Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 11

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 171 Niðurstaða Ljóst er að skipulagning krabbameinsmeð- ferðar hérlendis er í molum. Börf er mikilla úrbóta til þess að unnt sé að gefa krabba- meinssjúklingum hérlendis meðferð, sem sambærileg er við þá sem veitt er í ná- grannalöndum okkar. Stofnun krabbameins- miðstöðvar sem lýst hefur verið gæti leyst þennan vanda. Sú þjónusta er dýr, en verði hins vegar ekkert aðhafst má vera Ijóst að markviss krabbameinsmeðferð verður ekki veitt á íslandi og senda verður stóran og vaxandi hluta nýgreindra sjúklinga utan til meðferðar. 1. WHO Technical report series. Cancer treatment. No. 322, 1966. 2. National program for the conquest of cancer. 91st Congress, 2d session, U.S. Senate, (Senate resolution 376) U.S. Government Printing Office, Whasington D.C., Novemer (committee print I & II) and December (Senate report No. 91- 1402), 1970. 3. Planering av oncologisk sjukvard No. 32, februar 1974. Þórarinn Sveinsson. Frá ritstjórn nýja læknatalsins Hefur þú skilað inn upplýsingum í nýja læknatalið? Ef svo er ekki ertu ákaft á- minntur að gera það hið fyrsta. Við viljum öll að bókin geymi ferskar upplýsingar, en verði ekki gerúrelt, þegar hún kemur út. Vilmundur Jónsson barðist hetjulegri baráttu við pennaleti starfssystkina sinna, en þó var talið á skorta, að Læknar á ís- landi geymdi nógu ferskan fróðleik. Slíkt má ekki aftur spyrjast um íslenska lækna. Láttu ekki hjá líða að setjast niður hið bráðasta og fylla út eyðublöðin. Það er ekki eins seinlegt og þú heldur. Sennilega er þegar komið all langt fram yfir skila- dag. Þú vilt ekki vera dragbítur á útgáfu bók- arinnar. Þú getur skilað strax á morgun. Já — því ekki það?

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.