Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 70

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 70
98 LÆKNABLAÐIÐ Ölafur Ólafsson landlæknir NÝ LÖGGJÖF UM ÓNÆMÍSAÐGERÐIR Breyttar reglur um bólusetningar. Skyldubólusetnng gegn bólusótt afnumin Á árinu 1978 voru ný lög um ónæmisað- gerðir samþykkt á Alþingi og gefin út hinn 11. maí það ár. Eins og segir í 1. grein taka lög þessi til nólusetningar gegn: 1. barnaveiki, 2. kikhósta, 3. stífkrampa, 4. mænusótt, 5. mislingum, 6. rauðum hundum, 7. berklaveiki, 8. bólusótt, 9. heilahimnubólgu, 10. hettusótt, 11. öðrum sóttum ef virk ónæmisaðgerð gegn þeim verður kunn og sérstök smithætta er fyrir hendi, 12. enn öðrum sóttum þegar sérstak- lega stendur á, einkum í sambandi við ferðir manna úr landi. I 2. grein er þess getið að almenningi skuli gefinn kostur á ónæmisaðgerð sam- kvæmt 1. gr. 1—5 svo og eftir því sem þörf krefur samkvæmt 6—12 tl., þó samkvæmt 12 tl. aðeins að svo miklu leyti sem því verður við komið. Heilsugæslustöðvar annast ónæmisað- gerðir. Lyfjaverslun ríkisins annast útveg- un bóluefnis er kostnaður við framkvæmd ónæmisaðgerða samkvæmt 1. gr. 1—11 tl. laga þessara greiðist úr ríkissjóði. Aðalbreytingar frá fyrri lögum nr. 36/ 1950 eru þessar: 1. Skyldubólusetning gegn bólusótt er numin úr gildi, en almenningi er áfram gefinn kostur á þeirri ónæmisgerð. 2. Kostnaður við framkvæmd helstu ó- næmisaðgerða er nú greiddur úr ríkis- sjóði, en í fyrri lögum var einungis heim- ilt að greiða bólusetningu gegn bólusótt úr þeim sjóði. Hin nýja ónæmislöggjöf auðveldar mjög framkvæmd á þeirri ráðagerð heilbrigðis- yfirvalda að hefja allsherjar ónæmisað- gerðir, t. d. gegn mislingum og rauðum hundum eins og lýst hefur verið í þessu blaði og siuðlar jafnframt að því að þátt- takan verði almenn. I framhaldi af þessari lagasetningu var haldin ráðstefna um bólusetningar í Reykjavík dagana 8.—9. desember 1978 á vegum Landlæknisembættisins og Rann- sóknarstofu Háskóla íslands í veirufræð- um. Þátttaka var góð og sóttu um 100 læknar og hjúkrunarfræðingar ráðstefn- una. Verður nánar skýrt frá þeirri ráð- stefnu síðar. Leiðbeiningar landlæknis um tímasetn- ingu ónæmisaðgerða voru endursamdar haustið 1978 og sendar öllum læknum, sjá töflu. BÓLUSETNINGARKERFI til fermingaraldurs Aldur barns: Sjúkdómar: 3 mán. Barnaveiki, kikhósti og stífkrampi. 4 mán. Endurtekin bólusetning gegn sömu sjúkdómum. 6 mán. Endurtekin bólusetning gegn sömu sjúkdómum. Mænusótt. 7 mán. Endurtekin bólusetning gegn mænu- sótt. 14 mán. Endurtekin bólusetning gegn barna- veiki, kikhósta, stífkrampa og mænusótt. 2 ára Mislingar. 3—4 ára Endurtekin bólusetning gegn mænu- sótt. 6—7 ára Endurtekin bólusetning gegn barna- veiki og stífkrampa. 9 ára Endurtekin bólusetning gegn mænu- sótt. 12 ára Rauðir hundar (stúlkubörn). 14 ára Endurtekin bólusetning gegn mænu- sótt. Greinin barst ritstjórn 12/02/19 /9 La-ndlæknir 1978.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.