Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 54

Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 54
88 LÆKNABLAÐIÐ urstöðum heildarsúrefnisneyslu, eða súr- efnisneyslu á einingu líkamsþunga. Síðari aðferðin hefir þó verið notuð í mun meiri mæli, þar sem athuganir benda til að þjálfunartala gefi betri hugmynd um bæði hæfni vöðvamassans og úthald einstak- lingsins ásamt raunhæfari samanburð á einstaklingum.0-14 Verður sú viðmiðun einnig notuð hér. Eins og getið er í inn- gangi þessarar greinar hefur samskonar aðferð ekki verið beitt við þrekmælingar hér á landi. Verður af þeim sökum fátt til viðmiðunar, en benda má á, að í greinar- gerð um þrekrannsóknir f.B.R. 1958—1962 eftir Benedikt Jakobsson8 er að finna þjálfunartöluna 48,1 að meðaltali fyrir 91 knattspyrnumann á aldrinum 16—30 ára og 51 fyrir 94 handknattleiksmenn á aldr- inum 15—30 ára. Sú tala 57,0 sem áður var gefin upp fyrir knattspyrnumenn, nær yfir aldurs- bilið 11—35 ára. Sé hinsvegar miðað við samsvarandi aldurshóp og í skýrslu Í.B.R., þ.e. 16—30 ára, fæst meðaltalið 53,9. Benedikt Jakobsson mældi ekki súrefnis- notkun heldur var hún áætluð í mælingum hans. Þjálfunartala einstaklings var reikn- uð út frá álagi þrekmælis, aldri og hjart- sláttarhraða við mesta álag. Sænsk-norsk- ar rannsóknir- benda til þess, að niður- stöður, sem þannig eru fundnar, séu yfir- leitt 10—15% lægri en við beina mælingu. Séu þessi atriði tekin með í reikninginn. verður tæpast neinn greinilegur munur á niðurstöðum þessara rannsókna. Enda þótt ekki sé leyfilegt að draga af þessum sam- anburði ákveðnar ályktanir, þar sem ekki er um sambærilegar aðferðir að ræða, þá bendir hann frekar til þess að umræddir hópar íþróttafólks séu ekki betur á sig komnir nú en fyrir einum og hálfum ára- tug, og er það út af fyrir sig umhugsunar- vert. Aðrir höfundar11 hafa jafnvel fundið enn meiri mismun á þessum aðferðum, eða upp í 30%. Meðalþjálfunartölur þessara hópa íþróttamanna má hinsvegar bera saman við niðurstöður erlendis frá, þar sem sömu rannsóknaraðferðum hefir verið beitt. Norskar rannsóknir1 á 13 handknatt- leiksmönnum frá 1973 gáfu að meðaltali þjálfunartöluna 60 og sænskar rannsóknir frá 1970 á 52 knattspyrnumönnum úr 1. deild töluna 58.6 sem er hvort tveggja nokkru betri árangur en hjá okkar hópum, þó að munurinn sé ekki mikill. í sænskum rannsóknum12 á hlaupurum frá 1967 er greint frá eftirfarandi niðurstöðum: Karlar Vo2 1/mín. Vo2 ml/kg x mín. 400 m 4.9 68 800—1500 m 5.4 75 3000 m 4.8 79 Konur 400—800 m 3.1 56 Má af þessum tölum sjá að íslensku hlaupararnir hafa allmiklu lægri meðal- þjálfunartölu en sænsku hlaupararnir er athugaðir voru fyrir um það bil áratug, en sýnt hefir verið fram á fylgni þjálfunar- tölu og árangurs í hlaupum.10 LOKAORÐ Hér að framan hefir verið gerð grein fyrir þrekmælingum er ná til 137 íþrótta- manna úr þremur íþróttagreinum. Saman- burður við tilsvarandi hérlendar athuganir er erfiður vegna lítt sambærilegra rann- sóknaraðferða, en bendir þó frekar til þess að ekki sé um greinilegar framfarir að ræða. Viðmiðun við sambærileg- ar athuganir í nágrannalöndum okkar bendir einnig til þess, að okkar íþrótta- fólk skorti nokkuð á í þessu efni. Enda þótt rannsóknirnar bendi í þessa átt telj- um við að fyrst og fremst beri að líta á þær sem hérlendar frumathuganir, með þeirri rannsóknatækni er notuð var, er byggja mætti áframhaldandi rannsóknir á, ekki aðeins fyrir íþróttafólk, heldur einnig og ekki síður fyrir aðra hópa þjóðfélags- ins. ENGLISH SUMMARY The maximal oxygen uptake in three differ- ent groups of athletes in Iceland is presented. Of these 82 were soccer players, 37 handbali players and 18 runners of different distances. All v/ere classified as active amateur athletes. The tests were performed on a bicycle ergo- meter. Expired air was coliected in Douglas
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.