Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1979, Síða 66

Læknablaðið - 01.07.1979, Síða 66
154 LÆKNABLAÐIÐ 1973, er slík deild var opnuð í Heilsugæzlu- stöð Kópavogs til viðbótar deild á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Sjúklingar fengu því greiðari aðgang að þjónustu, enda hef- ur aðsókn þeirra að göngudeildum stór- aukizt. Að sögn lækna á Heilsugæzlustöð Kópavogs hafa leitað þangað fjölmargir sjúklingar sem áður vistuðust skemmri og lengri tíma á húðdeild Landspítalans. — Margir þeirra eru nú vinnufærir allt árið. Niðurstaða Á árunum 1972-—76 hefur allstór biðlisti húðdeildar Landspítalans sem er eina húð- deild landsins lagzt af. Á árinu 1976 voru 2—3 rými af 14 rúmum deildarinnar ekki nýtt fyrir sjúklinga með húðsjúkdóma. Orsakir þessara breytinga eru að allra áliti þessar: 1. Sjúklingar með erfiða psoriasis og aðra húðsjúkdóma fá húðlyf að fullu niður- greidd frá 1974. Aðrir sjúklingar fá þessi lyf á viðráðanlegu verði. Þessir sjúklingar hafa því síður þurft sjúkrahúsvistunar við en áður. Hinn aukni lyfjakostnaður frá 1972— 1976 samsvarar rekstri um tveggja rúma á húðdeild á ársgrundvelli. 2. Göngudeildarstarfsemi var mjög auk- in á höfuðborgarsvæðinu með opnun húð- deildar Heilsugæzlustöðvar Kópavogs. Að- streymi sjúklinga að þessum deildum hef- ur stóraukizt með ári hverju. Við teljum því, að fjárhagslegur sparn- aður við þessa breytingu hafi orðið allnokk- ur, þótt lyf jakostnaður hafi aukizt, vegna færri legudaga á deildinni og minnkaðra dagpeningagreiðslna til sjúklinga. Að lokum ber að geta þess, að fjölda- margir sjúklingar hafa sloppið við að liggja langtímum saman á sjúkrahúsi eða bíða eftir sjúkrahúsvist, en eru þess í stað starf- hæfir. Samantekt Vel rekin göngudeildarstarfsemi og við- ráðanlegar greiðslur sjúklinga vegna lækn- ishjálpar (lyf) hefur dregið úr sjúkrahús- vistun sjúklinga með húðsjúkdóma og enn- fremur hefur heildarkostnaður vegna um- önnunar og lækningar þessara sjúklinga lækkað frá því sem áður var, er meiri á- herzla var lögð á meðferð þeirra á sjúkra- húsi. Á húðsjúkdómadeild Landspítalans eru nú fáir á biðlista. SUMMARY In this paper an assessment is made of the cost of two health care systems for patients with dermatological diseases. In 1974 the Health Authorities decided that all drugs used in the treatment of psoriasis and eczema should be free of charge. At the same time increased outpatient facilities were pro- vided. This resulted in a sharp reduction in dermatological admission making possible re- duction in dermatological beds. The resulting reduction of hospital expenses outweighs the expenses of the free drugs and outpatient facilities. TILVITNANIR 1. A. Grimsson og Ó. Ólafsson. Lyfjanotkun í Reykjavík. Læknablaðið 1977, 3-4:69-72. 2. Lyf á Islandi. Lyfjamáladeild Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis 1976. XVIII NORDISKA REUMATOLOG- KONGRESSEN 1.—4. júní, 1980, Helsingfors, Finland Kongresspresident: Prof. Otto Wegelius Generalsekreterare: Docent Claes Friman Korrespondens: XVIII Nordiska Reumatologkongressen, Postbox 130, 00171 Helsingfors 17, Finland 37:e NORDISKA KONGRESSEN för INTERNMEDICIN Uppsala 9—11 juni 1980 Akademiska Sjukhuset. 75014 Uppsala President Professor Harry Boström Generalsekreterare Docent Jonas Boberg Frekari upplýsingar á skrifstofu læknafélaganna

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.