Læknablaðið - 01.12.1978, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ
183
Friðrik Guðbrandsson, Halldór Steinsen*
SARCOIDOSIS
INNGANGUR
Tilgangur þessarar rannsóknar var að
kanna hvenær sarcoidosis hefði fyrst verið
greind á íslandi, hver tíðni sjúkdómsins
væri og háttalag hans. Jafnframt var kann-
að, hvaða byrjunareinkenni það væru, sem
yllu þvi, að sarcoidosis greindist og hvernig
greining hefði verið gerð.
AÐFERÐIR — EFNIVIÐUR
Leitað var í spjaldskrám Borgarspitala,
Líknar, Berkladeildar Heilsuverndarstöðv-
ar Reykjavíkur, Fjórðungssjúkrahúss Ak-
ureyrar, Landakotsspítala, Landspítala,
Vífilsstaðaspítala og Meinafræðideildar
Rannsóknastofu Háskólans frá upphafi til
30. júní 1977. Auk þess var athugað, hvort
upplýsingar væru skráðar hjá Landlæknis-
embætti og Rannsóknarstöð Hjartaverndar,
en svo reyndist ekki.
Sharma7 telur greiningaratriði sarcoid-
osis vera:
1. Fullnægjandi einkenni og samsvar-
andi röntgenmynd.
2. Vefjasýni með ystingarlausu granu-
loma.
3. Neikvæðar berkla- og svepparæktanir
á hráka, vefjasýni og líkamsvökva,
svo sem úr brjóstholi.
Það er augljóst, þegar tekið er tillit til
fjölda þeirra stofnana, sem hér koma við
sögu og möguleika þeirra til ofangreindra
rannsókna á liðnum árum, að ekki sýndist
kleift að fylgja svo ströngum greiningar-
reglum. Gerir það greiningu óábyggilegri,
en eykur jafnframt möguleika þess að til-
tínd séu þau tilfelli, sem fundist hafa.
Greiningu réðu einkenni og sjúkdóms-
gangur, samrýmanlegur sarcoidosis, þar
* Lyflæknisdeild Landakotsspítala.
Greinin barst ritstjórn 8/3/78. Samþykkt til
birtingar i breyttu formi 9/5/78,
sem aðrir sjúkdómar höfðu oftast verið úti-
lokaðir eða taldir ólíklegir, ásamt vefja-
greiningu hjá flestum. Sleppt var sjúkling-
um með jákvæða berklaræktun svo og út-
lendingum búsettum á íslandi. Kveim’s
próf hafði verið gert það sjaldan, að þvi
var sleppt í þessari athugun. Einn sjúk-
lingur var vefjagreindur erlendis. Þannig
fundust 39 sjúklingar. Vefjagreining var
samrýmanleg sarcoidosis í 36 sýnum frá 33
sjúklingum.
Þeir sex sem eftir voru greindust þannig:
1. 21 árs karlmaður með chorioretinitis o.u.,
uveitis granulomatosa. Raufarlampaskoðun á
augum samrýmdist sarcoidosis. Við 14 ára ald-
ur: Grófir hili á lungnamynd. Að öðru leyti
einkennalaus. Sýni frá holhandareitli sýndi ekki
sarcoidosis. Kveim’s próf jákvætt.
2. 20 ára kona með liðbólgur, erythema
nodosum, eitlastækkanir í mediastinum og peri-
hilar nodular breytingar. Öll klinisk einkenni
og röntgenbreytingar hurfu eftir 6 mánuði.
Mediastinoscopia ekki gerð að eigin ósk.
3. 57 ára kona með mæði og hósta. Rtg.:
Eitlastækkanir i báðum hili ásamt fibrosis pul-
monum. Mantoux (+) Berklaræktanir frá
hráka og magaskolvatni neikvæðar. Vaxandi
lungnaeinkenni. Lést 22 árum síðar. Vefjasýni
ekki tekið.
If. 22 ára karlmaður með eins árs sögu um
slen, svita og hósta. Rtg.: Eitlastækkanir í báð-
um hili og grófir strengir í báðum lungum. Sýni
frá supraclavicular eitli neikvætt. Mantoux +-.
Berklaræktanir neikvæðar. 9 árum síðar eru
röntgenbreytingar að nokkru gengnar til baka.
5. 51 árs kona með sögu um erythema nodos-
um og liðverki. Röntgenmynd sýndi eitlastækk-
anir í báðum hili og fingerð infiltröt í báðum
lungum. Sýni frá supraciavicular eitlum nei-
kvætt. Aðrar orsakir lið- og húðeinkenna
fundust ekki. Einkenni hurfu á nokkrum vik-
um, en um röntgenbreytingar er ekki vitað, þar
sem sjúklingur mætti ekki í eftirlit.
6. 51 árs kona með sterkar likur á Heerford’s
syndromi. 31 árs gömul: Uveitis, parotitis.