Læknablaðið - 01.04.1979, Page 82
106
LÆKNABLAÐIÐ
voru sendar til 140. Svar fékkst frá sam-
tals 129 (92%).
Á árunum 1975—1978 fóru 87 læknar
til framhaldsnáms í Svíþjóð. Alls eru lækn-
arnir við sérfræðistörf og framhaldsnám í
27 sérgreinum. Fjöldi þeirra er ljúka munu
sérnámi á árunum 1979—1982 er um 20 á
ári. Fjölmennasta sérgreinin er heimilis-
lækningar. Mun á árunum 1979—1981 alls
21 ljúka sérnámi í þeirri grein.
Af þeim, sem þátt tóku í könnunni ætl-
ar 71% að flytja til íslands. Fæstir þeirra
sem lengst hafa dvalist erlendis hyggja á
heimflutning.
Talið hefur verið að síðan um 1960 hafi
nær 30% íslenskra lækna dvalist erlendis
við framhaldsnám og sérfræðistörf.2 Veru-
leg aukning hefur orðið á fjölda útskrif-
aðra læknakandidata frá Háskóla íslands
síðan 1973. Má því búast við að hlutfall
lækna er dvelst erlendis hafi hækkað á
síðustu árum. í Svíþjóð er nú a.m.k. heml-
ingur þeirra íslenskra lækna er dveljast
erlendis.
Flestar þjóðir reyna að stýra sérgreinavali
lækna. Þetta er gert beint með fjölda
námsstaða og óbeint með fjölda stöðugilda
í einstökum sérgreinum, starfsaðstöðu,
launakjörum og fleiru.
íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa nánast
engin bein áhrif á sérgreinaval, þar eð
sérnám verður að sækja til annarra landa.
Óbein stýring fer hins vegar fram með
svipuðum hætti og erlendis. Eitt dæmi um
það er bygging heilsugæslustöðva, sem
mun leiða til mikillar fjölgunar heilsu-
gæslulækna, samkvæmt spá Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins.3 Forspá
um fjölda stöðugilda í öðrum sérgreinum
hefur ekki verið birt. Þar eð forsendur eru
ófullkomnar byggist val á framhaldsnámi
á veikari grunni en efni standa til.
HEIMILDIR
1. Læknaskrá 1. janúar 1978, skrifstofa land-
læknis, Reykjavík.
2. Ólafur Ólafsson. Um læknaliðun og lækna-
nám á Islandi. Læknablaðið 60:3-12. 1974.
3. Rit Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
isins 1/1977. Heilbrigðisstofnanir. Mars
1977.
TAFLA V
Áform lækna um að flytjast til íslands og lengd dvalartíma í Svíþjóð
DVALARTI'MI í SVÍÞJÓÐ í ÁRUM
o—u 5—9 10—1U 15—25 Samtals
ÁFORM Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
Ákveðið hvenær flytur 81 86 7 47 i 33 0 0 89 71
Óákveðið hvenær flytur 10 11 7 47 0 0 1 7 18 14
Óákveðið hvort flytur 2 2 1 6 2 67 7 50 12 9
Flytur ekki 1 1 0 0 0 0 6 43 7 6
9i 100
15 100
8 100
1U 100
126 100