Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 37

Læknablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 185 frá 1974 greinast 4—6 tilfelli árlega. Þetta bendir til svipaðrar þróunar hér og annars staðar. Aukin þekking á eðli sjúkdómsins ásamt betri aðferðum til greiningar, leiðir til þess að fleiri tilfelli finnast. Ýmsum erfiðleikum er þundið að gera sér grein fyrir algengi eða nýgengi sarcoid- osis í hinum ýmsu löndum. Þó virðist sar- coidosis algengari á svæðum þar sem loft- hiti er tempraður eða kaldtempraður svo sem í Skandinavíu, Englandi og Norður- Ameríku. Misjöfn greiningaratriði og þjóð- félagshópar ásamt því, hvernig sjúklingar finnast, gera samanburð erfiðan. Sums staðar er um efnivið að ræða, sem fundinn er við fjöldaskoðanir á lungum. Annars staðar er rætt um sjúklinga, sem greindir hafa verið á sjúkrahúsum, eins og hér er gert. Á ráðstefnu í Stokkhólmi 1963 voru lagðar fram tölur um algengi sarcoidosis frá 30 löndum/’ Hæstar voru þær frá Svíþjóð, 55 og 64 af 100 þúsund fjöldaskoðuðum i tveimur rannsóknum. Yfir 20 tilfelli af 100 þúsund fundust i Noregi, Suður-írlandi og Hollandi. Milli 10 og 20 tilfelli af 100 þús- und fundust í Englandi, Norður-írlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Sviss, Júgóslavíu, Kanada og Nýja-Sjálandi. Und- ir 10 tilfelli af 100 þúsund fundust í Finn- landi, Skotlandi, Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi, Portúgal, Brasilíu, ísrael, Argentínu, Úrugúay, Japan og Ástralíu. Danir hafa rannsakað nýgengi sarcoid- osis vel.8 1961 telur Horwitz nýgengi vera 5.3 tilfelli hjá 100 þúsund íbúum, og 1967 u.þ.b. 5 tilfelli. Alsbirk finnur 3.4 tilfelli hjá 100 þúsund íbúum 1962—63. Selroos finnur nýgengi 5.3 tilfelli af 100 þúsund í- búum í Finnlandi árin 1962—1967, en al- gengi 7.5 tilfelli af 100 þúsund í fjöldaskoð- un. Danmörk og Finnland virðast því hafa verulega lægri sarcoidosis tíðni en Svíþjóð og Noregur.8 1974—1976 voru að meðaltali greind 5 tilfelli hér árlega, og enda þótt þessi at- hugun nái aðeins fram á mitt árið 1977, er vitað um þrjú önnur tilfelli greind seinni hluta ársins, þótt ekki séu þau talin með hér. Má því álykta að nýgengi hafi verið svipað 1974 til 1977 u.þ.b. 2.5 tilfelli á 100 þúsund íbúa. Erlendis hefur tíðni sarcoidosis oft verið breytileg eftir svæðum. Lausleg athugun sýnir, að flestir sjúklinga hér eru af Reykjavíkursvæðinu, nokkrir frá Akureyri. Færri af öðrum stöðum. Þar sem flutning- ur fólks hefur verið töluverður hér á milli staða og ekki hefur verið grennslast fyrir um uppruna sjúklinga, segja þessar upp- lýsingar lítið um svæðaskiptingu á íslandi. Sarcoidosis virðist geta komið á hvaða aldri sem er. Mayock4 getur sjúklinga frá 3ja mánaða til 80 ára aldurs. 41% þeirra greindist á fertugsaldri. Hér voru 15 sjúk- lingar, u.þ.b. 38.5%, milli 30 og 40 ára og 23 eða 59% undir fertugu. Sharma7 finnur 2 af hverjum 3 tilfellum undir fertugu í Kaliforniu. Aldursdreifing sýnist hér svipuð og ann- ars staðar. Sama má segja um kynskipt- ingu sem er nokkuð jöfn hjá hvítum. Mayock4 finnur meðal 1254 sjúklinga, víðs- vegar að, 60% karlmenn. í Finnlandi voru 65 og 66% sjúklinga konur eftir árum.8 Hér reyndust konur 53.8%, karlar 46.2%. Algengust byrjunareinkenni hér voru frá lungum: Mæði, takverkur, hósti hjá 47.7%. Slappleiki, hiti hjá 48.7%. Liðbólgur eða liðverkir hjá 41.0%. Sharma7 telur lungna- einkenni finnast hjá 20—50% sjúklinga. Mayock4 finnur slappleika og þreytu hjá Table II. Sex distribution of 39 patients with Sarcoidosis. No. of patients Females % 39 21 53.8 Males 18 % 46.2 Table III. Modes of presentation No. of patients % Respiratory tract symptoms/signs: 19 48.7 dyspnoea cough sputum chest pain Constitutional: 19 48.7 fever malaise Joint symptoms: 16 41.0 arthritis arthralgia Erythema nodosum: 7 17.9 Other skin eruptions: 4 10.2 Ocular symptoms: 3 7.6 uveitis granulomatosa chorioretinitis orbital tumor Found on routine examination: 3 7.6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.