Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 43

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 141 flestir sullir á aldrinum 50—80 ára, en næstu 19 árin þar á eftir, hefur aldurinn færzt upp í 70—100 ár. Bendir það á að sýking hafi farið stórminnkandi á síðustu tugum 19. aldar. UMRÆÐA Til upprifjunar skal aðeins minnzt á lífs- skeið sulls í líkamanum. Eggið er í chitin- hylki, sem leysist upp í magasýrunum og lirfan úr því borar sig síðan gegnum slím- húð garnanna og berst með vena porta til lifrarinnar og er talið að þannig fari í 70% tilfella. Sumar lirfur komast í gegnum lifrina og berast til lungnanna (20% til- fella). Örfáar eða 10% komast í gegnum lungun og geta þá borizt til hvaða líffæris sem er í líkamanum, oftast þó í milta, heila eða bein.6 Sullirnir sem hér hafa fundizt voru mis- munandi stórir, en innihald í þeim stærsta var 16 lítrar. Var þar um að ræða 51 árs gamla konu, sem krufin var árið 1944 (sectio 63/44). Niels Dungal skýrði frá þessum sjúklingi í ritgerð árið 1946 og var álitið að það væri stærsti sullur, sem þá var vitað um.1 2 3 Stærsti sullur sem þá hafði fundizt var á skrá frá Devé (1920) og var innihald. hans 10.5 lítrar. Lichtman (1949) skýrir frá því, að Barnett hafi fjarlægt sull, sem innihélt 42 lítra (11 gallons) og verður það met sennilega seint slegið.r> Athyglisvert er, að aðeins 5 af sullunum hérlendis hafa fundizt í fólki, sem fætt er árið 1900 eða síðar. Yngst var stúlka frá Ólafsvík, fædd 1937, dáin 1960, (sectio 274/60) og var hún með sull í beinum (ecchinococcus ossis ilii dxt.), sem er sjald- gæf staðsetning hérlendis.1 Hitt fólkið var, 26 ára karl (S. 33/39), 43 ára karl (S. 34/45), 32 ára kona (S. 182/51) og 60 ára karl (S. 260/60), sem var fæddur 15/2 1900. Árangurinn, sem náðst hefur í þessari baráttu, er fyrst og fremst að þakka eftir- farandi: 1. Aukinni fræðslu (Bæklingur um sulla- veiki 1863). 2. Hundahreinsunarlögunum (1890). 3. Tilkomu sláturhúsanna (eftir 1900). 4. Ákvæði um að brenna og grafa sýkt innyfli (1890). 5. Fráfærur hætta (eftir fyrsta tug 20. aldar). 6. Sauðahald hættir (sauðum slátrað 3—4 ára). 7. Haustslátrun (lömbum slátrað 4-5 mán. svo að sullir nái ekki að þroskast, hafi lambið smitazt). 8. Aukið hreinlæti og betri híbýlakostur. 9. Bannað hundahald. Undanfarið hefur verið mikið rætt um hundahald í þéttbýli landsins og sýnist sitt hverjum. Tekið skal fram að þessi athugun var gerð áður en nefndar umræður hófust. TABLE II. Autopsies 1949—1967. Ycar Number of autopsies Number of cases with hydatid disease 1949 170 i 1950 164 6 1951 194 10 1952 226 13 1953 227 9 1954 240 7 1955 238 7 1956 279 4 1957 273 6 1958 295 7 1959 330 3 1960 324 5 1961 370 7 1962 374 3 1963 418 8 1964 453 6 1965 442 4 1966 476 8 1967 507 5 Total 6000 119 M/F ratio 18/71 = 0.67 TABLE III. Age distribution of hydatid diseases found at autopsies 1930—1967. Age group 1930— 191^8 19 49— 1967 Total Under 40 2 2 4 40—49 7 0 7 50—59 15 0 15 60—69 25 7 32 70—79 21 32 53 80—89 6 60 66 90—99 1 18 19 Total 77 119 196

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.