Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 52
86
LÆKNABLAÐIÐ
til 137 íþróttamanna. Þeir skiptast eftir
íþróttagreinum í 82 knattspyrnumenn á
aldrinum 11—35 ára, 37 handknattleiks-
menn 18—30 ára og 18 hlaupara 15—32
ára. Nánar er greint frá tveimur fyrri hóp-
unum í töflum 1 og 2 og þriðja hópnum í
töflu 3, og má þar sjá fjölda í hverjum ald-
urshópi ásamt hæð og þyngd. Aðeins 3
konur, allar hlauparar, voru í hópnum.
Knattspyrnumennirnir voru aðallega úr
tveim knattspyrnufélögum í Reykjavík og
nágrenni, allt frá 5. flokki og upp í meist-
araflokk. Handknattleiksmennirnir voru
allir í meistaraflokki og nokkrir þeirra
einnig í landsliði. Hér var því um íþrótta-
menn í allgóðri þjálfun að ræða, a.m.k. á
íslenskan mælikvarða.
Hlaupararnir skiptust í spretthlaupara,
millihlaupara, millilanghlaupara og lang-
hlaupara, eins og fram kemur í töflu 3. Að
minnsta kosti 10 af þessum 18 hlaupurum
voru í allgóðri þjálfun, þegar prófun fór
fram. Til marks um þjálfun þeirra má
hafa, að algengt var, að hlauparar í milli-
vegalengdum hlypu 100 km á viku. Knatt-
spyrnumennirnir eru langf jölmennasti hóp-
urinn, og nær hann yfir stærst aldursbil.
Séu sambærilegri aldursflokkar hópanna
TABLE 1
Soccer players. Mean values and standard
deviation.
Agc n Weight (kg) Height (cm)
11—12 ' 17 40.7 ± 6.4 151.7 ± 7.1
13—14 11 49.7 ± 8.3 163.2 ± 10.2
15—16 10 67.9 ± 9.6 178.4 ± 7.9
17—18 14 68.0 ± 7.5 177.9 ± 7.0
19—20 5 73.7 ± 4.7 180.7 ± 2.6
21—25 21 73.8 ± 5.3 180.5 ± 4.5
26—30 2 80.5 ± 6.4 179.8 ± 3.2
31—35 2 83.3 ± 2.5 182.0 ± 10.6
82
TABLE2
Handball players. Mean values and
standard deviation.
Age n Weight (kg) Height (cm)
17—18 4 70.8 ± 6.7 180.8 ± 5.9
19—20 6 72.2 ± 6.5 186.5 ± 2.8
21—25 21 80.9 ± 8.0 184.3 ± 6.5
26—30 6 81.8 ± 7.0 183.0 ± 6.2
37
bornir saman, sést að hlaupararnir hafa að
meðaltali minnsta líkamsþyngd, en hand-
knattleiksmennirnir mesta. Líkamshæð er
hinsvegar áþekk. Eftirtektarvert er, að
þeir unglingar er skipa 15—16 ára aldurs-
flokk knattspyrnumanna eru óvenju stór-
vaxnir svo sem meðaltöl hæðar og þyngdar
gefa til kynna, en þau eru allmiklu hærri
en meðalgildi annarra jafnaldra (óbirtar
rannsóknir höfunda).
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður súrefnismælinganna, fyrir
hvern hóp íþróttafólksins eru birtar i
töflum 4, 5 og 6. Þar eru sýnd meðalgildi
súrefnisneyslu við mesta álag (Vo2 1/mín)
og sem neysla á hverja einingu líkams-
þunga (Vo2 ml/kg x mín). Fyrri stærðin
verður hér eftir nefnd þrektala, en sú síðari
þjálfunartala. í sömu töflum er að finna
meðalgildi mesta hjartsláttarhraða.
í töflu 6 er einstaklingum ekki skipað í
aldursflokka vegna fæðar. Hjartsláttar-
hraði bendir eindregið til þess, að fullt á-
lag hafi náðst í nær öllum tilvikum, en
TABLE3
Runners.
Age weight (kg) height(cm)
MALES
Sprinters (60—400 m)
15 76.5! 178.5
18 75.0 187.5
20 73.5 184.0
21 72.5 181.5
Middle distance (400— -1500 m)
18 72.5 182.0
20 85.0 191.5
20 69.5 179.0
21 81.0 194.5
21 63.0 171.5
21 61.0 171.5
Middle long distance (800—3000 m)
16 69.5 183.0
20 59.0 170.5
Long distance (1500— -10000 m)
19 70.0 177.0
19 68.0 176.5
32 76.0 176.5
FEMALES
Sprinters (60—400 m)
18 60.0 173.0
21 62.0 172.5
Middle distance (400— -1500 m)
18 61.5 174.0