Læknablaðið - 01.12.1978, Page 12
172
LÆKNABLAÐIÐ
1 h
R ITD ÓML Nordisk symposium „KRONISK ARTHRIT'1, Göteborg 1977. 1J Ritstjórn: Börge Olhagen, Ragnhild Gullberg. J Útgefandi: The Boots Company Ltd.,
L_l J 1 Notthingham, England.
1 þessari bók, sem er 283 blaðsíður að stærð,
eru 40 erindi um Kroniska liðagigt, og hring-
borðsumræður, sem fóru fram í Gautaborg
dagana 12. og 13. maí 1977. Forgöngu um þess-
ar hringborðsumræður hafði prófessor Börge
Olhagen, yfirlæknir á gigtsjúkdómadeild
Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Hann
er einn af norrænum forvigismönnum á sviði
gigtsjúkdómafræðinnar, og hefur því góða yfir-
sýn yfir fræðigreinina á Norðurlöndum. Hon-
um tókst lika að fá fram á þessum fundi flest
af því, sem er efst á baugi í rannsóknum á
Kroniskri liðagigt á Norðurlöndum um þessar
mundir, og afburða góð skipulagning Hans
Haldane fyrir hönd „The Boots Company"
tryggði útgáfu á öllum erindum ráðstefnunnar
og umræðum á því sama ári og ráðstefnan var
haldin. 1 þessari bók er því samankomin nor-
ræn þekking á Kroniskri liðagigt í dag. Bókin
er mjög vönduð og aðgengileg til iestrar. Efn-
inu er skipt niður í þessa kafla: Pathofysiologi,
diagnostik, systemisk farmakotherapi, local
farmakotherapi vid synovit, klinisk prövning
av lákemedel, og enskur gestafyrirlesari, S.S.
Adams, á þarna erindi „The mode of action of
non-steroidal anti inflammatory agents“, efni
sem á erindi til allra lækna.
1 kaflanum um patofysiologi er fjallað um
starfsemi eitilfruma og plasmafruma, frumu-
ónæmi, rheumatoid factor og ónæmisflækjur
(immunkomplex), kompliment, lysosóm og
prostaglandin með meiru.
1 kaflanum um diagnostik ber hæst erindi
Ernu Möller, erfðafræðings við Karolinska
Institutet og Huddinge sjúkrahúsið í Sviþjóð,
um HLA kerfið. I umræðum um þetta erindi
eru birtar niðurstöður okkar Alfreðs Árnason-
ar, erfðafræðings, um HLA og gigtsjúkdóma á
Islandi, og vakti það athygli, að spondylitis
ankylopoetica hefur hérlendis algera fylgni við
HLA B27 og Properdin factor BfS. I þessum
kafla eru einnig ágæt erindi um arthroskopi
og technetium skann á sacroiliacaliðum, sem
hvort tveggja er verulega gagnlegt við grein-
ingu með réttri notkun.
1 kaflanum um systemiska lyfjagjöf á Káre
Berglund, prófessor í gigtsjúkdómafræðum í
Lundi, lærdómsríkt erindi um „Bruk och mis-
bruk av anti-innflammatoriska medel vid
kronisk artrit". Hann heldur þvi fram 1) að
margir læknar hafi óljósa hugmynd um hvaða
áhrifa megi vænta af hinum ýmsu gigtarlyfj-
um, 2) að mikið skorti á að læknar geri sér
grein fyrir því, hvaða meðferð henti sjúkling-
um best og gefi því röng lyf, 3) gefi fleiri
verkjalyf samtímis, 4) gefi þau tímum saman,
þótt þau verki ekki á sjúkling, 5) fylgist ekki
með lyfjagjöf, 6) aukaverkanir séu alltof
margar, 7) að sjúklingnum sé sjaldnast gert
ljóst hvaða áhættu hann, eða hún, taki við
lyfjagjöfina.
1 þessum kafla eru svo ágæt erindi um gull,
klórókín, penicillin, stera, cytostatica og podo-
fyllotoxin.
I kaflanum um local lyfjameðferð við lið-
bólgum er fjallað um sterainnspýtingar í liði,
og osmiumsýru-innspýtingar og ®o Yttrium.
Marti Oka, frá Finnlandi, sem stjórnaði þessum
þætti umræðna, dró þá ályktun, að sterainn-
spýtingar í liði eigi alltaf við, og ef þær dugi
ekki við liðbólgum þá eigi að grípa til osmium-
sýru-innspýtinga hjá sjúklingum um fertugt
og yfir fertugt, megi nota geislavirk efni. Ef
það dugi svo ekki, eigi að ráðgast við ortopeda.
Þessari ráðstefnu lauk með málþingi um
kliniskar rannsóknir á lyfjum, m.a. einblindar
og tvíblindar rannsóknir, en slíkar rannsóknar-
aðferðir þurfa islenskir læknar að tileinka sér.
Þessi kafli er því þörf hugvekja fyrir íslenska
lækna, því að við höfum vanrækt þennan þátt
lyfjarannsókna til þessa.
„The Boots Company" hefur unnið þarft
verk með útgáfu þessarar bókar, sem allir
læknar með áhuga á gigtsjúkdómafræðum
ættu að eignast.
Þeir læknar, sem áhuga hafa geta skrif-
að fyrirtækinu A.L. — Pharma a/s, Emdrupvej
28 B, 2100 Köbenhavn ö, og beðið um að fá
bókina senda.
Jón Þorsteinsson, læknir.