Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 85 Ólafur M. Hákansson, Stefán Jónsson, Jóhann Axelsson* ÞREKMÆLINGAR Á ÍÞRÖTTAFÓLKI INNGANGUR Hæfni hjarta- og blóðrásarkerfis til að flytja súrefni til vöðva, ásamt getu vöðv- anna til að nýta það, er snar þáttur í þreki hvers einstaklings. Þrek manna má því meta með því að mæla viðbrögð þessara líkamskerfa við stigvaxandi áreynslu. Slíkar þrekmælingar, jafnt á heilbrigðum sem sjúkum eru hinar gagnlegustu, enda hafa þær verið gerðar um áratugaskeið í nágrannalöndum okkar. Hér á landi hefir hins vegar verið fátt um rannsóknir af þessu tagi, þar til á síðustu árum, að Rann- sóknastofa Háskólans í lífeðlisfræði hóf slíkar athuganir. Þó gerði Benedikt Jakobsson,8 íþróttakennari Háskólans, þrekmælingar á iþróttamönnum í nokkr- um mæli á árunum 1958—1962. Þær at- huganir munu, eftir því sem okkur er kunnugt, vera þær einu, sem birtar hafa verið hér á landi til þessa. Til þrekmælinga má beita ólíkum tækj- um og aðferðum,2 913 eftir aðstæðum þeirra, sem mælingarnar eru gerðar á. Tæki til álags eru þó einkum tvenns kon- ar, þrekmælir eða hjól (ergometer) og hlaupareim (treadmill). Mest eru notaðar tvær aðferðir. Beita má svokallaðri ó- beinni mælingu,3 4 þar sem hjartsláttar- hraðinn við stígandi álag er einn mældur. Aðferð þessi er fremur ónákvæm til mats á þjálfunarstigi hjarta og blóðrásarkerfis vegna þess hve hjartsláttarhraði við á- reynslu er einstaklingsbundinn. Svonefnd bein mæling er nákvæmari. Þá er mæld súrefnisneysla einstaklings við mesta þol- anlegt álag.3 7 Slíkar mælingar hafa nú verið notaðar til könnunar á þrekþjálfun íþróttamanna. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim þrekmælingum, er fram hafa farið á íslenskum íþróttamönnum á * Frá Rannsóknarstofu Háskólans í lífeðlis- fræði. Rannsóknastofu Háskólans í lífeðlisfræði. Þessar athuganir voru flestar gerðar á ár- unum 1975—1976, sem þjónusturannsókn- ir í þágu íslenskrar íþróttahreyfingar. Þrek var reiknað út frá súrefnisneyslu við mesta þolanlegt álag fyrir hvern og einn. Þessari aðferð hefur ekki verið beitt áður hér á landi. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR Til rannsóknanna var notuð sérsmíðuð tækjasamstæða frá Arbetsfysiologisk Institut í Osló. Um er að ræða þolhjól með mekaniskri viðnámsstillingu ásamt bún- aði til söfnunar á útöndunarlofti. Vinnu- og loftsöfnunartími ásamt öndunartíðni og snúningsfjölda hjólsins var mældur með sjálfvirkum útbúnaði. Hver einstaklingur var látinn erfiða við þrjú álagsstig. Álags- stigin voru þannig valin að 1. stig væri nærri 50% og miðstig nærri 75% af mesta áætlaða álagsþoli viðkomandi.4 Lokastig næst með því að auka enn viðnám hjóls- ins, auk þess sem einstaklingurinn er hvattur til að auka stighraðann sem mest hann má, þar til hann er að lotum kom- inn. Súrefnisneysla var mæld með því að safna útöndunarlofti í ákveðinn tíma í lok hvers álagsstigs í svokallaða Douglaspoka. Lofti var safnað á 2 síðustu mín. 1. og 2. álagsstigs og Vz—1 mín. í lok síðasta á- lags. Magn þess var mælt með sérstökum loftmæli (blautmæli) og remma súrefnis- og koltvísýrings í útöndunarloftinu greind með Scholander-aðferð. Fyrir áreynslu var tekið hjartarit og mældur blóðþrýstingur hjá þeim einstaklingum, er voru yfir tví- tugt. Meðan á áreynslu stóð, var hraði hjartsláttar mældur með síritun hjartarits og fylgst með því, hvort hjartaritsbreyt- ingar kæmu fram. Þær þrekmælingar, sem hér er greint frá, og fram fóru á umræddu tímabili, ná
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.