Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 8

Læknablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 8
168 LÆKNABLAÐIÐ Þetta var með öðrum orðum viðleitni til að halda uppi ákveðnum menntunarstaðli miðað við þær aðstæður sem ríkja nú í læknadeild. En hvaða aðstæður ríkja þá við læknadeild Háskóla íslands? Ef einhver erlendur há- skóli vildi leggja mat á læknadeild H.í. yrði einkum litið á þrennt: 1. hlutfallið milli fjölda stúdenta og kenn- ara. 2. aðstöðu til verklegrar kennslu og 3. aðstöðu til klíniskrar kennslu (fjöldi rúma og sjúklinga). Vafalaust yrðu vísindaiðkanir kennara einn- ig vegnar og metnar. Ekki þarf mikil kynni af læknadeildum nágrannalandanna til að gera sér Ijóst að við núverandi aðstæður yrði þetta mat á margan hátt ákaflega óhagstætt fyrir okkur. Með aukn- um fjárframlögum til læknadeildar væri hægt að bæta suma þætti kennslunnar verulega en aðra ekki. Vel menntaðir kenn- arar liggja í mörgum tilfellum ekki á lausu og sjúklingafjöldinn mun vonandi minnka frekar en hitt, m.a. með eflingu heilsu- gæslu hér á landi. Hér er komið að spurningunni um læknaþörf í landinu, en um það atriði er ákaflega erfitt að spá. Árið 1970 gerði dr. Kjartan Jóhannsson rækilega könnun á læknaþörf á íslandi næstu áratug- ina og komst hann að þeirri niðurstöðu að hæfilegt væri að útskrifa 24 lækna á ári. Þó svo að þessi áætlun væri töluvert of lág bendir hún til yfirvofandi offjölgunar lækna á íslandi. Segja má að til skamms tíma hafi tekist að halda uppi hér á landi menntunarstaðli, sambærilegum við það sem gerist í ná- grannalöndunum, en aliar aðstæður á íslandi skapa mikla erfiðleika til að þetta megi haldast. Telja má fullvíst, að verði stúdenta- fjöldinn við læknadeild H.í. ekki takmarkað- ur með einhverjum ráðum, muni hér útskrif- ast læknar með lakari menntun en gerist al- mennt í okkar heimshluta. Kennarar lækna- deildar eru hér settir í mikinn vanda, þeir einir eru dómbærir á gæði kennslunnar í við- komandi námsgreinum og þeir eru neyddir til að fara eftir staðli sem er ákveðinn af aðilum utan læknadeildar. Magnús Jóhannsson. MEÐFERÐ KRABBAMEINS Mikilvægustu tíðindin í meðferð illkynja sjúkdóma á síðustu tveim áratugum er sú staðreynd, að tekist hefur að lækna nokkrar tegundir krabbameina með lyfjum einum saman. Upphaf slíkrar meðferðar má rekja til fyrra stríðs er menn tóku eftir því að hjá þeim sem urðu fyrir sinnepsgaseitrun fækkaði hvítum blóðkornum. Skömmu eftir 1940 var síðan farið að reyna Nitrogen mustard gegn hvítblæði og síðan fylgdu í kjölfarið fjöldamörg lyf, sem á einn eða annan hátt eru frumudeyðandi. Varð brátt Ijóst að með slíkum lyfjum mátti ná veruleg- um árangri í meðferð hvítblæði, lymphoma og nokkurra annarra mjög illkynja sjúkdóma. Engin þessara lyfja eru sérhæf gegn illkynja frumum og því eru þau öll skaðleg heilbrigð- um vefjum, einkum þeim sem eru í örum vexti t.d. beinmerg, slímhúð í meltingarvegi og hárapokum. Með því að færa sér í nyt aukna þekkingu á líffræði eðlilegs vefs og illkynja æxla ásamt með notkun lyfja með ólíka eiginleika hefur nú tekist að innleiða löng sjúkdómshlé (remissions) í sjúklingum með ýmsa mjög illkynja sjúkdóma (tafla). Tafla 1. Choriocarcinoma 2. Wilm’s tumor 3. Neuroblastoma 4. Acute lymphoblastic leukemia 5. Hodgkin’s sjúkdómur (III og IV stig) 6. Non-Hodgkin’s lymphoma 7. Burkitt's lymphoma 8. Testicular carcinoma 9. Ýmis sarcoma Þótt fram til þessa hafi oftar verið talað um löng sjúkdómshlé er óhætt að fullyrða að margir þessara sjúklinga eru læknaðir, þar eð þeir hafa verið einkennalausir í 10 ár eða lengur. Við marga útbreidda sjúkdóma er lyfjameðferð einungis palliatíf, oft á kostnað allverulegra aukaverkana og loks er allstór hópur útbreiddra krabbameina, þar sem lyfja- meðferð er næsta tilgangslaus. Meirihluti illkynja æxla að frátöldum húð- krabbameinum hafa náð að skjóta mein- vörpum er þau greinast. Slíka sjúklinga er ekki unnt að lækna með staðbundinni með-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.