Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 100

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 100
118 LÆKNABLAÐIÐ með tilliti til heilsuverndar og lækninga. Ekki er auðvelt að skilgreina fræðigrein- ina svo öllum líki. Sú skilgreining sem að framan greinir á mestu fylgi að fagna í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Orsaka algengustu sjúkdóma er hrjá íbúa hins tæknimenntaða heims er m.a. að leita í áhrifum umhverfis, sem dæmi má nefna kransæðasjúkdóma, berkjukvef, magasár, bakveiki, vöðvagigt, geðkvilla og slys. Margir mikilvægir sigrar á sjúkdómum hafa verið unnir með bættum félagslegum aðbúnaði og heilsuvernd. 2. Fræðasvið félagslækninga Grundvallarfræðasvið félagslækninga eru hinar ýmsu greinar læknisfræðinnar. Auk þess nýtir félagslæknisfræðin þekkingu úr ýmsum öðrum fræðigreinum s.s.: 1. Félagsfræði. 2. Hagfræði. 3. Tryggingafræði. 4. Stjórnfræði. 5. Sálarfræði. 6. Faraldsfræði. f greininni tengjast læknisfræði og fé- lagsfræði í þeim tilgangi að annast sjúk- lingahópa eða einstaka sjúklinga. Faralds- fræðilegum aðferðum er beitt við rann- sókn á orsökum vandans. Faraldsfræði er innan verkefnasviðs félagslæknisfræði og heilbrigðisfræði. f hlut félagslæknis- fræði koma félagslegar og sálfræðilegar orsakir sjúkdóma. Ákvarðanataka við stjórn og skipulagningu heilbrigðismála t.d. verkefnaröðun byggist að verulegu leyti á rannsóknum á hagkvæmni og árangri lækn- isaðgerða. 3. Verkefni í félagslæknisfræði Hér verða nefnd helstu verkefni fræði- greinarinnar: a. Skipulag og framkvæmd heilbrigðis- þjónustu: —• hlutur mismunandi þjónustustiga t.d. sjúkrahúsa — heilsugæslustöðva, — heilsuvernd einstakra samfélagshópa s.s. barna — vanfærra kvenna, — heilsufræði í skólum, fjölmiðlum o.s.frv., — barátta gegn ofnotkun vímugjafa, tóbaks og óhollrar fæðu. b. Sjúklingahópar og þjóðfélagshópar, svo sem: — lamaðir og fatlaðir — iblindir — þroskaheftir — astma og ofnæmissjúklingar — ógiftar mæður — elli- og örorkulífeyrisþegar — sjómenn, bændur, verkamenn, iðn- aðarmenn o.fl. c. Áhrif þjóðfélagshátta — atvinnuleysi — flóttinn frá strjálbýlinu — húsnæðismál d. Hagkvæmnisrannsóknir (gæðamat) — dagdeildir, innlögn — örorka, endurhæfing — sjúkdómstíðni, heilsuvernd — samskipti sjúklinga og heilbrigðis- starfsfólks e. Könnun breytinga á dánarmeinum, al- gengi og tíðni sjúkdóma. AÐDRAGANDI KENNSLU í FÉLAGS- LÆKNINGUM Á ÍSLANDI í greinargerð með tillögum að reglugerð um kennslu læknanema frá 1969 er rætt um það nýmæli að hefja sérstaka kennslu í félagslæknisfræði og komist svo að orði: „Kennsla, sem hingað til hefur verið í félagslæknisfræði, hefur verið veitt með kennslunni í heilbrigðisfræði. Þessa kennslu þarf að auka mjög verulega frá því sem nú er, til þess að gera læknum ljós hin gagnkvæmu áhrif samfélagsins og heilsunnar hvort á annað og læknum verði nægilega ljós hin félagslega þýðing sjúkdóma og heilbrigði. Ennfremur þarf kennslan í félagslækningum að þjálfa lækna í að sjá sjúklinginn sem hluta af félagslegu umhverfi sínu og aðeins sem einn veikan hluta af miklu stærra veiku umhverfi." Það er ekki tilviljun að við kennsluna í heilbrigðisfræði hefur verið farið inn á svið félagslæknisfræði. Báðar greinarnar fjalla um samskipti manns og umhverfis. Heilbrigðisfræðin fjallar fyrst og fremst um eðlisfræðilega, efnafræðilega og heilsu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.