Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ
33
anum (tafla I). Fylgzt hefur verið með
hinum sex. Nú, haustið 1974, eru að meðal-
tali liðin tæp 5 ár frá því þessir sex sjúkl-
ingar veiktust og að meðaltali 4 ár frá
upphafi veikinda og þar til síðasta eftirlit
fór fram. í öllum tilvikum hélzt bati góð-
ur eftir að sjúklingarnir komu heim af
spítalanum. Einn sjúklingurinn (nr. 6 á
töflum I-IV) hefur kvartað öðru hverju
um þreytu í baki og fótum, en hjá hinum
hefur ekki gætt neinna óþæginda og þeir
virzt, að mati aðstandenda, fullkomlega
heilbrigðir. Skoðun á þessum sjúklingum
hefur ekki leitt neitt athugavert í ljós,
engar hryggskekkjur verið til staðar og
hreyfingar í baki óhindraðar. Hjá einu
barninu (nr. 4 á töflum I-IV), sem í upp-
hafi hafði haft mjaðmarliðseinkenni og
smávægilega vöðvarýrnun á hægra læri,
kemur enn 4 árum síðar fram ummáls-
munur á lærinu, þótt óverulegur sé, nemur
mest 5 mm. Ekki kom í ljós annað athuga-
vert hjá þessum sjúklingi og hann hafði
góða krafta í ganglimum.
Röntgenrannsóknir hjá sömu sjúkling-
um sýna endanlega svipað útli-t, þ. e.
þröngt liðbil, skarpa en bylgjótta enda-
plötu og eðlilega beingerð í liðbolum (sjá
mynd 2). Hjá þremur sjúklingum hefur
komið fram hlutfallslegur ofvöxtur (ver-
tebra magna) í aðlægum liðbolum, en
hvergi samruni (sjá mynd 3).
SKIL
Hér á undan hefur verið gerð grein
fyrir sjö börnum með spondylitis non-
specifica, sem dvalið hafa á barnadeild
Landspítalans á 9 ára tímabili, 1966-1974.
Miðað við árafjölda og tölu landsmanna
er þetta nokkuð stór hópur, því heildar-
fjöldi tilfella, sem tínd hafa verið til og
birtar greinar um erlendis á síðustu 20-30
árum munu vera innan við 200.113 Hvort
sú tala gefur rétta mynd af tíðni sjúk-
dómsins skal ósagt látið — hugsanlega
fara fleiri eða færri væg ti-lfelli fram hjá,
án þess eftir þeim sé tekið eða þau rang-
lega greind.
Kyn, aldur
Hryggþófabólga kemurálíka oft fvrir hjá
báðum kynjum, stúlkur þó aðeins í meiri-
hluta ef nokkru munar, en venjulega eru
sýkingar tíðari meðal karla en kvenna, í
hlutfallinu 1,5/1. í heildaryfirlitum Alex-
ander1 og Ro-cco & Eyring13 um börn með
hryggþófabólgu reyndist þetta hlutfall
vera 0,85/1, en skiptingin þó mismunandi
innan einstakra sjúklingahópa, sem yfirlit
þeirra byggðist á, t. d. var hlutfallið hjá
Menelaus 0,5/1, Smith og Taylor 2,3/1 og
Spiegel et al. 2,3/1.° 1617
Sjúkdómurinn sést aðallega hjá ungum
börnum. í yfirliti Alexander um 120 sjúkl-
inga var meðalaldur þeirra 4,7 ár.1 I upp-
gjöri Rocco & Eyring, sem náði yfir 155
sjúklinga voru 60% þeirra 5 ára eða
yngri,13 en í yfirlitum beggja var að
nokkru um sömu sjúklinga að ræða.
Á barnadeild Landspítalans hafa kom-
ið 3 drengir og 4 stúlkur með þennan
sjúkdóm, sem gefur hlutfallið 0,75/1 og
er það svipað framangreindum meðalhlut-
föllum. Elzti sjúklingurinn var rúmlega
3% árs, en sá yngsti 16 mánaða. Fimm
voru innan 2 ára. Meðalaldur sjúklinga
var 2 ár.
Sjúkdómsorsök
Ekki er vitað hvað veldur hryggþófa-
bólgu, en flestir hafa talið, að sýking lægi
þar að baki. Erfitt hefur þó reynzt að
sanna það, en útlit hryggskemmdar á
röntgenmyndum, ásamt með sökkhækkun
og hita, sem oft er sjúkdómnum samfara,
hafa þótt styðja þá skoðun. Nálarsýni-
tökur úr hryggþófabólgu hafa ekki verið
iðkaðar nema í litlum mæli, staðurinn
ekki þótt aðgengilegur og viss hætta sýni-
tökunni samfara. Hjá fjórum af fimm
sjúklingum Milone et al., sem slík sýni
voru tekin frá ræktaðist staphylococcus
aureus og einnig hiá tveimur af fimm
sjúklingum Moes.1011 Er oftast vitnað í
bessar niðurstöður til stuðnings þeirri
kenningu, að siúkdómurinn sé af svkla-
unpruna. Oftar hafa bó slíkar ræktunar-
t.ilraunir ekki borið árangur. Þá hafa og
blóðræktanir venjulega verið neikvæð-
ar.3 7 8 13 16 Tekin voru hryggþófasýni hjá
18 af beim 120 siúklingum, sem Alex-
ander1 tók með í sitt yfirlit og ræktuðust
sýklar hjá 6. en það voru einmitt áður-
greindir sjúklinear Milone et al. og Moes.
Ennfremur hafði verið gerð blóðræktun