Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 183 Friðrik Guðbrandsson, Halldór Steinsen* SARCOIDOSIS INNGANGUR Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvenær sarcoidosis hefði fyrst verið greind á íslandi, hver tíðni sjúkdómsins væri og háttalag hans. Jafnframt var kann- að, hvaða byrjunareinkenni það væru, sem yllu þvi, að sarcoidosis greindist og hvernig greining hefði verið gerð. AÐFERÐIR — EFNIVIÐUR Leitað var í spjaldskrám Borgarspitala, Líknar, Berkladeildar Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur, Fjórðungssjúkrahúss Ak- ureyrar, Landakotsspítala, Landspítala, Vífilsstaðaspítala og Meinafræðideildar Rannsóknastofu Háskólans frá upphafi til 30. júní 1977. Auk þess var athugað, hvort upplýsingar væru skráðar hjá Landlæknis- embætti og Rannsóknarstöð Hjartaverndar, en svo reyndist ekki. Sharma7 telur greiningaratriði sarcoid- osis vera: 1. Fullnægjandi einkenni og samsvar- andi röntgenmynd. 2. Vefjasýni með ystingarlausu granu- loma. 3. Neikvæðar berkla- og svepparæktanir á hráka, vefjasýni og líkamsvökva, svo sem úr brjóstholi. Það er augljóst, þegar tekið er tillit til fjölda þeirra stofnana, sem hér koma við sögu og möguleika þeirra til ofangreindra rannsókna á liðnum árum, að ekki sýndist kleift að fylgja svo ströngum greiningar- reglum. Gerir það greiningu óábyggilegri, en eykur jafnframt möguleika þess að til- tínd séu þau tilfelli, sem fundist hafa. Greiningu réðu einkenni og sjúkdóms- gangur, samrýmanlegur sarcoidosis, þar * Lyflæknisdeild Landakotsspítala. Greinin barst ritstjórn 8/3/78. Samþykkt til birtingar i breyttu formi 9/5/78, sem aðrir sjúkdómar höfðu oftast verið úti- lokaðir eða taldir ólíklegir, ásamt vefja- greiningu hjá flestum. Sleppt var sjúkling- um með jákvæða berklaræktun svo og út- lendingum búsettum á íslandi. Kveim’s próf hafði verið gert það sjaldan, að þvi var sleppt í þessari athugun. Einn sjúk- lingur var vefjagreindur erlendis. Þannig fundust 39 sjúklingar. Vefjagreining var samrýmanleg sarcoidosis í 36 sýnum frá 33 sjúklingum. Þeir sex sem eftir voru greindust þannig: 1. 21 árs karlmaður með chorioretinitis o.u., uveitis granulomatosa. Raufarlampaskoðun á augum samrýmdist sarcoidosis. Við 14 ára ald- ur: Grófir hili á lungnamynd. Að öðru leyti einkennalaus. Sýni frá holhandareitli sýndi ekki sarcoidosis. Kveim’s próf jákvætt. 2. 20 ára kona með liðbólgur, erythema nodosum, eitlastækkanir í mediastinum og peri- hilar nodular breytingar. Öll klinisk einkenni og röntgenbreytingar hurfu eftir 6 mánuði. Mediastinoscopia ekki gerð að eigin ósk. 3. 57 ára kona með mæði og hósta. Rtg.: Eitlastækkanir i báðum hili ásamt fibrosis pul- monum. Mantoux (+) Berklaræktanir frá hráka og magaskolvatni neikvæðar. Vaxandi lungnaeinkenni. Lést 22 árum síðar. Vefjasýni ekki tekið. If. 22 ára karlmaður með eins árs sögu um slen, svita og hósta. Rtg.: Eitlastækkanir í báð- um hili og grófir strengir í báðum lungum. Sýni frá supraclavicular eitli neikvætt. Mantoux +-. Berklaræktanir neikvæðar. 9 árum síðar eru röntgenbreytingar að nokkru gengnar til baka. 5. 51 árs kona með sögu um erythema nodos- um og liðverki. Röntgenmynd sýndi eitlastækk- anir í báðum hili og fingerð infiltröt í báðum lungum. Sýni frá supraciavicular eitlum nei- kvætt. Aðrar orsakir lið- og húðeinkenna fundust ekki. Einkenni hurfu á nokkrum vik- um, en um röntgenbreytingar er ekki vitað, þar sem sjúklingur mætti ekki í eftirlit. 6. 51 árs kona með sterkar likur á Heerford’s syndromi. 31 árs gömul: Uveitis, parotitis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.