Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
21
fram í áliti hennar, að spítalann skortí
flest það, sem gerði kennsluspítala.5
Um svipað leyti starfaði nefnd á vegum
læknafélaganna, sem átti að gera úttekt
á staðli sjúkrahúsanna í Reykjavík og
skipulagningu spítalaþjónustunnar. Nefnd
þessi hlaut nafnið „Kroniska nefndin“.
Hún skilaði þó um síðir ítarlegu áliti og
varð niðurstaða þess sú, að ekkert sjúkra-
hús í Reykjavík uppfyllti lágmarksstaðal
fyrir kennslusjúkrahús.2
í framhaldi af nefndaráliti Landspítala-
nefndarinnar, kölluðu heilbrigðismálaráð-
herra og stjórn ríkisspítalanna hingað til
Islands tvo Svía til að gera úttekt á læknis-
þjónustu og aðstöðu sjúkrahúslækna og
gera tillögur um brey-tingar. Svíarnir höfðu
hér skamma dvöl, en á þeim tíma ræddu
þeir við ýmsa aðila, bæði fulltrúa stjórna
spítalanna og fulltrúa lækna. Þeir skiluðu
áliti, en það var, af einhverjum ástæðum,
aldrei birt. Aldrei hefur verið upplýst
hvers vegna það var ekki gert, en vitað
er að eitt af því, sem þeir lögðu til í áliti
sínu var, að sjúkrahúsin í Reykjavík yrðu
sameinuð í eina kennslustofnun, því að
þeir töldu að öðruvísi yrði ekki komið hér
á fót kennsluspítala, sem borið gæti nafn
með rentu. Sú hugmynd, sem þó var ekki
ný, hefur alltaf átt erfitt uppdráttar.1
Allar þær nefndir, sem hér hefur verið
rætt um, voru sammála um það, að ekkert
sjúkrahús í Reykjavík stæðist þá þær kröf-
ur, sem gerðar eru til kennslusjúkrahúss
og þetta hefur ekki breytst neitt að ráði
síðan.
Bæði læknum og öðrum ráðamönnum
heilbrigðismála hefur verið ljóst að þörf
er á einhvers konar samstarfi. Læknafélag
Reykjavíkur skipaði í maí 1971 nefnd,
sem kölluð var samstarfsnefnd sjúkrahúsa.
Sú nefnd hélt allmarga fundi,3 4 en skilaði
aldrei áliti og lognaðist út af smátt og
smátt. Þá var í janúar 1971 á vegum heil-
brigðisráðuneytisins sett á stofn samstjórn
sjúkrahúsa, sem starfaði eitthvað um sinn,
en hlaut síðan einnig hægt andlát. Þannig
hafa þeir aðilar, sem hér um ræðir, játað
samstarfi í orði, en neitað því á borði.
Vilji til samstarfs er ekki fyrir hendi,
hvorki hjá læknum né ráðamönnum heil-
brigðismála og því hefur ekkert gerst og
mun ekki gerast nema þrýstingur komi
frá þeím stóra hópi ungra lækna, sem nú
eru að útskrifast frá Háskóla íslands, en
þeir hljóta að krefjast þess, að hér verði
sett á stofn alvöru kennslustofnun í læknis-
fræði. Sú krafa byggist á því, að mögu-
leikar til framhaldsnáms í læknisfræði
hafa þrengst í nágrannalöndum okkar,
bæði austan hafs og vestan, og einnig á því,
að á síðari árum hefur verið lögð meiri
áhersla á heimilis- og fjölskyldulækningar
en áður. Slíkar lækningar eru staðbundn-
ari en hinar þrengri sérgreinar og gera
því kröfu til möguleika á framhaldsmennt-
un í landinu sjálfu.
KENNSLUSJÚKRAHÚS
Ef gera ætti eitt af sjúkrahúsunum í
Reykjavík að kennslusjúkrahúsi, sem gerð-
ar væru sömu kröfur til og hliðstæðra
stofnana erlendis, myndi það taka langan
tíma og kosta breytingar, sem ekki eru
framkvæmanlegar innan þess þrönga
stakks, sem fjármálayfirvöld sníða nú heil-
brigðisstofnunum. Væru hins vegar þær
heilbrigðisstofnanir, sem starfandi eru hér
í borg, skipulagðar með samvinnu og jafn-
vel sameiningu í huga, væri unnt að byggja
hér upp kennslustofnun, sem væri sam-
bærileg við minni kennslustofnanir á Norð-
urlöndum og ef til vill víðar. Við slíka
stofnun væri hægt að ljúka að fullu fram-
haldsnámi í heimilis- eða fjölskyldulækn-
ingum, ef heilsugæslustöðvar væru teknar
með í myndina. Að hluta eða alveg í al-
mennri lyflæknisfræði og handlæknisfræði
og að hluta einnig í þrengri sérgreinum.
Ef unnt væri að byggja upp kennslu
stofnun, sem viðurkennd væri erlendis,
a. m. k. á Norðurlöndum, mundi vinnu-
markaður lækna stækka, en jafnframt
mundu kraftar ungu læknanna nýtast bet-
ur hér heima. Þá mundi útivist lækna
væntanlega styttast og yrði þá síður hætta
á, að menn ílentust erlendis eða hrökkluð-
ust til baka eftir heimkomu, vegna óánægju
með starfsskilyrði.
Nú er fyrir hendi nokkur verkaskipting
milli sjúkrahúsanna í Reykjavík, en hún
er óskipulögð og að mörgu leyti handa-
hófskennd. Þess vegna er víða léleg nýt-
ing á sérhæfðum starfskröftum, bæði til
lækninga og kennslu. Þá stuðlar núver-
andi skipulag — eða skipulagsleysi — að