Læknablaðið - 01.04.1979, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ
85
Ólafur M. Hákansson, Stefán Jónsson, Jóhann Axelsson*
ÞREKMÆLINGAR Á ÍÞRÖTTAFÓLKI
INNGANGUR
Hæfni hjarta- og blóðrásarkerfis til að
flytja súrefni til vöðva, ásamt getu vöðv-
anna til að nýta það, er snar þáttur í þreki
hvers einstaklings. Þrek manna má því
meta með því að mæla viðbrögð þessara
líkamskerfa við stigvaxandi áreynslu.
Slíkar þrekmælingar, jafnt á heilbrigðum
sem sjúkum eru hinar gagnlegustu, enda
hafa þær verið gerðar um áratugaskeið í
nágrannalöndum okkar. Hér á landi hefir
hins vegar verið fátt um rannsóknir af
þessu tagi, þar til á síðustu árum, að Rann-
sóknastofa Háskólans í lífeðlisfræði hóf
slíkar athuganir. Þó gerði Benedikt
Jakobsson,8 íþróttakennari Háskólans,
þrekmælingar á iþróttamönnum í nokkr-
um mæli á árunum 1958—1962. Þær at-
huganir munu, eftir því sem okkur er
kunnugt, vera þær einu, sem birtar hafa
verið hér á landi til þessa.
Til þrekmælinga má beita ólíkum tækj-
um og aðferðum,2 913 eftir aðstæðum
þeirra, sem mælingarnar eru gerðar á.
Tæki til álags eru þó einkum tvenns kon-
ar, þrekmælir eða hjól (ergometer) og
hlaupareim (treadmill). Mest eru notaðar
tvær aðferðir. Beita má svokallaðri ó-
beinni mælingu,3 4 þar sem hjartsláttar-
hraðinn við stígandi álag er einn mældur.
Aðferð þessi er fremur ónákvæm til mats
á þjálfunarstigi hjarta og blóðrásarkerfis
vegna þess hve hjartsláttarhraði við á-
reynslu er einstaklingsbundinn. Svonefnd
bein mæling er nákvæmari. Þá er mæld
súrefnisneysla einstaklings við mesta þol-
anlegt álag.3 7 Slíkar mælingar hafa nú
verið notaðar til könnunar á þrekþjálfun
íþróttamanna. Hér á eftir verður gerð
grein fyrir þeim þrekmælingum, er fram
hafa farið á íslenskum íþróttamönnum á
* Frá Rannsóknarstofu Háskólans í lífeðlis-
fræði.
Rannsóknastofu Háskólans í lífeðlisfræði.
Þessar athuganir voru flestar gerðar á ár-
unum 1975—1976, sem þjónusturannsókn-
ir í þágu íslenskrar íþróttahreyfingar. Þrek
var reiknað út frá súrefnisneyslu við mesta
þolanlegt álag fyrir hvern og einn. Þessari
aðferð hefur ekki verið beitt áður hér á
landi.
RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR
Til rannsóknanna var notuð sérsmíðuð
tækjasamstæða frá Arbetsfysiologisk
Institut í Osló. Um er að ræða þolhjól með
mekaniskri viðnámsstillingu ásamt bún-
aði til söfnunar á útöndunarlofti. Vinnu-
og loftsöfnunartími ásamt öndunartíðni og
snúningsfjölda hjólsins var mældur með
sjálfvirkum útbúnaði. Hver einstaklingur
var látinn erfiða við þrjú álagsstig. Álags-
stigin voru þannig valin að 1. stig væri
nærri 50% og miðstig nærri 75% af mesta
áætlaða álagsþoli viðkomandi.4 Lokastig
næst með því að auka enn viðnám hjóls-
ins, auk þess sem einstaklingurinn er
hvattur til að auka stighraðann sem mest
hann má, þar til hann er að lotum kom-
inn. Súrefnisneysla var mæld með því að
safna útöndunarlofti í ákveðinn tíma í lok
hvers álagsstigs í svokallaða Douglaspoka.
Lofti var safnað á 2 síðustu mín. 1. og 2.
álagsstigs og Vz—1 mín. í lok síðasta á-
lags. Magn þess var mælt með sérstökum
loftmæli (blautmæli) og remma súrefnis-
og koltvísýrings í útöndunarloftinu greind
með Scholander-aðferð. Fyrir áreynslu var
tekið hjartarit og mældur blóðþrýstingur
hjá þeim einstaklingum, er voru yfir tví-
tugt. Meðan á áreynslu stóð, var hraði
hjartsláttar mældur með síritun hjartarits
og fylgst með því, hvort hjartaritsbreyt-
ingar kæmu fram.
Þær þrekmælingar, sem hér er greint
frá, og fram fóru á umræddu tímabili, ná