Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ
99
Einar Baldvinsson*
ROF Á SLEGLASKIPT HJARTANS EFTIR HJARTADREP
INNGANGUR
Rof á sleglaskipt hjartans (septum inter-
ventriculare) er sjaldgæfur fylgikvilli
(complicatio) hjartadreps. Talið er, að 1—
2% sjúklinga með hjartadrep fái þennan
fylgikvilla.3 Dánartala er mjög há og deyja
46% sjúklinga innan viku, um það bil 90%
innan mánaðar og 93% innan árs, ef ekki
er reynt að grípa til skurðaðgerðar.5
Hér verður greint frá sérstæðu sjúkra-
tilfelli með rofi á sleglaskipt hjartans eftir
hjartadrep án stíflu í kransæðum, en eitt
slíkt sjúkratilfelli hefur verið skráð í lækn-
isfræöitímarit á ensku og norðurlandamál-
um fram til þessa.4
SJÚKRASAGA
54 ára kona, innlögð á skurðdeild Borgar-
spítalans 13. ágúst 1975 vegna gallsteina.
Auk nokkurra ára sögu um dæmigerð gall-
kveisuköst var saga um væga mæði og ó-
ljós ónot undir bringubeini við áreynslu.
Skoðanir í rannsóknarstofu Hjartaverndar
1968 og 1972 leiddu í ljós vægan háþrýst-
ing. Ekki heyrðust nein óhljóð við hjarta-
hlustun.
Skoðun við komu á Borgarspítalann
leiddi í ljós ljós blóðþrýsting 190/100, en
var annars eðlileg. Hjartarafrit og röntgen-
mynd af hjarta og lungum innan eðlilegra
marka.
Þann 15. ágúst var gallblaðra með mörg-
um litlum gallsteinum fjarlægð og gekk
aðgerðin vel, nema blóðþrýstingur hækk-
aði talsvert í miðri aðgerð og mældist um
tíma 240/140. Nokkrum klukkutímum eftir
aðgerðina var tekið hjartarafrit vegna
aukaslaga (extrasystolia ventricularis), sem
sýndi merki um ferskt hjartadrep í fram-
vegg og sleglaskipt hjartans (mynd I).
Aukaslögin hurfu fljótlega við inngjöf á
* Frá lyflækningadeild Borgarspitalans.
Breinin barst ritstjóm 14/2 1979, send í prent-
smiðju 21/2 1979.
Lidocain í æð og heilsaðist konunni ágæt-
lega fyrstu dagana eftir aðgerð. Blóðþrýst-
ingur, sem var orðinn eðlilegur við lok að-
gerðar, hélst eðlilegur án blóðþrýstings-
lyfja. Á 12. degi fór konan að kvarta um
mæði við litla áreynslu og komu þá í ljós
greinileg merki um vinstri og hægri hjarta-
bilun. Broddsláttur fannst lyftandi í vinstri
fremri axillarlínu í 6. millirifjabili. Við
vinstri brjóstbeinsrönd í 4. og 5. millirifja-
bili fannst einnig greinilegur titringur
(thrill) í systolu. Hjartsláttur var reglu-
legur 104/mínútu. í 4. og 5. millirifjabili
við vinstri brjóstbeinsrönd heyrðist við
hlustun í öll'u útfalli (systolu) óhljóð að
styrkleika 4/6,.en það heyrðist einnig með
sama styrkleika yfir hjartatoppi (apex
cordis) ásamt áberandi „gallop“ óhljóði.
Fín slímhljóð heyrðust yfir neðanverðum
lungum. Blóðþrýstingur mældist 145/95.
Röntgenmynd af hjarta og lungum sýndi
að hjartað hafði stækkað verulega og merki
um byrjandi lungnabjúg. Hafin var með-
ferð með digoxin og furosamid (Lasix) með
ágætri svörun.
Mynd I. — Hjartarafrit tekið nokkrum
klukkustundum eftir aðgerð. Greinileg
merki um ferskt hjartadrep í sleglaskipt
hjartans.