Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 40
80
LÆKNABLAÐIÐ
og kenningar, hversu góðar sem þær eru,
geta ekki sýnt okkur skipan heimsins til
neinnar hlítar, þá hljótum við að viður-
kenna um leið að hið raunverulega sam-
ræmi sem ríkir í heiminum er æðra öllum
fræðum okkar, tækni og vísindum: að vís-
indin með öllum sínum aðferðum og rök-
vísi hljóta að leitast við að virða þá óend-
anlegu fjölbreyttu heild sem heimurinn er
— og sem þau sjálf eru hluti af.
í þessu sambandi hefur læknisfræðin
algjöra sérstöðu meðal vísindanna. Grund-
vallarhugtök hennar um heill og heilbrigði
geta verið leiðarljós allra vísinda, skyn-
samlegar viðmiðanir um markmið þeirra
og leiðir almennt og yfirleitt, vegna þess
að þessi hugtök eiga ekki aðeins við ástand
lífvera, heldur einnig skipan þjóðfélags-
mála og skipan vísindanna sjálfra sem eru
hluti af lifríki náttúrunnar. Við getum
ekki haft neinar tæmandi lýsingar á því í
hverju heill og heilbrigði í náttúrunni eru
fólgin — ekki fremur en læknavísindin
geta nokkurn tíma sagt okkur hvenær
maður er fullkomlega heilbrigður — en
einmitt af þeim sökum skiptir virðingin
fyrir lífinu og tilverunni öllu máli í vís-
indum. í þeim skilningi eru öll vísindi sið-
vísindi með læknisfræðina í broddi fylk-
ingar.
TILVITNANIR OG ATHUGASEMDIR
1. Sbr. um þessa þrískiptingu Edmund D.
Pellegrino: „Philosophy of Medicine: Pro-
blematic and Potential" í Tlie JournaZ of
Medicine and Philosophy, (Published for
the Society for Health and Human Values
by the University of Chicago Press),
Volume 1, Number 1, bls. 16-17.
2. Sbr. auglýsingu í sjónvarpi þar sem kveðið
var svo að orði að það sé „læknisfræðilega
sannað að..— Hér hefur orðasambandið
„læknisfræðilega sannað að...“ þótt sterk-
ara en ofnotaða orðasambandið „vísinda-
lega sannað“.
3. Gylfi Þ. Gíslason: „Vísindalegt þjóðfélag",
í SamtíÖ og Saga, Reykjavík 1951, bls. 51-
77.
4. Max Weber: „Starf fræðimannsins" í
Mennt og máttur, Reykjavik 1973, bls. 69-
115.
5. Finn Jörgensen bendir á þennan greinar-
mun í grein sem nefnist „Videnskabens
værdier" í Ugeskrift for Lœge, 134, nr. 12,
bls. 625-628, 1972.
6. Páll Skúlason: Hugsun og veruleiki,
Reykjavík 1975, bls. 96.
7. Jean-Paul Sartre: L’existentialisme est un
humanisme, Paris 1946.
8. Albert Camus: Le mythe de Sisyphe, Paris
1942.
9. Þetta orð, sjálfdæmishyggja, mun Brynj-
ólfur Bjarnason fyrstur hafa notað um það
sem á erlendum málum er nefnt subjektiv-
ismi.
10. Karl Popper: „Die Logik des Sozialwissen-
schaften" i Der Positivismusstreit in der
deutschen Soziologie, Neuwied 1969, bls
103.
11. Stutta greiningu og gagnrýni á það við-
horf í vísindum að þau skuli einkum fást
við hið „almenna", en ekki einstök fyrir-
bæri — og sérstöðu vísinda sem fást við
hið einstaka — er að finna i ritgerð eftir
Samuel Gorovitz og Alasdair Maclntyre:
„Toward a Theory of Medical Fallibility"
í The Journal of Medicine and Philosopliy,
Vol. 1, nr. 1, bls. 51-71. -— Ritgerð þessi
hefur verið höfð hér til hliðsjónar, þó að
greiningum höfunda hafi ekki verið fylgt,
enda er meginefni hugleiðinga þeirra ann-
að en hér.
12. Ég hygg að einn helsti gallinn á gagnrýni
Ivan Illich á læknisfræði sé sá að hann
einblínir um of á afleiöingar tæknihyggju
í læknisfræði; af þeim sökum verður gagn-
rýni hans einkum siðferðileg og stjórn-
málaleg eða félagsleg, en bítur ekki á for-
sendur hins tæknilega hugsunarháttar. Sjá
Limits to Medicine, Medical Nemesis: The
Expropriation of Health, Penguin 1976. —
Stutt yfirlit yfir gagnrýni Ivan Illich á
læknisfræði er að finna í grein eftir hann
sem þýdd hefur verið á íslensku: „Tvenn
þáttaskil", í Tímariti Máls og Menningar.
35. árg. 1974, 3.-4. hefti, bls. 134-141.