Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 56

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 56
90 LÆKNABLAÐIÐ Dr. Gunnlaugur Snædal, formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur, flytur ávarp sitt á hátíðarfundi félagsins í Norræna húsinu. Á fundinum voru um sextíu manns. (Ljósm. Jóhannes Long). víkur var minnst með hátíðarfundi í Norræna húsinu 9. mars og læknaráð- stefnu að Hótel Loftleiðum daginn eftir. Á þessum tímamótum voru fjórir úr fyrstu stjórninni kjörnir heiðursfélagar, þau Ólafur Bjarnason, Gisli Fr. Petersen, Sveinbjörn Jónsson og Sigríður Eiríksdótt- ir. jr. Ályktun aöalfundar 8. mars 1979 Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur, haldinn að Suðurgötu 22, fimmtudaginn 8. mars 1979, vill i tilefni af 30 ára afmæli félagsins þakka landsmönnum það mikilsverða lið sem þeir hafa veitt málefnum samtakanna. Á þessum tímamótum vill félagið vekja at- hygli á eftirfarandi: 1. Fræðsla um krabbamein og krabbameins- varnir hefur frá upphafi verið megin þáttur í starfsemi Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Reynslan hefur sýnt fram á margvíslegan árangur þessa starfs. Almenningur sýnir æ meiri árvekni um byrjunareinkenni sjúk- dómsins en það flýtir fyrir greiningu hans og eykur batahorfur. Jafnframt hefur af- staða til sjúkdómsins breyst í þá veru að minna gæti ótta en meira raunsæis í við- horfum til krabbameins. Fundurinn leggur áherslu á að hvergi verði slakað á fræðslu- starfinu en það aukið og eflt. 2. Fundurinn fagnar þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn reykingum barna og unglinga eins og m.a. ný könnun á reyk- ingavenjum grunnskólanemenda í Reykjavík hefur leitt í ljós. Frumkvæði félagsins og starf þess að reykingavörnum, sem einnig eru mikilvægar krabbameinsvarnir, á drjúg- an þátt í þessum árangri. Haldi svo fram sem horfir er fyrsta reyklausa kynslóðin senn í sjónmáli. 3. Undanfarið hefur á vegum heilbrigðisráðu- neytisins verið unnið að tillögum um fram- tíðarskipan krabbameinslækninga og eftir- lits með krabbameinssjúklingum í landinu. Á grundvelli þessara tillagna má búast við ákvörðunum sem gætu markað tímamót i þessum efnum. Fundurinn heitir á stjórnvöid og almenning að stuðla að jjví að svo verði og felur stjórn félagsins að fylgja málinu fast eftir. 4. Fundurinn bendir á þá staðreynd að Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélags Islands hefur getið sér orð fyrir að vera ein hin besta i heiminum og að hér á landi eru einstakir möguleikar til rannsókna i faraldsfræði. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnar félagsins að hún stuðli að þvi eftir föngum að komið verði á fót stofnun sem hafi slíkar vísindalegar krabbameins- rannsóknir að höfuðverkefni. 5. I tilefni af 30 ára afmæli Krabbameinsfélags Reykjavíkur heimilar fundurinn stjórn fé- lagsins að verja tíu milljónum króna til framgangs verkefna sem um ræðir í 3. og 4. lið þessarar ályktunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.