Læknablaðið - 01.04.1979, Síða 94
114
LÆKNABLAÐIÐ
Kynning á Norræna heilbrigðisfræðaháskólanum
í Gautaborg
Öðru hvoru hafa að undanförnu birzt í
blaðinu tilkynningar um einstök námskeið
við Nordiska Halsovárdshögskolan. í 3. tbl.
1978 var þess getið, að skólinn yrði kynnt-
ur nánar síðar.
Starfsemi skólans hófst 1953 í smáum
stíl, en stöðugt voru færðar út kvíarnar og
1962 var hann efldur verulega, þegar Norð-
urlöndin gerðu með sér samkomulag um
rekstur hans. ísland átti þó ekki beina að-
ild að rekstri skólans, en greiddi kostnað í
hlutfalli við aðsókn íslendinga að einstök-
um námskeiðum.
í ársbyrjun 1978 var skólinn settur beint
undir Norrænu ráðherranefndina (Nord-
iska ministerialrádet) og er kostnaði dreift
hlutfallslega í þjóðirnar. Greiða íslending-
ar tæpt 1 % af heildarkostnaði, sem á þessu
ári mun verða um 5 milljónir sænskra
króna. Frá 1. janúar 1978 fengum við í
fyrsta sinn aðild að stjórn skólans, sem
skipuð er einum fulltrúa frá hverju Norð-
urlandanna. Fulltrúi ís-lands er undirritað-
ur og varamaður er Davíð Gunnarsson.
Skólinn er að því leyti frábrugðin brezk-
um og bandarískum heilbrigðisfræðahá-
skólum, að kennslan fer ekki fram á sam-
felldu háskólaári, heldur er hægt að sækja
námskeið einn mánuð í senn, tvo eða þrjá
mánuði samfellt og ennfremur er hægt að
dreifa náminu á fleiri ár, ef menn kjósa.
Stefnt er að því, að veitt verði gráðan
Master of Public Health, að loknu 8 mán-
aða námi og prófi, auk eins árs starfs að
loknu prófi og samningu viðurkenndrar
sérfræðiritgerðar. Slíkt próf er þó alls ekki
skilyrði fyrir þátttöku í einstökum nám-
skeiðum.
Námskeiðin sækja m.a. læknar, tann-
læknar, dýralæknar, verkfræðingar, heil-
brigðisf ulltrúar, h j úkrunarf ræðingar,
sjúkraþjálfarar og stjórnendur sjúkrahúsa.
Kennslan fer að mestu fram á Norðurlanda-
málum, en að nokkru á ensku.
Þær greinar, sem læknar hafa helzt haft
áhuga á eru: Faraldsfræði og líftölfræði,
heilsuvernd og félagslækningar, stjórnun
og heilbrigðishagfræði, umhverfisvernd og
atvinnus j úkdómar.
í þessum greinum verða eftirtalin nám-
skeið haustmisserið 1979 og vormisserið
1980:
1. OMGIVNINGSHYGIEN:
03/09-28/09/1979 og 04/02-29/02/1980.
Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 1979.
2. HÁLSO- OCH SJUKVÁRDSADMINI-
STRATION:
01/10-26/10/1979 og 08/04-30/04/1980.
Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 1979.
3. BIOSTATISTIK OCH EPIDEMIOLOGI:
05/11-30/11/1979 og 03/03-28/03/1980.
Umsóknarfrestur til 20. ágúst 1979.
4. SOCIALPEDIATRIK:
05/11-30/11/1979.
Umsóknarfrestur til 20. ágúst 1979.
Mjög happadrjúgt er fyrir þá, sem ætla
sér að sækja námskeiðin, að kynna sér
námsefnið áður en þeir fara utan. í þessu
tölublaði er kynnt sérstaklega námskeiðið
í Hálso- och sjukhusadministration, en það
námskeið hafa allmargir íslendingar sótt á
undanförnum árum. Frekari upplýsingar
um einstök námskeið er hægt að fá beint
frá skólanum:
NORDISKA HÁLSOVÁRDSHÖGSKOLAN
Mediciniaregatan
413 46 Göteborg Sverige
Tel. 031/41 82 51
Auk þeirra námskeiða, sem áður getur
og haldin eru reglulega, eru þess á milli
haldin námskeið um sérhæfðari efni, svo
sem um sýkingarvarnir á sjúkrahúsum
(sjukhushygien), skipulag heilbrigðisþjón-
ustunnar o.fl.