Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 23 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafdag íslands- og IlThI Læknafdag Reykjavikur 63. ARG. — JAN.-FEBR. 1977 SAMSTARF SJÚKRAHÚSANNA í REYKJAVÍK Á undanförnum tveim árum hefur Félag forstöðumanna sjúkrahúsa á íslandi gengizt fyrir ráðstefnum um málefni sjúkrahúsa. Aðalhvatamaður að þessari nýbreytni mun vera Davíð Á. Gunnarsson, aðstoðarforstjóri Ríkisspítalanna, sem er formaður félagsins. Síðasta ráðstefnan af þessu tagi var haldin að Hótel Esju 4. marz 1977 og var fjallað um rekstrarform sjúkrahúsa. í lögum Landssambands sjúkrahúsa segir um markmið sambandsins, að það sé ,,að efla samstarf sjúkrahúsanna og standa vörð um hagsmuni þeirra." Skuli þetta gert m. a. með því, að „vinna að samræmingu á rekstr- arfyrirkomulagi og miðla reynslu og upp- lýsingum, er forráðamönnum sjúkrahúsanna mega verða að gagni við hagkvæmni í rekstn og bættrar þjónustu á ýmsum sviðum." í þessu eintaki ritar Árni Björnsson tíma- bæra grein um samstarf sjúkrahúsa, hvað varðar þann þátt þjónustunnar er lýtur að kennslu. í grein sinni rekur Árni þær til- raunir, sem gerðar hafa verið til þess að koma á auknu samstarfi sjúkrahúsa, og þær tillögur, sem fram hafa komið, og að lokum setur hann fram ákveðnar hugmyndir, sem ættu að geta orðið kveikja líflegra umræðna. öb HAGUR LÆKNABLAÐSINS í 10.-12. tbl. 1976 voru birtir reikningar blaðsins fyrir árin 1969-1975. Ýmislegt í reikningum þessum þarfnast skýringa og jafnframt mun tækifærið notað til þess að gera grein fyrir fjárhagsáætlun þess árgangs, sem nú hefur göngu sína. Á tímabilinu 1971-1975 hefur kostnaður nærri þrefaldazt, en jafnframt er þess að geta, að eintakafjöldi hefur verið nokkuð misjafn þessi ár. 1971 voru þau 6, 1972: 5, 1973: 6, 1974: 3 og 1975: 4. Þá hefur á ár- inu 1975 verið talið til tekna framlag úr Sóttvarnasjóði, vegna greinar Sigurðar Sig- urðssonar, fyrrv. landlæknis, um berklaveiki á íslandi, sem í raun tilheyrir árinu 1976. Á því ári komu út 5 eintök. Skuld biaðsins við læknafélögin í árs- byrjun 1976 nam því kr. 1.016.122.80. Sé þessari tölu jafnað niður á þá 480 gjaldendur, sem greiddu tillag 1976 (390 fullt gjald og 90 hálft gjald) koma tæpar 2200 krónur á hvern þann sem greiðir fullt árgjald og um 761 króna á hvert hinna þriggja ára, sem hallarekstur hefur verið á blaðinu. Uppgjör ársins 1976 liggur enn ekki fyrir, en tap á því ári er áætlað rúmlega hálf milljón. Áætlanir fyrir 1977 Nýverið boðaði Læknablaðið auglýsendur til fundar og var þeim þar kynntur hagur blaðsins og nauðsyn . þess, að auglýsinga- gjöld hækki um 50% frá síðustu áramótum að telja. Að öðru jöfnu ætti þetta að tákna hlutfallslega jafn mikla hækkun tekna, en þar sem búast má við hækkunum á kostnaði, jafnvel sem þessu svarar, má búast við að halli á blaðinu í ár verði a. m. k. 750 þúsund. Þessi tala er þó í rauninni afstæð, þar sem hún er miðuð við þá ákvörðun aðalfundar 1976, að árgjald til Læknablaðsins skuli vera 2000 krónur á félaga. Ætlun ritstjórnar er að koma út sex ein- tökum á árinu 1977 og ætti þá að takast að komast langt með að birta það efni, sem nú liggur fyrir. Hins vegar berst stöðugt nýtt efni, að mestum hluta af fræðilegum toga spunnið. Félagslegt efni hefur því orðið minna að vöxtum en til er ætlazt og sumt sem birtist er orðið of gam- alt. Hefur verið varpað fram þeirri spurningu hvort ekki sé ástæða til að gefa út sérstök eintök með fersku félagslegu efni, umræð- um um dægurmál læknastéttarinnar, sem ekki er hægt að birta á öðrum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.