Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 70
34 LÆKNABLAÐIÐ hjá 24 þessara sjúklinga og ræktaðist staphylococcus aureus hjá tveimur. Sumir álíta, að rekja megi hryggþófa- bólgu til sýkinga annars staðar í líkam- anum, t. d. í öndunarfærum, húð, tönnum eða þvagfærum og vitað er um allmörg dæmi, þar sem hún hefur orsakazt af hryggstungu, er gerð hefur verið í rann- sóknar- eða meðferðarskyni.15 Menelaus9 nefnir þann möguleika, að hryggþófabólga geti verið af veiruuppruna, hliðstætt liðabólgu í ganglimum, sem hann segir vera algenga í heimalandi sínu, Viktoriu-ríki, Ástralíu, og álitið sé, að veirur valdi, þótt ekki hafi það sannazt. Talið er, að venjulega berist sýking blóðleiðina til hryggþófans frá aðlægum liðbolum eftir æðum, sem þar liggi á milli. Þótt slík æðatengsl séu ekki til staðar hjá fulíorðnum hefur verið sýnt fram á tilveru þeirra hjá fóstrum og ungbörn- um.4 8 13 14 Með aldrinum rýrna þessar æð- ar og lokast og að siðustu tekur fyrir slíkt blóðstreymi til þófans. Er þetta talin skýr- ing þess, að sjúkdómurinn kemur einkum fyrir hjá ungbörnum og einnig hins, að endurvöxtur og lækning meinsins er venju- lega betri og fullkomnari hjá yngri börn- unum en eldri. Sumir halda því fram, að sjúkdóminn megi, að einhverju leyti, rekja til hnjasks eða áverka, sem valdi æðasliti og blóð- rásartruflun í hryggþófanum og sýklar nái þá frekar fótfestu. Doyle3 gat um áverka hjá sjö af sínum sextán sjúklingum og Saenger14 hjá þremur sjúklingum af fjór- um. I yfirlitsgrein Alexander1 er getið um áverka hjá 20% sjúklinganna. I færri tilfellum hefur þó verið hægt að rekja slík bein orsakatengsl,-3 8 17 Alexander1 dregur mjög í efa, að sýking sé orsök þessa sjúkdóms nema þá í fáum tilvikum. Hann telur undirrótina vera los eða tilhnikun, sem eigi sér stað í vaxtar- kjarna endaplötunnar vegna hnjasks eða álags, sem mjóhryggurinn, en þar er sjúk- dómurinn venjulega staðsettur, sé við- kvæmur fyrir á þessum aldri eða með hans eigin orðum: ,, . . . due to partial dis- location of the epiphysis during the vulner- able phase prior to the development of protective metanhyseal rippling.“ Hann komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa borið saman ýmsa þætti þessarar sjúk- dómsmyndar annars vegar við beinátu í leggjarbeinum hjá álíka fjölda barna hins vegar og hafði jafnframt til hliðsjónar fullorðna sjúklinga með hryggþófabólgu. Óneitanlega færir hann ýmis sterk rök fyrir þeirri skoðun sinni, að hryggþófa- bólga hjá börnum sé ekki af sýklaupp- runa. Ekki varð komizt að sjúkdómsorsök hjá neinum þeirra sjúklinga er vistazt hafa á barnadeild Landspítalans. Engin hrygg- þófasýni voru tekin. Ekki var kunnugt um hnjask eða áverka hjá neinum sjúkling- anna umfram það sem gengur og gerist og á engum hafði verið gerð hryggstunga. Einn sjúklingurinn lá í mislingum og fékk í sambandi við það eyrnabólgu stuttu fyrir innlagningu, en hafði verið haltur í fá- eina daga fyrir þau veikindi. Annar hafði verið í meira lagi kvefsækinn, en að öðru leyti var ekki saga um sýkingar, t. d. í öndunar- eða þvagfærum hjá þessum sjúkl- ingum og ekki fundust merki slíks á spítalanum. Blóðræktanir hjá tveimur sjúklingum voru neikvæðar. Hjá einum sjúklingi ræktaðist Coxsackiaeveira B-3 úr saur, en mótefnamæling í blóðvatni var ekki gerð. Athyglisvert er, að þrír sjúklingar komu á 6 mánuðum inn á sjúkrahúsið frá einu og sama bæjarfélagi, sem taldi þá um 4.250 manns. Tveir þeirra vistuðust sam- tímis á dagheimili, en enginn samgangur var að öðru leyti á milli fjölskyldna þeirra. Ekki er vitað til, að neinar farsóttir hafi gengið þar á staðnum um þær mundir. Einkenni Sjúkdómurinn byrjar oft með óljósum kvörtunum eða óþægindum, sem erfitt get- ur verið að átta sig á, ekki sízt þegar þau eru bundin stöðum fjarlægum hrygg, t. d. mjöðm, fæti eða kvið. Venjulega hefur verið lýst fjórum aðalsjúkdómsmyndum eftir þeim einkennum, sem mest ber á hverju sinni, en Rocco & Eyring13 bættu við fimmtu myndinni, þar sem aðallega varð vart pirrings og óróleika hjá sjúkl- ingnum. í yfirliti sínu um 155 sjúklinga taldist þeim svo til, að 40% hefðu verið með verki og vöðvaspennu í baki. 25% höfðu mjaðmarliðseinkenni (the hip joint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.