Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 9

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ 63 kosti. Bessi staðreynd hefur reyndar legið Ijóst fyrir. Árangurinn í þessum tilteknu íþróttagreinum ber henni glöggt vitni. T.d. þolir árangur íslenskra millilengda- og lang- hlaupara engan samanburð við árangur hlaupara erlendis. Þrekmælingar Rannsókna- stofunnar sýna líka, að ekki er við öðru að búast, því eins og réttilega er bent á í grein- inni hefur verið sýnt fram á fylgni þjálfunar- tölu og árangurs í hlaupum. Óhætt mun að fullyrða, að þjálfun ís- lenskra knattspyrnu- og handknattleiksmanna sé nokkuð lakari að þessu leyti (hvað snertir þrek og þol) en erlendra knattspyrnu- og handknattleiksmanna, enda má lesa það út úr þrekmælingunum. Allt fram á síðustu ár hafa t.d. handknattleiksmenn á íslandi þjálf- að og keppt í u.þ.b. 7 mánuði á ári hverju (og hvílt sig í 5), þótt telja verði það forsendu stöðugra framfara í íþróttum, að íþrótta- menn þjálfi allt árið út í gegn og árum sam- an. Hins vegar er rétt að undirstrika það, að þótt gott þrek skipti miklu máli í handknatt- leik, þá er það margt annað sem einkennir góðan handknattleiksmann. Handknattleiks- maður getur sem sagt verið vel liðtækur, þótt hann sé e.t.v. ekki í góðri þolþjálfun. Greinarhöfundar draga þá ályktun af at- hugunum sínum (með fyrirvara þó), að þær bendi til þess að umræddir hópar íþrótta- fólks séu ekki betur á sig komnir en fyrir einum og hálfum áratug. Ressi ályktun er hæpin. Á því er ekki nokkur vafi, að miklar framfarir hafa átt sér stað í þjálfun íslensks íþróttafólks á síðustu áratugum. Þær fram- farir kæmu í Ijós í víðtækari athugunum. Það væri óskandi, að íþróttahreyfingin sýndi athugunum Rannsóknastofunnar áhuga og ynni að því, að þeim verði haldið áfram. Slíkar athuganir eru nauðsynlegur þáttur í þjálfun íþróttamanna, en þar fyrir utan ætti að beita þeim til þess að kanna heilsufar almennings. Enn fremur mætti benda á, að þörf er á því að framkvæma þrekmælingar eða svipaðar mælinaar á börnum og ungling- um, t. d. í tengslum við íþróttakennslu í skól- um. Ber því að hvetja til þess að Rannsókna- stofa Háskólans í lífeðlisfræði, íþróttasam- tökin og skólayfirvöld taki upp samstarf á þessu sviði. Dr. Ingimar Jónsson. ÁRANGUR REYKINGAVARNA — RANNSÓKN MEÐALSKÓLANEMA í áraraðir hefur verið vitað og almennt við- urkennt, að reykingar væru einn sá lífsvani, sem veldur víðtækustum skaða á heilsu manna. Þessi vitneskja varð fljótlega á almanna vitorði, en virtist er til Iengdar lét lítil áhrif hafa á vinsældir þessa ávana meðal almenn- ings. Rvert á móti virtist þessi skaðlegi ávani breiðast út meðal kvenna og stöðugt yngri aldurshópar tóku að ástunda hann. Athyglis- vert er hve lítil áhrif þær áróðursaðgerðir höfðu, sem í upphafi var gripið til af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Aðvörun á sígarettu- pökkum kom fyrir lítið að því er virtist, en erfitt er að meta áhrif áróðurs er beindist að því að fá menn til að velja tjörurýrari tóbakstegundir. Auglýsingabannið hjá okkur, sem líklega hefur verið hið fyrsta sinnar tegundar, hefur að líkindum haft lítil áhrif, en hlutlægt mat á því telst nánast ókleift. Á sama hátt og faraldsfræðiathuganir á reykingavananum meðal þeirra, sem fengu tiltekna sjúkdóma leiddu í Ijós svo rík tengsl þar á milli, að nægði til að áiykta að um orsakatengsl væri að ræða, hefur og orðið Ijóst, að þekking á útbreiðslu, hegðun og öðr- um einkennum reykingavanans í þjóðfélaginu hefur orðið grundvöllur árangursríkrar bar- áttu gegn honum. Fyrstu athuganir af því tagi hér á landi voru gerðar meðal barna og unglinga í skól- um Reykjavíkur á árunum 1959' og 1962. Pá var Ijóst, að reykingar voru orðnar útbreiddar meðal pilta á aldrinum 14—16 ára. Mun minna var um að stúlkur á sama aldri reyktu. Ekki fylgdu í kjölfar þessarar kannana neinar sérstakar aðgerðir af hálfu skólanna til að hindra frekari útbreiðslu reykinga. Árið 1974 var endurtekin könnun á reyk- ingavenjum skólaæskunnnar í Reykjavík og hún sniðin með þeim hætti að hún væri fylllega sambærileg við hinar fyrri. Kom þá í Ijós, að reykingar meðal stúlkna höfðu stór- aukist, þannig að hlutfall þeirra stúlkna sem reyktu höfðu stóraukist, þannig að hlutfall þeirra stúlkna sem reyktu var hærra en pilta frá því að 13 ára aldri var náð. Daglegar reykingar höfðu einnig aukist verulega bæði meðal stúlkna og pilta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.