Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 3? fyrir í brjósthrygg og sjaldnar í L4„ri, sem talin er algengasta staðsetning sjúkdóms- ins.13 Yfirleitt sáust batamerki 1V2-3 mán- uðum eftir að sjúkdómsmerki komu í ljós. í lokin var viðkomandi liðbil þrengt hjá öllum og vertebra magna sást hjá þremur. Sjá annars töflu IV. Niðurstaða blóðrannsókna hjá þessum sjúklingum kemur heim og saman við reynslu annarra, sökk var að meðaltali 43 mm/1 klst. og meðaltal fjölda hvítra blóðkorna 8280 per mm3. Aðrar rann- sóknir, sem gerðar voru leiddu ekkert sérkennilegt í ljós, eins og áður hefur verið rakið. Meðferð Meðferðin, sem tíðkazt hefur við þess- um sjúkdómi hefur beinzt að því að hvíla hrygginn, láta sjúklinginn liggja í rúm- inu, oftast skorðaðan, meðan sjúkdómur- inn er virkur og ennfremur hafa oft verið gefin sýklalyf. Ýmis umbúnaður hefur verið notaður til að skorða hrygginn, bæði meðan á rúmlegu stendur og stundum eftir að sjúklingurinn er kominn á fætur. Almennt er álitið, að slíkri meðferð eigi að beita á meðan sjúklingurinn finnur til óþæginda, sökk er hækkað og röntgen- myndir sýna vaxandi breytingar og er venjulega um að ræða fáeinar vikur, stundum mánuði. Sumir ráðleggja aðeins rúmlegu, en ekki skorðun.8 Ýmis sýklalyf hafa verið notuð, en oftast penicillintegundir, svo sem oxacillin eða methicillin er verka á staphylococcus aureus, sem talin hefur verið líklegasta sýkingarorsökin. Þó eru deildar meiningar um gagnsemi eða þörf slíkrar meðferðar og í allmörgum tilvikum hafa engin sýkla- lyf verið gefin án þess það virtist seinka bata sjúklinganna218917 eða að hinum hafi batnað fyrr sem slíka meðferð fengu.17 Flestir eru hins vegar sammála um, að beita eigi hvíld og rúmlegu eftir þeim meginreglum sem áður var drepið á. Getið hefur verið um ígerðarmyndun út frá hryggþófabólgu, sem hefur þá orðið að hreinsa út með aðgerð.0 Sjúklingar þeir, er dvalið hafa á barna- deild Landspítalans voru látnir hvílast að meðaltali í W2 viku, en sé einn undanskil- ínn, sem lá í 6 mánuði var meðaltíma- lengdin tæpar 5 vikur. Þrír sjúklinganna voru hafðir 1 gipsbeði. Sex þeirra fengu sýklalyf í mislangan tíma, en að meðaltali í 8 vikur. Eini sjúklingurinn, sem engin sýklalyf fékk virtist ná sér jafnfljótt og hinir. Röntgenmyndir af hrygg teknar við komu á spítalann höfðu verið neikvæðar, en eftir einkennum var hann sterklega grun- aður um hryggþófabólgu. Slíkar röntgen- breytingar komu ekki fram fyrr en eftir 3 vikur, en þar sem sjúklingurinn var þá orðinn einkennalaus, farinn að hafa fulla fótavist og sökk orðið eðlilegt voru engin sýklalyf gefin. Fékk hann að vera áfram á fótum og er hann kom til eftirlits 7 vik- um eftir brottför af spítalanum var hann einkennalaus og ekkert athugavert að finna við skoðun. Horfur Hryggþófabólga er talin hafa ágætar batahorfur, jafnvel þótt engin sérstök með- ferð sé veitt nema rúmlega á meðan ein- kenni eru í hámarki.8 Þar sem sýklalyfja- meðferð virðist ekki skipta svo miklu máli og nálarsýnitökur hafa sjaldnast leitt til niðurstöðu um orsök sjúkdómsins er yfirleitt ekki talin ástæða til slíkrar rann- sóknar, nema í undantekningartilfellum, t. d. ef útlit er fyrir myndun ígerð- ar 2 8 16 17 Varanlegar afleiðingar sjúkdómsins eru sagðar fátíðar, en má þó vera, að þessum sjúklingum sé hættara við bakverk síðar á ævinni en öðrum. Spiegel et al.,17 sem fylgdust lengi með sínum sjúklingum geta um bakverki eftir áreynslu hjá allmörg- um þeirra og minniháttar hryggskekkju hjá sumum, en yfirleitt gera þeir og flest- ir aðrir höfundar lítið úr slíkum eftir- köstum sjúkdómsins. Reynsla okkar er svipuð að þessu leyti. Aðeins einn sjúklinganna hefur lítillega kvartað um þreytuverki í baki, en ekki hefur orðið vart aflögunar eða skekkju á hrygg hjá þessum sjúklingum. Þar sem þeir eru enn svo ungir, sá elzti 10 ára og reynslutími tiltölulega skammur verður ekki endanlega dæmt um eftirköst fyrr en síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.