Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ
105
þess að öðlast sænskt lækningaleyfi. Er
jafnan langur biðtími eftir að komast að á
þessum námskeiðum. Þar sem allir fá und-
anþágu, sem gildir í nokkur ár, kemur það
lítið að sök, þó að bið verði á, að fá al-
mennt lækningaleyfi. í þeim tilvikum, er
sækja þarf um leyfi til að reikna starfs-
tíma, að loknu kandidatsári, sem unnin
hefur verið á íslandi, kemur þetta sér hins
vegar illa.
Sérgreinaval
Alls eru þeir sem svöruðu við nám eða
sérfræðistörf í 27 sérgreinum (Tafla 2).
Sérfræðingar eru taldir þeir sem hlotið
hafa sérfræðiviðurkenningu á íslandi, í
Sviþjóð eða í báðum löndunum. Þrír hafa
viðurkenningu eingöngu á íslandi. í öllum
tilfellum er um að ræða lækna, sem starf-
að hafa sem sérfræðingar á íslandi, en
komið til starfa í Svíþjóð á síðustu 1—3
árum. 22 hafa eingöngu viðurkenningu í
Svíþjóð. Hafa nokkrir þeirra í svari getið
þess, að þeir ,,eigi eftir stílinn“. Fimm
hafa viðurkenningu í báðum löndunum.
Við framhaldsnám eru 89, en 11 eru annað
hvort á kandidatsári eða eru óákveðnir í
hvaða sérgrein þeir ætla.
Fjölmennasta greinin er heimilislækn-
ingar. Allir þeir sem stunda nám í þessari
grein eru útskrifaðir á árunum 1972—
1976. Þar af eru 17 útskrifaðir árin 1975
og 1976.
Mun færri eru við nám í þeim sérgrein-
um, sem næst koma að fjölda. Það eru
bæklunarlækningar, almennar handlækn-
ingar, barnalækningar, kvensjúkdómar og
fæðingahjálp, svæfingar og geislagreining.
Athygli vekur annars vegar, hve mikil
dreifing er á sérgreinar og hins vegar, hve
fáir eru við framhaldsnám í almennum
lyflækningum og geðlækningum.
Þá er í töflunni sýndur fjöldi þeirra er
Ijúka sérnámi á árunum 1978—1979 og
1980—1981.
Þess skal getið að einn læknir er tvítal-
inn í töflunni, sem sérfræðingur í almenn-
um handlækningum og við nám í þvag-
færaskurðlækningum.
Tafla 3 sýnir fjölda þeirra er ljúka námi
í sjö algengustu sérgreinunum á árunum
1979—1982.
Áforin
Mikill fjöldi íslenskra lækna hefur haf-
ið framhaldsnám í Svíþjóð á síðustu árum.
Hefur helmingur þeirra sem svöruðu dval-
ið í Svíþjóð 2 ár eða skemur og þrír af
fjórum í fjögur ár eða skemur (tafla 4).
Hlutfallslegur fjöldi þeirra, sem hyggj-
ast flytja til íslands, lækkar í réttu hlut-
falli við lengd dvalarinnar í Sviþjóð (Tafla
5).
Af þeim, sem dvalist hafa í 4 ár eða
skemur, hafa 86% þegar ákveðið hvenær
þeir ætla að flytja til íslands. Af þeim 14,
sem lengst hafa dvalist, ætlar einn að
flytja, þegar hann kemst á eftirlaun. Hinir
hafa ákveðið að flytja ekki eða eru óá-
kveðnir.
Skil
1. október 1978 var í Svíþjóð 141 lækn-
ir, sem lokið hafði kandidatsprófi (frá Há-
skóla íslands og íslenskir ríkisborgarar,
sem lokið hafa læknaprófi erlendis).
Spurningar um framhaldsnám og áform
TAFLA III
Skipting þeirra, er ljúka sérnámi í sjö
fjölmennustu greinunum, á árunum
1979—1982
Sérgrein 1979 1980 1981 1982 Samt.
Heimilislækningar 5 7 9 4 25
Bæklunarlækningar 3 1 1 3 8
Almennar handlækning’ar 1 0 3 3 7
Barnalækningar 0 4 1 1 6
Svæfingar 2 2 1 1 6
Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp 2 0 2 1 5
Geislagreining 2 2 0 1 5
Samtals 15 16 17 U 62
TAFLA IV
Skipting eftir dvalartíma í Svíþjóð
Dvalartími (ár)
> i 28 22%
2 32 26%
3 24 19%
4 10 8%
5-9 15 12%
10-14 3 2%
15-25 14 11%
Samtals 126 100%