Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 93 um, sem um er aS ræða, með einni sjúkra- sögu, röntgenuppdrætti og heyrnarriti, sem dæmi um hvern hóp. Ljóst er, að sjúkdómsgreiningin otoscler- osis cochlearis, þ.e. kalkaður blettur í kuð- ungi, en ekki í egglaga glugganum eða vestibulum og lárétt heyrnartap á heyrn- arriti fær ekki staðist en kemur fram við allar algengustu tegundir af heyrnardeyfu á innra eyra. Aftur á móti hafa allir þeir sjúklingar einnig kölkunarbreytingar í kringum egglaga gluggann. Allar röntgen- breytingar, sem sjást, eru kalkanir (sclero- tic foci). í efnivið þeim, sem hér er rætt um, sáust ekki holumyndanir þær (porous foci), sem Shambaugh10 lýsir. Otosclerosis, þ.e. leiðsluheyrnardeyfa með ístæðisfestu, er blönduð skynheyrnardeyfu á innra eyra í 43% tilfella5 og ef sjúkdómn- um er fylgt, fá nær allir slíkir sjúklingar heyrnartap á innra eyra, þegar þeir eldast. Ástæður fyrir þessu heyrnartapi hafa verið rannsakaðar mikið, en fyrsta full- nægjandi skýringin kom frá Riiede.8 Hann sýndi fram á bláæðabakflæði (venous shunt), sem leiðir blóð frá otosclerosis- bletti inn í bláæðakerfi mjúka kuðungsins (labyrinthus membranaceae) og verður þannig skemmd á æðakerfinu. Alla tíð síðan Guild4 birti niðurstöður rannsókna sinna á temporal-beinum (post mortem), hefur mikið verið rætt um sjúk- dómsfyrirbrigðið otosclerosis cochlearis. Guild komst að raun um, að um 6,5% höfðu otosclerosisbletti á einum eða fleiri stöðum umhverfis innra eyra. Ekki eru þó allir sammála niðurstöðum hans. Schuknecht og Kirchner,9 halda því fram að fyrirbærið þekkist ekki, en hins vegar halda Shambaugh10, Carhart,1 2 Morri- son5 og margir aðrir hinu gagnstæða fram. Þeir, sem halda því fram, að sjúkdóms- greiningin otosclerosis cochlearis sé til, setja eftirfarandi skilyrði til greiningar: 1. Ættarsaga. 2. Jákvætt Schwartzes einkenni (roði á slím- húð á promontorium), en það skal tekið fram, að þetta einkenni sást aldrei í sjúk- lingum í þessari rannsókn. 3. Jákvæð sneiðmyndataka. 4. Heyrnarrit með láréttu heyrnarriti og góðri talgreiningu. Tækni við sneiðmyndatöku á innra eyra var þróuð af Naunton og Valvarsori,0 Danic og Vignaud3 4 og Rovsing.7 Flestir sjúklingar, sem hafa DLA pro- fessionis, DLA senilis, DLA typus incertus og DLA hereditaria er fullorðið fólk, margt þeirra orðið gamalt. Því er ekki hægt að útiloka aldursbreytingar. Valdir voru sérstaklega yngri sjúklingar með sjúkdómsgreininguna DLA hereditaria, DLA typus incertus, mb. Meniere, DLA traumatica, DLA typus incertus asymme- tricus og einhliða skyn- eða leiðsluheyrnar- deyfu og bornir saman við hóp, sem í voru DLA congenita, neurinoma n. acustici, DLA postinfectiosa og DLA vascularis. DLA professionis og DLA senilis var úti- lokað vegna aldurs. í fyrri hópnum voru röntgenbreytingar marktækt tíðari en í hinum síðari. Elli hafði ekki í för með sér tölfræðilega aukna möguleika á röntgenbreytingum. Það er undarlegt, að jafnlítið líffæri og innra eyrað skuli hafa jafnmargar sjúk- dómsgreiningar og raun ber vitni um og að miðeyrað skuli hafa svo fáa sjúkdóma. Sennilega má telja, að það sem áður hefur verið kallað svo mörgum nöfnum, sé raun- verulega einn og sami sjúkdómurinn í mis- munandi myndum. Ef dæma ætti eftir röntgenmyndum, mætti kalla hann otosclerosis cochlearis og má telja aðalorsök sjúkdómsins sé í bein- hylki innra eyrans. DLA liereditaria (mynd 1) Alls 12 sjúklingar. Þrír voru með eðlileg eyru. Þrír með otosclerosis-breytingar kring- um egglaga gluggann öðrum megin og sex báðum megin. Tveir þessara sjúklinga höfðu hreina otosclerosis cochlearis. Sjúkrasaga: 58 ára kona með minnst 4 ára sögu um heyrnartap. Systkinin voru alls 4 og þar af heyrir yngsta systir iila. DLA professionis (mynd 2) Alls 33 sjúklingar, aðeins 3 með eðlileg eyru. Sjö sjúklingar með einhliða breytingar og 12 með röntgenbreytingar báðum megin um- hverfis egglaga gluggann. I þessum hóp voru 9 sjúklingar með otosclerosis cochlearis. Sjúkrasaga: 56 ára kennari, sem hefur verið í varaiiði hersins í 15 ár og fór að taka eftir heyrnartapi i sambandi við skotæfingar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.