Læknablaðið - 01.12.1978, Side 81
LÆKNABLAÐIÐ
211
ustu 4—5 árin, bæði tæki sem eru notuð
við rannsóknir tengdar daglegri þjónustu
og einnig tæki, sem þarf til að stunda
erfðarannsóknir.
Mest munar um sjálfvirka blóðþvotta-
skilvindu og vél til mótefnagreiningar og
mótefnamælinga. Þessi tæki eru sérstak-
lega hjálpleg við Rhesus-vamir, sem Blóð-
bankinn annast fyrir allt landið hvað
snertir blóðflokkun og mótefnarannsóknir.
Blóðrauðamælir, sem lesa má af blóð-
magnsgildi í grömmum telst til meiriháttar
framfara við slíkar mælingar á blóðgjöf-
um.
Djúpfrystiskápur hefur verið keyptur
með styrk frá Erfðafræðinefnd Háskólans
og Vísindasjóði Landspítalans. Hann er sér-
staklega þarfur við varðveislu á greining-
arefnum og til geymslu á sýnishornum af
blóðvatni og frumum til lengri tíma.
Nákvæm vigt hefur verið keypt til að
gera mögulegt að búa til rannsóknarupp-
lausnir til nota við rafdráttarrannsóknir.
Starfslið og starfsemi
Á síðustu 6 árum hefur deildarskipting
Blóðbankans verið að festast í sessi með
fjölgun starfsliðs. Skrifstofudeild, blóð-
tökudeild og rannsóknadeild eru megin
starfseiningarnar, sem tengdar eru blóð-
bankaþjónustunni. Nýrri deild var komið
á fót fyrir 3 árum: Erfðarannsóknadeild
með, sérstökum deildarstjóra. Alls eru um
22—24 starfandi í Blóðbankanum að jafn-
aði.
Með eflingu starfsliðsins, umbótum á
húsnæði og tækjabúnaði hefur Blóðbank-
inn á síðustu árum vaxið að hæfni til að
takast á við fleiri og fjölþættari rannsókna-
verkefni en áður.
Blóðflokkarannsóknir hafa verið auknar
og gerðar ítarlegri, samræmingapróf hafa
verið bætt og mótefnarannsóknir auknar
og Rhesus-varnir hafa eflst. Smitvarnir
með tilliti til Australíu-antigen og sára-
sóttar hafa verið bættar. Rannsóknir á ó-
næmisefnum hjá blóðgjöfum og Rh-nei-
kvæðum konum hafa farið fram.
Unnið er að framkvæmd rannsóknaáætl-
ana, sem gerðar hafa verið um sérstaka
sjúkdóma og sjúkdómaflokka. Þar má
minna á rannsóknir á: Arfgengum göllum
á rauðum blóðkornum, blæðingasjúkdóm-
um eins og Von Willebrandssjúkdómi og
beinbrotasýki (osteogenesis imperfecta).
Vefjaflokka- og próteinrannsóknir, sem
unnar hafa verið síðustu þrjú ár í Blóð-
bankanum hafa þegar veitt verðmætar
upplýsingar um gigtsjúkdóma, sykursýki
og fleiri sjúkdóma. Þessar rannsóknir hafa
tengst starfi á sjúkradeildum Landspítal-
ans og komið af stað og styrkt samvinnu
um meiriháttar læknisfræðilegar rann-
sóknir, sem víst má telja að verði Land-
spítalanum og fleiri sjúkrahúsum til efl-
ingar. Réttarlæknisfræðirannsóknir hafa
einnig notið góðs af rannsóknarstarfi
Blóðbankans. Samvinna Blóðbankans við
Erfðafræðinefnd Háskólans hefur verið
veigamikill þáttur í rannsóknarstarfinu
frá 1972.
Erlend samvinna
Mikið af rannsóknastarfi, sem unnið hef-
ur verið í Blóðbankanum síðustu ár, hefði
verið óframkvæmanlegt, ef ekki hefði not-
ið við margra ágætra erlendra samstarfs-
manna, stofnana og fyrirtækja. Dýr grein-
ingarefni hafa verið gefin til vefjaflokka-
greininga og próteinrannsókna, mörg hver
ófáanleg á alþjóðlegum markaði. Ráðlegg-
ingar þessara aðila og langvinn skoðana-
skipti um viðfangsefni hafa verið ómiss-
andi liður í rannsóknarstarfinu.
Þakkarorð
Blóðbankinn sendir blóðgjöfum og sam-
starfsmönnum öllum hérlendis og erlendis
bestu þakkir á þessum tímamótum.
Ólafur Jensson.