Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 75

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 75
LÆKNABLAÐIÐ 99 Einar Baldvinsson* ROF Á SLEGLASKIPT HJARTANS EFTIR HJARTADREP INNGANGUR Rof á sleglaskipt hjartans (septum inter- ventriculare) er sjaldgæfur fylgikvilli (complicatio) hjartadreps. Talið er, að 1— 2% sjúklinga með hjartadrep fái þennan fylgikvilla.3 Dánartala er mjög há og deyja 46% sjúklinga innan viku, um það bil 90% innan mánaðar og 93% innan árs, ef ekki er reynt að grípa til skurðaðgerðar.5 Hér verður greint frá sérstæðu sjúkra- tilfelli með rofi á sleglaskipt hjartans eftir hjartadrep án stíflu í kransæðum, en eitt slíkt sjúkratilfelli hefur verið skráð í lækn- isfræöitímarit á ensku og norðurlandamál- um fram til þessa.4 SJÚKRASAGA 54 ára kona, innlögð á skurðdeild Borgar- spítalans 13. ágúst 1975 vegna gallsteina. Auk nokkurra ára sögu um dæmigerð gall- kveisuköst var saga um væga mæði og ó- ljós ónot undir bringubeini við áreynslu. Skoðanir í rannsóknarstofu Hjartaverndar 1968 og 1972 leiddu í ljós vægan háþrýst- ing. Ekki heyrðust nein óhljóð við hjarta- hlustun. Skoðun við komu á Borgarspítalann leiddi í ljós ljós blóðþrýsting 190/100, en var annars eðlileg. Hjartarafrit og röntgen- mynd af hjarta og lungum innan eðlilegra marka. Þann 15. ágúst var gallblaðra með mörg- um litlum gallsteinum fjarlægð og gekk aðgerðin vel, nema blóðþrýstingur hækk- aði talsvert í miðri aðgerð og mældist um tíma 240/140. Nokkrum klukkutímum eftir aðgerðina var tekið hjartarafrit vegna aukaslaga (extrasystolia ventricularis), sem sýndi merki um ferskt hjartadrep í fram- vegg og sleglaskipt hjartans (mynd I). Aukaslögin hurfu fljótlega við inngjöf á * Frá lyflækningadeild Borgarspitalans. Breinin barst ritstjóm 14/2 1979, send í prent- smiðju 21/2 1979. Lidocain í æð og heilsaðist konunni ágæt- lega fyrstu dagana eftir aðgerð. Blóðþrýst- ingur, sem var orðinn eðlilegur við lok að- gerðar, hélst eðlilegur án blóðþrýstings- lyfja. Á 12. degi fór konan að kvarta um mæði við litla áreynslu og komu þá í ljós greinileg merki um vinstri og hægri hjarta- bilun. Broddsláttur fannst lyftandi í vinstri fremri axillarlínu í 6. millirifjabili. Við vinstri brjóstbeinsrönd í 4. og 5. millirifja- bili fannst einnig greinilegur titringur (thrill) í systolu. Hjartsláttur var reglu- legur 104/mínútu. í 4. og 5. millirifjabili við vinstri brjóstbeinsrönd heyrðist við hlustun í öll'u útfalli (systolu) óhljóð að styrkleika 4/6,.en það heyrðist einnig með sama styrkleika yfir hjartatoppi (apex cordis) ásamt áberandi „gallop“ óhljóði. Fín slímhljóð heyrðust yfir neðanverðum lungum. Blóðþrýstingur mældist 145/95. Röntgenmynd af hjarta og lungum sýndi að hjartað hafði stækkað verulega og merki um byrjandi lungnabjúg. Hafin var með- ferð með digoxin og furosamid (Lasix) með ágætri svörun. Mynd I. — Hjartarafrit tekið nokkrum klukkustundum eftir aðgerð. Greinileg merki um ferskt hjartadrep í sleglaskipt hjartans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.