Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
133
Pedro Olafsson Riba
NOTKUN Á LIDOCAIN í SLAGÆÐ VIÐ SKOÐUN Á
ÚTLIMAÆÐUM MEÐ SKUGGAGJAFA
INNGANGUR
Samhliða örri þróun í skurðlækningum
hafa kröfur af hálfu skurðlækna um ná-
kvæma kortlagningu sjúklegra breytinga í
æðunum fyrir aðgerð vaxið. Þetta á ekki
síst við um hrörnunarsjúkdóma í útlima-
æðum, sem gefa æðasigg, æðaþrengsli eða
stíflur, þar sem flæðisbætandi uppskurður
er fyrirhugaður svo sem innanhreinsun,
framhjáveituaðgerð, ísetning bláæðaígræðl-
inga, gerfiæðar eða buxnalaga gerfiæðar.
Aortofemoral-angiografia eða skoðun ós-
æðar, lenda-, lær- og hnésbótaæða með
skuggagjafainnspýtingu er sú skoðun, sem
gefur nákvæmastar upplýsingar um ástand
þessa hluta æðakerfisins. Rannsóknarað-
ferðin sjálf er tiltölulega einföld í æfðum
höndum, hvort sem um er að ræða beina
ástungu í útlimaæð (selectiv femoral angio-
grafia), þræðingu upp í æð (percutan trans-
femoral angiografia) eða beina ástungu í
aorta abdominalis (translumbal angio-
grafia).
Fylgikvillar eru mjög sjaldgæfir eða <
1% og frábendingar engar ef ofnæmi fyrir
joði er undanskilið. Á hinn bóginn er rann-
sóknin óþægileg fyrir sjúklinginn vegna
þeirrar hitatilfinningar og ósjaldan óbæri-
legs sársauka í lendum og fótleggjum sem
verður samfara inndælingu skuggagjafans.
Minningarnar eftir æðaskoðun eru stundum
slíkar að viðkomandi veigrar sér við endur-
tekinni skoðun nema í svæfingu. Ástæðan
fyrir þessum óþægindum er skuggaefnið,
sem veldur útvíkkun á æðunum og þar með
hitatilfinningu, en ertir einnig innanþekju
æðanna og það er þessi erting, sem er talin
vera orsök sársaukans að vísu mismikils
eftir einstaklingum. Oft kveður svo rammt
að þessu að viðkomandi getur ekki legið
Frá Röntgendeild Landspitalans.
Barst ritstjórn 22/02/79. Sent í prentsmiðju
01/03/79.
kyrr, hann spennir sig allan, hreyfir fæt-
urna og æpir jafnvel af verkjum. Afleið-
ingin verður gölluð skoðun vegna hreyfi-
óskerpu.
Undanfarin 8—10 ár hefur notkun lido-
cains í æð til að draga úr óþægindunum,
sem eru samfara skoðun á útlimaæðum með
joðskuggagjafa farið í vöxt og margar
greinar hafa birst bæði vestan hafs og aust-
an um ágæti þessa lyfs, gefið sem staðdeyf-
ing í slagæð.0 7 10 11
Tilgangurinn með þessari grein er að
skýra frá reynslu okkar á notkun lidocains
við útlimaæðaskoðanir á 38 sjúklingum
seinni hluta árs 1978 og að fenginni eigin
reynslu og annarra að koma með tillögur
um besta notkunarmáta lyfsins.
EFNIVIÐUR OG RANNSÓKNARAÐFERÐ
Á árinu 1978 voru á Röntgendeild Land-
spítalans framkvæmar um 110 útlimaæða-
skoðanir, langflestar eða um 96% á lenda-
og ganglimaæðum. Við 41 skoðun á samtals
38 sjúkl., 23 körlum 33 til 71 árs og 15 kon-
um á aldrinum 44 til 78 ára, var notað
Lidocain, sem deyfing í slagæð.
Valið á sjúklingum var algjörlega handa-
hófskennt, þ.e.a.s. ekki var tekið tillit til
kyns, aldurs eða almenns ástands þeirra
fyrir skoðun.
Rannsóknaraðferðin skiptist þannig:
Af 38 fóru 22 í ósæðar-, lenda- og lær-
æðaskoðun, hjá 10 var gerð bein ástunga í
útlimaæð, 8 fóru í translumbal-angiografiu
og hjá einum var gerð angiografia á hægri
griplim með þræðingu transfemoralt.. Hjá
3 sjúklingum, tveim konum og einum karli,
hafði áður verið gerð æðaskoðun á hefð-
bundinn hátt. Hjá öðrum þremur var bæði
gerð aortofemoralinnspýting og sérinnspýt-
ing í aðra hvora a.femoralis í sömu skoðun.
Svæfingarlæknar ákváðu forgjöfina, sem
oftast samanstóð af Valium, Fortral og
Atropin í mismunandi skömmtum, allt eftir