Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 56
90
LÆKNABLAÐIÐ
Dr. Gunnlaugur Snædal, formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur, flytur ávarp sitt á
hátíðarfundi félagsins í Norræna húsinu. Á fundinum voru um sextíu manns.
(Ljósm. Jóhannes Long).
víkur var minnst með hátíðarfundi í
Norræna húsinu 9. mars og læknaráð-
stefnu að Hótel Loftleiðum daginn eftir.
Á þessum tímamótum voru fjórir úr
fyrstu stjórninni kjörnir heiðursfélagar,
þau Ólafur Bjarnason, Gisli Fr. Petersen,
Sveinbjörn Jónsson og Sigríður Eiríksdótt-
ir. jr.
Ályktun aöalfundar 8. mars 1979
Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur,
haldinn að Suðurgötu 22, fimmtudaginn 8. mars
1979, vill i tilefni af 30 ára afmæli félagsins
þakka landsmönnum það mikilsverða lið sem
þeir hafa veitt málefnum samtakanna.
Á þessum tímamótum vill félagið vekja at-
hygli á eftirfarandi:
1. Fræðsla um krabbamein og krabbameins-
varnir hefur frá upphafi verið megin þáttur
í starfsemi Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Reynslan hefur sýnt fram á margvíslegan
árangur þessa starfs. Almenningur sýnir æ
meiri árvekni um byrjunareinkenni sjúk-
dómsins en það flýtir fyrir greiningu hans
og eykur batahorfur. Jafnframt hefur af-
staða til sjúkdómsins breyst í þá veru að
minna gæti ótta en meira raunsæis í við-
horfum til krabbameins. Fundurinn leggur
áherslu á að hvergi verði slakað á fræðslu-
starfinu en það aukið og eflt.
2. Fundurinn fagnar þeim árangri sem náðst
hefur í baráttunni gegn reykingum barna
og unglinga eins og m.a. ný könnun á reyk-
ingavenjum grunnskólanemenda í Reykjavík
hefur leitt í ljós. Frumkvæði félagsins og
starf þess að reykingavörnum, sem einnig
eru mikilvægar krabbameinsvarnir, á drjúg-
an þátt í þessum árangri. Haldi svo fram sem
horfir er fyrsta reyklausa kynslóðin senn í
sjónmáli.
3. Undanfarið hefur á vegum heilbrigðisráðu-
neytisins verið unnið að tillögum um fram-
tíðarskipan krabbameinslækninga og eftir-
lits með krabbameinssjúklingum í landinu.
Á grundvelli þessara tillagna má búast við
ákvörðunum sem gætu markað tímamót i
þessum efnum. Fundurinn heitir á stjórnvöid
og almenning að stuðla að jjví að svo verði
og felur stjórn félagsins að fylgja málinu
fast eftir.
4. Fundurinn bendir á þá staðreynd að Krabba-
meinsskrá Krabbameinsfélags Islands hefur
getið sér orð fyrir að vera ein hin besta i
heiminum og að hér á landi eru einstakir
möguleikar til rannsókna i faraldsfræði.
Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum
til stjórnar félagsins að hún stuðli að þvi
eftir föngum að komið verði á fót stofnun
sem hafi slíkar vísindalegar krabbameins-
rannsóknir að höfuðverkefni.
5. I tilefni af 30 ára afmæli Krabbameinsfélags
Reykjavíkur heimilar fundurinn stjórn fé-
lagsins að verja tíu milljónum króna til
framgangs verkefna sem um ræðir í 3. og
4. lið þessarar ályktunar.