Læknablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ
145
ræða. Bjarna var hér nokkur vandi á
höndum. Hann var háður sínum tíma um
það að ögra varlega þeim, sem honum
voru hærra settir, hvort sem voru kenni-
feður eða kóngsins yfirvöld-“ (6, bls. 46).
Af ævisögu Bjarna Pálssonar0 verður
ekki séð, að hann hafi skort einurð til að
segja álit sitt umbúðalaust við hvern sem
var, og í því tilviki, sem hér um ræðir,
má ætla, að það hefði orðið útlátalaust
fyrir hann, þó það væri annað en yfir-
boðara hans. Sá ágreiningur gat ekki ógn-
að neinum lagafyrirmælum né kostað rík-
ið fjárútlát. En það hlaut að vera Bjarna
kappsmál, að skcðun hans á landlægum
sjúkdómum á íslandi væri rökrétt gagn-
vart því fræðikerfi, sem hann aðhylltist.
Og það eitt er vænlegt til að veita réttar
leiðbeiningar um skilning hans á sulla-
veiki, að vita deili á því sjúkdómafræði-
kerfi. En hvert var það nánar tiltekið?
G.M. bendir á stíflur, sem veigamikinn
þátt í sjúkdómafræði B.P. og segir þær
að nokkru leyti í samræmi við þeirra
tíma kenningar um vessa líkamans. Ef
hér er átt við vessakenningar Galenusar
þar sem órétt hlutfall aðalvessa líkamans
(slím, blóð, gult og svart gall) er megin
orsök sjúkdóma, þá eiga stíflurnar (ob-
struktionirnar) ekki þar heima. Þær eru
eitt aðalsérkenni jatromekanisku kenn-
ingarinnar, sem leggur megin áherslu á
hreyfingu vessanna og vélræna (mekan-
iska) hindrun á þeim, vegna samdrátta
í æðavegg eða trefja (fibra) utan æðanna
(þessar trefjar svara nánast til vefja í
nútíma skilningi). Þannig stafar bólga af
samdrætti í smæstu æðum, svo blóðkorn-
in komast ekki áfram, en teppa æðarnar
og blóðið safnast fyrir á staðnum. Og
tepptar vessaæðar valda bjúg, ascitis og
hydatids, en það er þar sem sullir eiga
heima, og skal þess vegna tilfærður hér
kafli úr Fundamenta medicinae (Halæ
1695) eftir Friedrich Hoffmann (1660-
1742) í enskri þýðingu Lester S. Kings,
sem fjallar um þetta:
,,28. Hydrops is called ascites when
the extravasion and accumulation
of lymph occurs in the abdominal
cavity, from a rupture of the
lymphatic channels.
29. When the lymphatic vessels are
obstructed and new serum is
brought continuously, these chan-
nels broaden and swell. Since
the lymph cannot flow retro-
grade because of the position of
the valves, hydatids or great
vesicles are formed. When these
rupture there occurs a great
extravasation of lymph, and thus
hydrops can arise suddenly.“ (4,
bls. 65).
Hér er lítill greinarmunur gerður á
hydatids og ascitis, hvort tveggja fellur
undir hydrops, Vatter Soot, vatnssótt, sem
hjá Bjarna Pálssyni var ein af afleiðing-
um stíflanna og skv. prestþjónustubók
Reykjavíkur látast tveir skurðsjúklingar
hans úr Vatter Soot (6, bls. 36).
F. Hoffmann, sem var prófessor við há-
skólann í Halle, og Hermann Boerhaave
(1668-1738), prófessor í Leyden, voru aðal-
hvatamenn jatromekanisku kenningarinn-
ar og þó að kennisetningunni, sem hún var
reist á, væri áfátt í ýmsu, þá var starf
þessara lækna, er að sjúkrabeði kom, raun-
hæft, og að fordæmi Hippokratesar og
Sydenhams mest lagt upp úr reynslu.
Sjúkdómslýsingar þeirra, er fylgdu hinni
jatromekanisku kenningu, voru því oft
miklu raunsærri en ætla mætti, væru þær
leiddar af kennisetningunni, og á þetta
einnig við um lýsingar B.P., J.P. og S.P.
á sullum, sem vafalaust styðjast við eigin
innlenda reynslu, eins og V.J. álítur, enda
auðfengin, þar sem efamál er, að annar
innlendur sjúkdómur hafi valdið meiri
örkumlum á þeim tímum en sullaveikin.
í sambandi við athugasemdir S.P. í
lækningabók J.P. segir V.J.: „leynir sér
ekki, að þekking Sveins á sullum hefur
verið miklu fjær öllum veruleika og
sjálfsreynslu en þekking bókarhöfundar“
(6, bls. 51) og vísar um þetta til Sögu
sullaveikinnar eftir G.M., bls. 16-18. Nú
er S.P. aðalheimildin um B.P. og af þeirri
ástæðu þýðingarmikið að kunna skil á
þekkingu Sveins á sullum, þegar meta skal
álit hans á aðgerðum Bjarna við þeim,
sem síðar verður hér nánar að vikið. G.M.
dæmir þekkingu J.P. á sullaveiki út frá
bók hans „Lækningabók fyrir almúga“13
og S.P. af eftirfarandi ritum: Registur