Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 38

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 38
186 LÆKNABLAÐIÐ Table IV. Organ involvemcnt in 39 patients with Sarcoidosis. Intra- Peripheral thoracic lymp nodes Liver Spleen Heart Sali- Nervous vary system gland Muscle Bone Joints Eye Skin No. of patients 32 9 5 1 3 2 1 1 4 i 3 2 %o 88.9 23.1 12.8 2.5 7.7 5.1 2.5 2.5 21 2.5 7.7 5.1 43 % svo tíðni þessara einkenna sýnist ekki önnur hér. Liðeinkenni virðast hins vegar algengari hér. Mayock4 finnur liðeinkenni hjá 2.2—12% sjúklinga i hinum ýmsu könnunum, meðaltal 5.7%. Hærri tiðni er þó í Finnlandi 27%.u Athyglisvert er, að einn sjúklingur, íslenskur, hafði sarcoid breytingar í synovia, sem er mjög sjald- gæft fyrirbæri og talið algengara hjá svert- ingjum en hvitum mönnum. Áberandi er, hve byrjunareinkenni eru mismunandi eftir því hvar greining hefur farið fram. Til dæmis eru sjúklingar Berklavarnarstöðvar og Vífilsstaðasjúkrahúss allir með lungna- einkenni. Sjúklingar Landakotsspítala hafa hins vegar allir liðaeinkenni, en sjúklingar annarra sjúkrahúsa blandaðri sjúkdóms- mynd. Fjórða algengasta byrjunareinkenni var erythema nodosum, hjá 17.9%. Mayock4 getur þess, hversu algengara það er í Eng- landi, 23%, en í Bandaríkjunum 2.8%. í Finnlandi hefur erythema nodosum fundist í 49.4% tilfella. Húðeinkenni önnur en erythema nodosum voru hjá 10.2% sjúk- linga. Mayock4 getur þeirra hjá 32% sjúk- linga. Augneinkenni hér fundust hjá 7.6%, borið saman við 10% í Finnlandi og 21% hjá Mayock.4 7.6% sjúklinga fundust við almenna lungnaskoðun. Misjafnt er, hve stór hluti sjúklinga annars staðar finnast við fjölda- skoðanir. James" (Englandi) fann 19% 1956. Smellie og Hoyle'’ (London) fundu 46% 1960. Loks má geta þess, að Putkonen0 (Finnlandi) fann 1966, að röntgenbreyting- Table V. Intra-thoracic Sarcoidosis and cliest X ray (Scadding). No. of patients % Group I: Bilateral hilar adenopathy 13 40.5 Group II: BHA + lung inf.iltrates 7 21.9 Group III: Bilateral lung infiltrates 10 31.2 Group IV: Lung’ fibrosis 2 6.3 ar á lungnamynd voru einu einkenni sarcoidosis hjá 27% sjúklinga. Hópskoðanir á lungum hófust 1936 á vegum Líknar á íslandi. Var aðallega not- uð skyggning fram til 1945. Þá voru allir Reykvíkingar athugaðir og þeir, sem voru yfir 20 ára aldri, eða tuberculin jákvæðir milli eins og tuttugu ára aldurs, röntgen- myndaðir. Alls voru 43595 einstaklingar skoðaðir með tuberculin prófi eða röntgen- myndatöku. Frá 1948 hefur Berklavarnardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur framkvæmt minni hópskoðanir með röntgenmyndatöku af lungum. S.l. 10 ár 6000 til 8000 myndir árlega. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur frá 1967 gert hópskoðun með lungnamynda- töku á úrtaki fólks fæddu 1907—1935, bú- settu á Reykjavíkursvæði, alls 17380 ein- staklingum. Mætingarhlutfall var 70— 76%.8 Þessar hópskoðanir voru ekki gerðar sérstaklega m.t.t. sarcoidosis. Engu að síður er sjúkdómsnýgengi hérlendis áberandi lágt, þegar tekið er tillit til fjölda skoð- aðra. Lungna- og hilusbreytingar á röntgen- mynd fundust hjá 88.9%, þeirra, sem mynd- aðir voru. Er það ekki langt frá þeim 90% sem Sharma7 gefur upp. í þeim efnivið, sem hér er til umræðu, hafa ekki fundist einkenni hjartasjúkdóms sem rekja má örugglega til sarcoidosis. Einn sjúklingur með sarcoid-breytingar í vöðva hafði jafn- framt myocarditis (krufning) án sarcoid- breytingar. Tveir sjúklingar höfðu greinrof og einn A-V rof, sem þekkt var fyrir. May- ock lýsir hjartaeinkennum hjá 5.1%. Eru það sumpart myocardial breytingar, leiðslu- og sláttartruflanir, sumpart afleiðingar lungnasjúkdóms. Lifrarstækkun höfðu 12.8% og miltisstækkun 2.5%. Hliðstæðar tölur í athugun Mayocks eru 21% og 18%. Enginn hafði nýrnasjúkdóm. Tveir sjúk-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.