Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1979, Side 71

Læknablaðið - 01.07.1979, Side 71
LÆKNABLAÐIÐ 159 Félagsstarf iö Fjórir reglulegir stjórnarfundir voru haldnir á árinu. Þar að auki voru haldnir tveir almenn- ir félagsfundir, annar í Stokkhólmi 7. apríl, hinn í Gautaborg 8. apríl. Á báðum fundunum voru eftirtaldir gestir: Páll Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Skúli Johnsen, borgarlæknir, Örn Bjamason, skóla- yfirlæknir og Eyjólfur Haraldsson, lektor. Fluttu gestirnir erindi um læknaliðun, heil- brigðis- og heilsugæslumál á Islandi. Gafst fundarmönnum gott tækifæri til að ræða við þennan fríða flokk ráðamanna um heilbrigðis- mál á Islandi. Fundurinn í Stokkhólmi sóttu 26 íslenskir læknar en 32 sóttu fundinn í Gautaborg. Lagábreytingar 1) Borin var fram tillaga til breytingar við 1. gr. laga félagsins um að reikningsár félagsins verði miðað við 1. október—30. september í stað almanaksársins. Tillagan var samhljóða samþykkt. 2) 7. gr. laga breytist i: „Félagið er aðili að Læknafélagi Islands“. Tillagan var samþykkt samhljóða en í framhaldi af henni hófust um- ræður um fjölda fulltrúa FlLÍS á aðalfundi L.I. FlLlS á þar einn fulltrúa. Þorvaldur Veig- ar Guðmundsson skýrði frá sjónarmiðum L.l. sem voru á þá leið að ekki væri eðlilegt að fjölmenn félög lækna sem ekki störfuðu á Islandi hefðu jafn marga aðalfundarfulltrúa og félög lækna sem starfa á íslandi. Stjórn L.I. hefði tekið þá ákvörðun að gera FlLlS og hliðstæðum félögum jafn hátt undir höfði og svæðafélögum L.I. sem eiga 1 fulltrúa á aðal- fundi (nema L.R.). Eftir nokkrar umræður virtust menn sættast á þessi viðhorf. Önnur mál 1) Vilhjálmur Rafnsson, formaður Félags ís- lenskra lækna um heilsugæslu, lýsti stuttlega tilgangi félagsins og starfsemi. Kom þar fram að félagar hittust reglulega á fundum til að ræða um nám í heimilislækningum, rekstur heilsugæslustöðva og um heilsugæslu almennt. Eru 2—3 svæðishópar starfandi innan félagsins. 2) Guðjón Magnússon gerði síðan grein fyrir könnun sem hann hefur gert á vegum félagsins um starf, framhaldsnám og fyrirætlanir is- lenskra lækna í Sviþjóð. Könnunin tók til 140 lækna. 129 svöruðu eða 92%. Islensku læknarn- ir starfa á 29 stöðum í Svíþjóð, flestir i Gauta- borg, Stokkholmi og Malmö-Lundi. Athygli vakti að þeir sem svöruðu voru við nám eða störf í 27 sérgreinum. Fjölmennasta sérgreinin er heimilislækningar þar sem 25 manns eru við nám. Var könnunin mikið rædd á fundinum og studdu fundarmenn eindregið að könnun sem þessi yrði gerð með reglulegu millibil. 3) Að lokum bar formaður upp nokkrar tillögur og ályktanir stjórnar: a) Mikið var rætt um stofnun læknisfræði- legs rannsóknarráðs á íslandi sem starfað gæti á hliðstæðum grundvelli og Medicinska forsk- ningsrádet í Svíþjóð. Fundarmenn voru al- mennt sammála um nauðsyn þess að stofna slíkt ráð til eflingar læknisfræðilegum rann- sóknum á íslandi. Óljóst var hins vegar á hvers vegum ráðið skyldi starfa — lækna- deildar eða menntamálaráðuneytisins. Fund- urinn fól stjórn félagsins að reka þetta mál og samþykkti tillögu samhljóða: „Aðalfundur FlLlS álítur að stofna beri læknisfræðilegt rannsóknarráð á Islandi eins og gerist með öðrum Norðurlandaþjóðum“. b) Eftirfarandi tiliaga var samþykkt með 1 mótatkvæði: „Aðalfundur FlLÍS ályktar að halda verði stjómarfundi a.m.k. ársfjórðungs- lega og fer þess á leit við stjórn félagsins að þeir verði hafðir opnir félagsmönnum“. Það kom einnig fram að stjórn félagsins mun í framtíðinni leitast við að halda fundi sina á ýmsum stöðum landsins til að reyna að efla sambandið við félagsmenn. c) Samþykkt samhljóða: „Aðalfundur FÍLlS samþykkir að Félag íslenskra lækna um heilsu- gæslu verði félagsdeild innan FlLlS". d) Þá voru lífeyrissjóðsréttindi okkar sem starfa í Sviþjóð rædd. Það kom fram að lág- marksgjald í lífeyrissjóð L.I. er nú um 180.000 kr. á ári og er það ekki frádráttarbært til skatts í Svíþjóð fyrir þá sem komu eftir 1976. Hámarkstími sem ekki þarf að greiða árgjald til sjóðsins er 2 ár. Þarf að sækja skriflega um slikt leyfi. Fá menn ekki réttindi fyrir þennan tima. Þá voru lífeyrismál í Sviþjóð rædd. Það kom fram að menn safna hér s.k. ATP punktum i lifeyrissjóð og væri „teoretískt" hægt að flytja þau réttindi í lífeyrissjóð L.I. Hagkvænmi að slíku er þó óljós. Töldu menn þetta þýðingar- mikið mál og að e.t.v. væri vert að fela ein- hverjum aðila (t.d. lifeyrissjóði L.I.) að kanna og reka þessi mál fyrir hönd FlLÍS. e) Að síðustu voru ræddir erfiðleikar þeir sem eru á því fyrir íslenska lækna í Svíþjóð að gegna afleysingarstörfum heima á Islandi bæði vegna hárra fargjalda og siaukinna skatta. Það kom fram að með núverandi skatt- lagningu á ársgrundvelli fyrir afleysingarstörf í fáeina mánuði fari u.þ.b. 70% tekna í skatt miðað við einungis ca 8% i Noregi. I framhaldi af umræðunum var eftirfarandi tillaga sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur FlLlS vekur athygli stjórnar L.I. á breyttum möguleikum íslenskra lækna er starfa erlendis að gegna afleysingarstörfum á Islandi. Ástæðan er stórhækkuð fargjöld auk óréttlátrar skattlagningar miðað við önnur Norðurlönd. Þessar breytingar skerða stórlega möguleika umræddra lækna að gegna afleys- ingarstörfum á Islandi". I framhaldi af umræðunum um skattamál var síðan upplýst að þeir sem starfa í Svíþjóð í styttri tima en 6 mánuði (t.d. á 1. ári) geti sótt um að borga útsvar í s.k. landskommúnu en það er ca 10% samanborið við venjulegan kommúnalskatt sem er um 30%.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.