Læknablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 48
190
LÆKNABLAÐIÐ
stíflueinkenni. Magaspeglun (gastroscopia)
var gerð aðeins stöku sinnum fyrir árið
1970, en í flestum tilvikum reglulega frá
árinu 1972. Verður af þessari ástæðu ekki
gerð sérstök grein fyrir niðurstöðum maga-
speglunar hér.
EFNIVIÐUR
Kannaðar voru rækilega sjúkraskýrslur
allra þeirra sjúklinga, sem vistaðir voru á
lyflækningadeild Heilsuverndarstöðvar og
síðar Borgarspítalans frá árinu 1956—1975
að báðum árum meðtöldum, samtals 20 ár,
og höfðu greininguna ulcus pepticum, hae-
matemesis og melaena. Þeir sjúklingar
voru eingöngu teknir með, sem höfðu góð
einkenni um magasár og röntgenmynd af
maga, sem staðfesti sárið. Ýmsir aðrir
þættir voru kannaðir, svo sem magasýrur,
tóbaksneyzla, fylgikvillar og aðrir melting-
Figure I.
Keptic olcek
J WHITÍ AHCA ■■ WOMIN
5HAÞE0 AREA : MEN
arsjúkdómar. Verður drepið lauslega á
suma þessa þætti. Ennfremur voru allir
þeir sjúklingar í þessum efnivið fundnir
með hjálp tölvu Borgarspítalans og Krabba-
meinsleitarstöðvarinnar sem skráðir höfðu
verið með magakrabbamein á þessu tíma-
bili fram til ársloka 1976, og verður gerð
stuttlega grein fyrir þeim í lokin. Tilgang-
urinn með síðastnefndri athugun var fyrst
og fremst sá, að kanna í fyrsta lagi, í hve
mörgum tilvikum magasársgreiningin
reyndist röng og hins vegar, hvort maga-
sárssjúklingar fengju magakrabbamein síð-
ar á ævinni, og þegar um það var að ræða,
hvort samhengi reyndist vera milli stað-
setningar magasársins í upphafi og mynd-
un krabbameins síðar, og þá ekki sízt hvort
eitthvað kæmi fram, sem benti til þess, að
magakrabbamein væri tíðara hjá sjúkling-
um, sem áður höfðu haft magasár.
NIÐURSTÖÐUR
Á þessu árabili (20 árum) fundust alls
1067 sjúklingar með magasár, 628 karlar
(tæplega 59%) og 439 konur (rúmlega
41%).
Á töflu I sést aldursdreifing alls hópsins
og á mynd I sést aldursdreifing beggja
kynja án tillits til staðsetningar sárs. Fram
kemur af töflu I, að flestir sjúklinganna eru
í aldurshópnum 41—60 ára, eða 44.1%,
næstflestir í aldurshópnum 21—40 eða
29.8%. Athyglisverður er aldurshópurinn
undir 20 ára, eða 5.5%, yngsti sjúklingur-
inn reyndist 10 ára, en sá elzti 90 ára.
Af mynd I sést að flestir karlar eru í
aldurshópnum 41—50 ára, eða 157, 25%
allra karla, næstflestir í aldursflokknum
31—40, eða 140, 22.3% allra karla. Flestar
konur eru í aldursflokknum 51—60 ára,
eða 112, og 41—50 ára, eða 111, um 25.5%
í báðum þessum aldursflokkum. Ennfrem-
ur kemur glöggt fram, að í yngri aldurs-
Table I. Pept-ic ulccr.
Age distribution Men and women
Age Number Percent
0—20 26 patients 5.5%
21—40 318 patients 29.8%
41—60 503 patients 44.1%
61 + 220 patients 20.6%
Total 1067 100%