sú algengasta hjá full- orðnum karlmönnum. Cirrhosis finnst hjá 75% þessara sjúklinga. Sem dæmi um tíðni HBAg hjá sjúkling- um með hepatoma má nefna 42% í Sene- gal,04 4 0% í Úganda78 og 49% meðal Kín- verja i Hong Kong.40 En þótt niðurstöður þessara athugana bendi eindregið til sambands milli HBAg, cirrhosis og hepatoma hafa orsakatengsl ekki verið sönnuð. Síðari rannsóknir7’ á sjúklingum í Úganda varpa frekara ljósi á þetta samband og virðast styðja þær hugmyndir að HBAg geti hugsanlega átt þátt í myndun hepatoma. Bein oncogenisk áhrif HBAg eru möguleiki, en einnig óbein gegnum keðjuverkandi breytingar stig af stigi frá hepatitis-B til „chronic aggressive hepatitis“, „macronodular cirrhosis" og síðan illkynja breytinga. Neonatal hepatitis-B HBAg getur borizt frá móður til barns („perinatal transmission“) og orsakað neonatal hepatitis29 70 83 Algengara virðist þó að börnin verði langtíma HBAg-berar án einkenna um bráðan hepatitis. Enn er ekki ljóst hver algengasta smitleiðin er. Transplacental smitun virðist möguleg.14 59 Meðal annarra hugsanlegra leiða má nefna smitun frá blóði móður við fæðingu og brjóstamjólk. Af áðurnefndum og öðrum athugunum virðist mega draga þær ályktanir að mæð- ur með bráðan hepatitis-B seint á með- göngutímanum eða skömmu eftir fæðingu smiti oft börn sín, en smitun sé óalgeng- ari ef móðirin veikist snemma á með- göngutímanum. Líklegt er að mörg þess- ara barna verði langtíma HBAg-berar með eða án einkenna um lifrarsjúkdóm. Hins vegar hefur smitun barna frá mæðrum, sem eru langtíma HBAg-berar, ekki virzt algeng. Þó er rétt í því sam- bandi að vekja athygli á nýbirtum niður- stöðum athugana í Frakklandi.23 Þar kom í ljós, að af 14 ungbörnum 2ja til 5 mánaða gömlum, sem innlögð voru með alvarlegan bráðan virus hepatitis, reyndust a. m. k. 11 hafa hepatitis-B. Átta barnanna höfðu fengið blóð eða ,,blood-derivatives“ skömmu eftir fæðingu. Mæður fimm ann- arra reyndust langtíma HBAg-berar. Þrátt fyrir ,,intensive“ meðferð dóu átta börn. Þessar niðurstöður virðast gefa nokkuð aðra hugmynd en ýmsar fyrri athuganir, einkum varðandi gang sjúkdómsins og lík- lega smitleið. En þær minna vissulega vel á nokkur atriði, sem vert er að undir- strika þ. e. hættuna frá blóðgjöfum, senni- lega smithættu frá HBAg-berum og það, hversu alvarlegur sjúkdómur hepatitis-B getur verið, einnig hjá ungbörnum. HEPATITIS-B ANTIGEN Á ÍSLANDI Rannsóknir á HBAg og HBAb hófust á Rannsóknadeild Landakotsspítala síðla árs 1971. Þessar rannsóknir hafa verið annars veg- ar samkvæmt beiðnum lækna og þá oft á sjúklingum í athugun með tilliti til virus hepatitis. Hefur þá yfirleitt verið rann- sakað bæði HBAg og HBAb. Fjöldi sjúkl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.