Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 40

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 40
80 LÆKNABLAÐIÐ og kenningar, hversu góðar sem þær eru, geta ekki sýnt okkur skipan heimsins til neinnar hlítar, þá hljótum við að viður- kenna um leið að hið raunverulega sam- ræmi sem ríkir í heiminum er æðra öllum fræðum okkar, tækni og vísindum: að vís- indin með öllum sínum aðferðum og rök- vísi hljóta að leitast við að virða þá óend- anlegu fjölbreyttu heild sem heimurinn er — og sem þau sjálf eru hluti af. í þessu sambandi hefur læknisfræðin algjöra sérstöðu meðal vísindanna. Grund- vallarhugtök hennar um heill og heilbrigði geta verið leiðarljós allra vísinda, skyn- samlegar viðmiðanir um markmið þeirra og leiðir almennt og yfirleitt, vegna þess að þessi hugtök eiga ekki aðeins við ástand lífvera, heldur einnig skipan þjóðfélags- mála og skipan vísindanna sjálfra sem eru hluti af lifríki náttúrunnar. Við getum ekki haft neinar tæmandi lýsingar á því í hverju heill og heilbrigði í náttúrunni eru fólgin — ekki fremur en læknavísindin geta nokkurn tíma sagt okkur hvenær maður er fullkomlega heilbrigður — en einmitt af þeim sökum skiptir virðingin fyrir lífinu og tilverunni öllu máli í vís- indum. í þeim skilningi eru öll vísindi sið- vísindi með læknisfræðina í broddi fylk- ingar. TILVITNANIR OG ATHUGASEMDIR 1. Sbr. um þessa þrískiptingu Edmund D. Pellegrino: „Philosophy of Medicine: Pro- blematic and Potential" í Tlie JournaZ of Medicine and Philosophy, (Published for the Society for Health and Human Values by the University of Chicago Press), Volume 1, Number 1, bls. 16-17. 2. Sbr. auglýsingu í sjónvarpi þar sem kveðið var svo að orði að það sé „læknisfræðilega sannað að..— Hér hefur orðasambandið „læknisfræðilega sannað að...“ þótt sterk- ara en ofnotaða orðasambandið „vísinda- lega sannað“. 3. Gylfi Þ. Gíslason: „Vísindalegt þjóðfélag", í SamtíÖ og Saga, Reykjavík 1951, bls. 51- 77. 4. Max Weber: „Starf fræðimannsins" í Mennt og máttur, Reykjavik 1973, bls. 69- 115. 5. Finn Jörgensen bendir á þennan greinar- mun í grein sem nefnist „Videnskabens værdier" í Ugeskrift for Lœge, 134, nr. 12, bls. 625-628, 1972. 6. Páll Skúlason: Hugsun og veruleiki, Reykjavík 1975, bls. 96. 7. Jean-Paul Sartre: L’existentialisme est un humanisme, Paris 1946. 8. Albert Camus: Le mythe de Sisyphe, Paris 1942. 9. Þetta orð, sjálfdæmishyggja, mun Brynj- ólfur Bjarnason fyrstur hafa notað um það sem á erlendum málum er nefnt subjektiv- ismi. 10. Karl Popper: „Die Logik des Sozialwissen- schaften" i Der Positivismusstreit in der deutschen Soziologie, Neuwied 1969, bls 103. 11. Stutta greiningu og gagnrýni á það við- horf í vísindum að þau skuli einkum fást við hið „almenna", en ekki einstök fyrir- bæri — og sérstöðu vísinda sem fást við hið einstaka — er að finna i ritgerð eftir Samuel Gorovitz og Alasdair Maclntyre: „Toward a Theory of Medical Fallibility" í The Journal of Medicine and Philosopliy, Vol. 1, nr. 1, bls. 51-71. -— Ritgerð þessi hefur verið höfð hér til hliðsjónar, þó að greiningum höfunda hafi ekki verið fylgt, enda er meginefni hugleiðinga þeirra ann- að en hér. 12. Ég hygg að einn helsti gallinn á gagnrýni Ivan Illich á læknisfræði sé sá að hann einblínir um of á afleiöingar tæknihyggju í læknisfræði; af þeim sökum verður gagn- rýni hans einkum siðferðileg og stjórn- málaleg eða félagsleg, en bítur ekki á for- sendur hins tæknilega hugsunarháttar. Sjá Limits to Medicine, Medical Nemesis: The Expropriation of Health, Penguin 1976. — Stutt yfirlit yfir gagnrýni Ivan Illich á læknisfræði er að finna í grein eftir hann sem þýdd hefur verið á íslensku: „Tvenn þáttaskil", í Tímariti Máls og Menningar. 35. árg. 1974, 3.-4. hefti, bls. 134-141.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.