Læknablaðið - 01.04.1979, Side 100
118
LÆKNABLAÐIÐ
með tilliti til heilsuverndar og lækninga.
Ekki er auðvelt að skilgreina fræðigrein-
ina svo öllum líki. Sú skilgreining sem að
framan greinir á mestu fylgi að fagna í
Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Orsaka
algengustu sjúkdóma er hrjá íbúa hins
tæknimenntaða heims er m.a. að leita í
áhrifum umhverfis, sem dæmi má nefna
kransæðasjúkdóma, berkjukvef, magasár,
bakveiki, vöðvagigt, geðkvilla og slys.
Margir mikilvægir sigrar á sjúkdómum
hafa verið unnir með bættum félagslegum
aðbúnaði og heilsuvernd.
2. Fræðasvið félagslækninga
Grundvallarfræðasvið félagslækninga eru
hinar ýmsu greinar læknisfræðinnar. Auk
þess nýtir félagslæknisfræðin þekkingu úr
ýmsum öðrum fræðigreinum s.s.:
1. Félagsfræði.
2. Hagfræði.
3. Tryggingafræði.
4. Stjórnfræði.
5. Sálarfræði.
6. Faraldsfræði.
f greininni tengjast læknisfræði og fé-
lagsfræði í þeim tilgangi að annast sjúk-
lingahópa eða einstaka sjúklinga. Faralds-
fræðilegum aðferðum er beitt við rann-
sókn á orsökum vandans. Faraldsfræði
er innan verkefnasviðs félagslæknisfræði
og heilbrigðisfræði. f hlut félagslæknis-
fræði koma félagslegar og sálfræðilegar
orsakir sjúkdóma. Ákvarðanataka við
stjórn og skipulagningu heilbrigðismála t.d.
verkefnaröðun byggist að verulegu leyti á
rannsóknum á hagkvæmni og árangri lækn-
isaðgerða.
3. Verkefni í félagslæknisfræði
Hér verða nefnd helstu verkefni fræði-
greinarinnar:
a. Skipulag og framkvæmd heilbrigðis-
þjónustu:
—• hlutur mismunandi þjónustustiga
t.d. sjúkrahúsa — heilsugæslustöðva,
— heilsuvernd einstakra samfélagshópa
s.s. barna — vanfærra kvenna,
— heilsufræði í skólum, fjölmiðlum
o.s.frv.,
— barátta gegn ofnotkun vímugjafa,
tóbaks og óhollrar fæðu.
b. Sjúklingahópar og þjóðfélagshópar, svo
sem:
— lamaðir og fatlaðir
— iblindir
— þroskaheftir
— astma og ofnæmissjúklingar
— ógiftar mæður
— elli- og örorkulífeyrisþegar
— sjómenn, bændur, verkamenn, iðn-
aðarmenn o.fl.
c. Áhrif þjóðfélagshátta
— atvinnuleysi
— flóttinn frá strjálbýlinu
— húsnæðismál
d. Hagkvæmnisrannsóknir (gæðamat)
— dagdeildir, innlögn
— örorka, endurhæfing
— sjúkdómstíðni, heilsuvernd
— samskipti sjúklinga og heilbrigðis-
starfsfólks
e. Könnun breytinga á dánarmeinum, al-
gengi og tíðni sjúkdóma.
AÐDRAGANDI KENNSLU í FÉLAGS-
LÆKNINGUM Á ÍSLANDI
í greinargerð með tillögum að reglugerð
um kennslu læknanema frá 1969 er rætt
um það nýmæli að hefja sérstaka kennslu
í félagslæknisfræði og komist svo að orði:
„Kennsla, sem hingað til hefur verið í
félagslæknisfræði, hefur verið veitt með
kennslunni í heilbrigðisfræði. Þessa
kennslu þarf að auka mjög verulega frá
því sem nú er, til þess að gera læknum
ljós hin gagnkvæmu áhrif samfélagsins
og heilsunnar hvort á annað og læknum
verði nægilega ljós hin félagslega þýðing
sjúkdóma og heilbrigði. Ennfremur þarf
kennslan í félagslækningum að þjálfa
lækna í að sjá sjúklinginn sem hluta af
félagslegu umhverfi sínu og aðeins sem
einn veikan hluta af miklu stærra veiku
umhverfi."
Það er ekki tilviljun að við kennsluna í
heilbrigðisfræði hefur verið farið inn á
svið félagslæknisfræði. Báðar greinarnar
fjalla um samskipti manns og umhverfis.
Heilbrigðisfræðin fjallar fyrst og fremst
um eðlisfræðilega, efnafræðilega og heilsu-