Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 54
88
LÆKNABLAÐIÐ
urstöðum heildarsúrefnisneyslu, eða súr-
efnisneyslu á einingu líkamsþunga. Síðari
aðferðin hefir þó verið notuð í mun meiri
mæli, þar sem athuganir benda til að
þjálfunartala gefi betri hugmynd um bæði
hæfni vöðvamassans og úthald einstak-
lingsins ásamt raunhæfari samanburð á
einstaklingum.0-14 Verður sú viðmiðun
einnig notuð hér. Eins og getið er í inn-
gangi þessarar greinar hefur samskonar
aðferð ekki verið beitt við þrekmælingar
hér á landi. Verður af þeim sökum fátt til
viðmiðunar, en benda má á, að í greinar-
gerð um þrekrannsóknir f.B.R. 1958—1962
eftir Benedikt Jakobsson8 er að finna
þjálfunartöluna 48,1 að meðaltali fyrir 91
knattspyrnumann á aldrinum 16—30 ára
og 51 fyrir 94 handknattleiksmenn á aldr-
inum 15—30 ára.
Sú tala 57,0 sem áður var gefin upp
fyrir knattspyrnumenn, nær yfir aldurs-
bilið 11—35 ára. Sé hinsvegar miðað við
samsvarandi aldurshóp og í skýrslu Í.B.R.,
þ.e. 16—30 ára, fæst meðaltalið 53,9.
Benedikt Jakobsson mældi ekki súrefnis-
notkun heldur var hún áætluð í mælingum
hans. Þjálfunartala einstaklings var reikn-
uð út frá álagi þrekmælis, aldri og hjart-
sláttarhraða við mesta álag. Sænsk-norsk-
ar rannsóknir- benda til þess, að niður-
stöður, sem þannig eru fundnar, séu yfir-
leitt 10—15% lægri en við beina mælingu.
Séu þessi atriði tekin með í reikninginn.
verður tæpast neinn greinilegur munur á
niðurstöðum þessara rannsókna. Enda þótt
ekki sé leyfilegt að draga af þessum sam-
anburði ákveðnar ályktanir, þar sem ekki
er um sambærilegar aðferðir að ræða, þá
bendir hann frekar til þess að umræddir
hópar íþróttafólks séu ekki betur á sig
komnir nú en fyrir einum og hálfum ára-
tug, og er það út af fyrir sig umhugsunar-
vert. Aðrir höfundar11 hafa jafnvel fundið
enn meiri mismun á þessum aðferðum, eða
upp í 30%. Meðalþjálfunartölur þessara
hópa íþróttamanna má hinsvegar bera
saman við niðurstöður erlendis frá, þar
sem sömu rannsóknaraðferðum hefir verið
beitt.
Norskar rannsóknir1 á 13 handknatt-
leiksmönnum frá 1973 gáfu að meðaltali
þjálfunartöluna 60 og sænskar rannsóknir
frá 1970 á 52 knattspyrnumönnum úr 1.
deild töluna 58.6 sem er hvort tveggja
nokkru betri árangur en hjá okkar hópum,
þó að munurinn sé ekki mikill. í sænskum
rannsóknum12 á hlaupurum frá 1967 er
greint frá eftirfarandi niðurstöðum:
Karlar
Vo2 1/mín. Vo2 ml/kg x mín.
400 m 4.9 68
800—1500 m 5.4 75
3000 m 4.8 79
Konur
400—800 m 3.1 56
Má af þessum tölum sjá að íslensku
hlaupararnir hafa allmiklu lægri meðal-
þjálfunartölu en sænsku hlaupararnir er
athugaðir voru fyrir um það bil áratug, en
sýnt hefir verið fram á fylgni þjálfunar-
tölu og árangurs í hlaupum.10
LOKAORÐ
Hér að framan hefir verið gerð grein
fyrir þrekmælingum er ná til 137 íþrótta-
manna úr þremur íþróttagreinum. Saman-
burður við tilsvarandi hérlendar athuganir
er erfiður vegna lítt sambærilegra rann-
sóknaraðferða, en bendir þó frekar til
þess að ekki sé um greinilegar framfarir
að ræða. Viðmiðun við sambærileg-
ar athuganir í nágrannalöndum okkar
bendir einnig til þess, að okkar íþrótta-
fólk skorti nokkuð á í þessu efni. Enda
þótt rannsóknirnar bendi í þessa átt telj-
um við að fyrst og fremst beri að líta á
þær sem hérlendar frumathuganir, með
þeirri rannsóknatækni er notuð var, er
byggja mætti áframhaldandi rannsóknir á,
ekki aðeins fyrir íþróttafólk, heldur einnig
og ekki síður fyrir aðra hópa þjóðfélags-
ins.
ENGLISH SUMMARY
The maximal oxygen uptake in three differ-
ent groups of athletes in Iceland is presented.
Of these 82 were soccer players, 37 handbali
players and 18 runners of different distances.
All v/ere classified as active amateur athletes.
The tests were performed on a bicycle ergo-
meter. Expired air was coliected in Douglas