Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 6
60
LÆKNABLAÐIÐ
^ med kvedju frá höfundi
JJ RIT SEND LÆKNABLAÐINU
Elemental Diets, Panereatico-Biliary Secre-
tions and Gastro-Intestinal Hormones,
T. Panayiotides, N. Christofides, O.G.,
Björnsson, S.R., Bloom and V.S., Chad-
wick, Department of Medicine, Royal
Postgraduate Medical School, London
W12 OHS. Gut 20(5):A449, 1979.
Over-AU Accuracy of 99mTc-Pertechnetate
Brain Scanning for Brain Tumours —
Study of 471 Patients. From the Depart-
ment of Nuclear Medicine, Landspítalinn,
Reykjavík, Iceland. Björnsson, O.G., E.
Pétursson, B. Sigurbjörnsson and D.
Davídsson. Nucl. Band XVII/Heft 6 1978.
Reykingavenjur barna og unglinga í Barna-
skóla Akraness, Gagnfræðaskóla Akra-
ness og Leirárskóla (Heiðarskóla). (20
síður). Guðbrandur Kjartansson, Reynir
Þorsteinsson, Guðmundur Árnason.
Magnús Ketilsson — and Icelandic „bac-
teriologist“ of the 18th century, by Bald-
ur Johnsen. Reprinted from Nordisk
Medicinhistorisk Ársbog 1978. í
„CANDIDA MEDRANO DE MERL0“
MEDICAL RESEARCH FOUNDATION
Læknablaðinu hefur borizt bréf frá
spænska sendiráðinu í Osló. Fylgja því
„Conditions of the Third Convocation
(1979/80) to the Annual Prize „Candida
Medrano de Merlo“.
Rítgerðir í samkeppni þessari eiga að
fjalla um: „Research work on hepatology
and related problems". Ritgerðum ber að
skila á spönsku. Verðlaun í samkeppninni
eru tvöhundruð og tuttuguþúsund pesetar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu læknafé-
laganna.
FRÁ DÝRALÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS
Stjórn Dýralæknafélags íslands fer hér
með fram á að fá eftirfarandi athugasemdir
birtar í Læknablaðinu.
Á aðalfundi Dýralæknafélags íslands í
ágúst mánuði s.l. komu fram upplýsingar
um, að nokkrir læknar afhentu lyf til notk-
unar fyrir dýr.
Stjórn D.í. hefur athugað þetta mál nán-
ar og hefur vissu fyrir, að ofangreindar
ásakanir hafa við rök að styðjast. Hér er
um að ræða ýmis konar fúkkalyf, promasin
præparöt o.fl. Lög um dýralækna taka
hreinlega af skarið um, að hér er ekki farið
að lögum.
Það er ekki ætlun Dýralæknafélagsins,
að láta þetta mál ganga lengra, við viljum
aðeins vekja athygli lækna á ólögmæti
þessara hluta með það í huga, að affæra-
sælast er, að hver haldi sig við sitt svið á
tímum sérvæðingar.
Virðingarfyllst,
Jón Pétursson, form. D.í.