Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 28
12
LÆKNABLAÐIÐ
inga, sem voru rannsakaðir 1972, var 51,
þar af 5 HBAg-jákvæðir og4HBAb-jákvæð-
ir. Árið 1973 voru þeir 64, þar af 4 HBAg-
jákvæðir og 1 HBAb-jákvæður. Þessir já-
kvæðu sjúklingar lágu allir, nema einn á
sjúkrahúsum, þ. e. Landakotsspítala, Land-
spítala, Borgarspítala og Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Gerð verður nánari
grein fyrir þessum sjúklingum sérstaklega
síðar, og rannsóknir þeirra ekki ræddar
frekar í þessari grein.
Hins vegar voru eins og fyrr greinir
gerðar fjöldarannsóknir til könnunar á
tíðni HBAg hérlendis.
Rannsakaðir voru 3 valdir hópar ein-
staklinga: A) Blóðgjafar, þ. e. a. s. flestar
blóðgjafir á vegum Blóðbankans í Reykja-
vík í u. þ. b. 2 ár frá 1. nóv. 1971, samtals
13754 einingar. B) Sjúklingar 15 ára og
eldri innlagðir á Landakotsspítala frá 1.
nóv. 1971 til 31. des. 1972, samtals 3009
innlagnir. C) Sjúklingar með Down’s
syndrome á tveimur hælum fyrir van-
gefna í nágrenni Reykjavíkur i ágúst 1974,
samtals 53.
Verður nú gerð grein fyrir þessum rann-
sóknum og niðurstöður þeirra ræddar.
TABLE4
Conditions of the counterimmunoelectro-
phoresis assay procedure.
Agarose (Indubiose A 37) : 1% (25 ml. per
11x20,5 cm slide).
Buffer in Agarose: Veronal, pH 8,6,
p= 0,02.
Buffer in Chamber: Veronal, pH 8,6,
p = 0,02.
Well Size: 4 mm in diameter.
Well Distance: 3 mm edge to edge.
Amperage: 30 m Amp/11x20,5 cm slide.
Time: 2 hrs.
Temp.; 10°C.
Rannsóknaraðferð
Sú greiningaraðferð, sem notuð var þ.
e. counterimmunoelectrophoresis39 55 31 61 65
(CIE) hefur verið rædd hér að framan
ásamt öðrum aðferðum. Tafla 4 sýnir
helztu þætti og skilyrði aðferðarinnar, eins
og við höfum beitt henni.
Antiserum og kontrolserum var fengið
frá Behringwerke í Þýzkalandi.
Blóðgjafar
Eins og áður er getið sýndu rannsóknir
erlendis mikinn mun á tíðni HBAg milli
landa og landshluta. Mikið af þessum rann-
sóknum var gert á blóðgjöfum13 eftir að
ljós varð þáttur HBAg í „post-transfusion
hepatitis". Tilgangur HBAg rannsókna á
blóðgjöfum hérlendis var að kanna þessa
tíðni hjá einkennalausum íslendingum og
um leið að útiloka þessa hepatitis-B smit-
bera frá frekari blóðgjöfum.
Þessar athuganir hófust í nóv. 1971 og
voru skipulagðar í samráði við Guðmund
Þórðarson lækni, sem þá hafði umsjón
með starfsemi Blóðbankans í Reykjavík.
Blóðsýni (serum) frá blóðgjöfum voru send
á Rannsóknadeild Landakotsspítala og
rannsökuð fyrir HBAg jafnóðum eða innan
fárra daga. Þetta fyrirkomulag hélzt þar
til í október 1973 er Blóðbankinn hóf
HBAg og HBAb rannsóknir. Ekki liggja
fyrir nákvæmar upplýsingar um skiptingu
þessara blóðgjafa eftir aldri, kyni eða bú-
setu. Aldursmörk blóðgjafa hér eru
miðuð við 18-60 ára aldur. Af 6160 blóíi-
gjöfum árið 1972 gáfu 5448 í Blóðbanka'n-
um í Reykjavík, en 712 á vegum blóð-
söfnunar R.K.f. og af 7925 árið 1973 gáfu
6334 í Blóðbankanum en 1591 á vegum
R.K.Í. Þorri blóðgjafa þessi ár voru karl-
menn og að miklum meirihluta yngri karl-
menn. Ljóst er því, að hinir rannsökuðu
blóðgjafar voru að miklum meirihluta
yngri karlmenn af Reykjavíkursvæðinu.
Niðurstöður
Á þessu tæplega tveggja ára tímabili
voru rannsakaðar samtals 13754 einingar.
HBAg fannst aðeins í 1 tilfelli eða 0.007%.
Þessi jákvæði blóðgjafi, sem fannst í ágús:
1972, var 23ja ára karlmaður búsettur í
Reykjavík. Skv. upplýsingum frá Ólafi
Jenssyni, yfirlækni Blóðbankans, var hann
rannsakaður aftur á vegum Blóðbankans
í janúar 1974 og var þá enn HBAg jákvæð-
ur, en lifrarpróf (ser. bilirubin, alk. fos.,
G.O.T.) voru innan eðlilegra marka. Lifrar-
stunga var ekki gerð. Hann var einkenna-
laus, hafði ekki fengið gulu eða hepatitis
svo vitað væri, og ekki fengust upplýsing-