Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 32
16
LÆKNABLAÐIÐ
og blóðgjöfum sömu staða voru allar gerð-
ar með counterimmunoelectrophoresis. Nið-
urstöður þessar benda til að á sjúkrahús-
um yfirleitt séu öðru hvoru meðhöndlaðir
hepatitis-B smitberar, sem starfsfólk veit
ekki um og getur því ekki viðhaft sérstaka
varúð. Sennilega eru þannig líkur á smit-
un frá þessum sjúklingum mun meiri en
þeim sem innlagðir eru vegna virus hepa-
titis og gát höfð á. í þessu sambandi er
rétt að benda á t. d. að áðurnefndir tveir
sjúklingar með bráðan hepatitis voru út-
skrifaðir á 3. og 11. degi. Hinir 3 einkenna-
lausu HBAg-berar dvöldust hins vegar á
spítalanum lengur eða 3, 12 og 21 viku.
Margs konar rannsóknir voru gerðar á
þeim, þar á meðal blóðrannsóknir, og
skurðaðgerðir framkvæmdar á þeim öll-
um eftir að HBAg fannst. Þetta undir-
strikar nauðsyn þess að hafa smithætt-
una stöðugt í huga og meðhöndla öll sýni
með mikilli varúð. Smithætta skurðlækna
og hjúkrunarfólks við aðgerðir á þessum
sjúklingum er augljós, þótt lítið sé vitað
um tíðni slíkrar smitunar. Til frekari árétt-
ingar þeirri hættu skal minnt á atvik í
Bandaríkjunum 1971,07 þar sem fjórir
skurðlæknar sýktust af hepatitis-B, en þeir
höfðu framkvæmt skurðaðgerð á sjúklingi,
sem síðar kom í ljós að var með hepatitis-
B. Líklegast þótti að smitleiðin hefði verið
í gegnum göt á hanzka og rispu í húð.
Málmþráður hafði verið notaður til sauma.
Rannsakaðir sjúklingar með Down’s
svndrome voru samtals 53. Allir reyndust
HBAg neikvæðir. Fjöldi athugaðra er hér
það lítill að býðing þessa út af fyrir sig
er vafasöm. í Ijósi þess sem að framan
greinir um hina háu HBAg tíðni, sem
fundizt hefur yfirleitt hjá þessum sjúkl-
ingum á stofnunum, virðast þó niðurstöður
okkar koma vel heim við þá afar lágu
HBAg tíðni hjá íslendingum almennt, sem
athugun okkar á blóðgjöfum bendir til.
Einnig e^- í bessu sambandi athyglis-
verður annar sjúklingahópur, þ. e. þeir.
sem eru í haemodialysis. Áður er fram
i-omið hve hætt þeim er að fá hepatitis
og verða langtíma HBAg-berar. Samkvæmt
opplvsins'om Páls Ásmundssonar. læknis
á lvfiadeild Landsoítalans. hefur hepatitis
ekki gert vart við sig hiá haemodialvsis
sjúklingum þar né starfsfólki deildarinnar
og HBAg ekki fundizt jákvætt hjá þeim,
sem rannsakaðir hafa verið.
Samfara þeirri lágu HBAg tíðni, sem
hér hefur fundizt hjá blóðgjöfum, má ætla,
að tíðni hepatitis B hjá sjúklingum, sem
fá blóðgjafir, sé einnig lág. Raunveruleg
tíðni ,,post-transfusion“ hepatitis hér er
ekki þekkt. Talið er að fjöldarannsóknir
fyrir HBAg hjá blóðgjöfum með þeim að-
ferðum, sem mest hafa verið notaðar
á undanförnum árum (counterimmuno-
electrophoresis) lækki heildartíðni „post-
transfusion“ hepatitis um nálægt 25%.33
Ólíklegt er, að jafnvel með hinum næm-
ustu aðferðum, sem þekktar eru, verði
þessari tölu komið hærra en í um það
bil 50% og engar líkur á að með útilokun
HBAg jákvæðra blóðgjafa verði hægt að
útrýma ,,post-transfusion“ hepatitis. Kem-
ur þar tvennt til, annars vegar, að ólík-
legt virðist að nokkur nothæf aðferð finn-
ist svo næm að með henni finnist allir
smitandi HBAg-berar og hins vegar virð-
ist æ ljósara að einungis hluti af hepatitis
tilfellum eftir blóðgjafir eru hepatitis-B.
Ýmislegt bendir til, að auk hepatitis-A
geti verið um fleiri tegundir að ræða, t. d.
„hepatitis-C?“ Því fleiri HBAg-berar, sem
útilokaðir eru frá blóðgjöfum, því hærra
verður hlutfall annarra hepatita eftir blóð-
gjafir.
Ýmsar mögulegar smitleiðir fyrir hepa-
titis-B hafa verið ræddar, en ekki er ljóst
hver raunverulega er algengust. Ólíklegt
er að blóðgjafir eigi mikinn þátt í út-
breiðsiu hepatitis-B almennt og því ekki
við því að búast að „screening“ blóðgjafa
breyti þar miklu. Svo virðist nú sem náin
samskipti við HBAg-bera séu einn veiga-
mesti þátturinn í útbreiðslu hepatitis-B.
Æskilegt er að geta fundið, rannsakað
og fylezt með þeim, sem eru HBAg-berar
með eða án lifrarsjúkdóms. Næst blóð-
gjöfum á betta einkum við um sjúklinga
innlagða á snitala vegna umræddrar smit-
hættu þar. Á sjúkrahúsum ætti, þar sem
ástæður levfa. að rannsaka innlagða sjúkl-
inea sem fvrst fyrir HBAg.
En þótt hægt sé að finna hepatitis-B
smitbera og draga úr smithættu með aukn-
um upplýsingum og varúð við meðhöndlun
þeirra hafa iafnframt víða komið upp ný
vandamál. Mörgum spurningum er enn