Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 159 Félagsstarf iö Fjórir reglulegir stjórnarfundir voru haldnir á árinu. Þar að auki voru haldnir tveir almenn- ir félagsfundir, annar í Stokkhólmi 7. apríl, hinn í Gautaborg 8. apríl. Á báðum fundunum voru eftirtaldir gestir: Páll Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Skúli Johnsen, borgarlæknir, Örn Bjamason, skóla- yfirlæknir og Eyjólfur Haraldsson, lektor. Fluttu gestirnir erindi um læknaliðun, heil- brigðis- og heilsugæslumál á Islandi. Gafst fundarmönnum gott tækifæri til að ræða við þennan fríða flokk ráðamanna um heilbrigðis- mál á Islandi. Fundurinn í Stokkhólmi sóttu 26 íslenskir læknar en 32 sóttu fundinn í Gautaborg. Lagábreytingar 1) Borin var fram tillaga til breytingar við 1. gr. laga félagsins um að reikningsár félagsins verði miðað við 1. október—30. september í stað almanaksársins. Tillagan var samhljóða samþykkt. 2) 7. gr. laga breytist i: „Félagið er aðili að Læknafélagi Islands“. Tillagan var samþykkt samhljóða en í framhaldi af henni hófust um- ræður um fjölda fulltrúa FlLÍS á aðalfundi L.I. FlLlS á þar einn fulltrúa. Þorvaldur Veig- ar Guðmundsson skýrði frá sjónarmiðum L.l. sem voru á þá leið að ekki væri eðlilegt að fjölmenn félög lækna sem ekki störfuðu á Islandi hefðu jafn marga aðalfundarfulltrúa og félög lækna sem starfa á íslandi. Stjórn L.I. hefði tekið þá ákvörðun að gera FlLlS og hliðstæðum félögum jafn hátt undir höfði og svæðafélögum L.I. sem eiga 1 fulltrúa á aðal- fundi (nema L.R.). Eftir nokkrar umræður virtust menn sættast á þessi viðhorf. Önnur mál 1) Vilhjálmur Rafnsson, formaður Félags ís- lenskra lækna um heilsugæslu, lýsti stuttlega tilgangi félagsins og starfsemi. Kom þar fram að félagar hittust reglulega á fundum til að ræða um nám í heimilislækningum, rekstur heilsugæslustöðva og um heilsugæslu almennt. Eru 2—3 svæðishópar starfandi innan félagsins. 2) Guðjón Magnússon gerði síðan grein fyrir könnun sem hann hefur gert á vegum félagsins um starf, framhaldsnám og fyrirætlanir is- lenskra lækna í Sviþjóð. Könnunin tók til 140 lækna. 129 svöruðu eða 92%. Islensku læknarn- ir starfa á 29 stöðum í Svíþjóð, flestir i Gauta- borg, Stokkholmi og Malmö-Lundi. Athygli vakti að þeir sem svöruðu voru við nám eða störf í 27 sérgreinum. Fjölmennasta sérgreinin er heimilislækningar þar sem 25 manns eru við nám. Var könnunin mikið rædd á fundinum og studdu fundarmenn eindregið að könnun sem þessi yrði gerð með reglulegu millibil. 3) Að lokum bar formaður upp nokkrar tillögur og ályktanir stjórnar: a) Mikið var rætt um stofnun læknisfræði- legs rannsóknarráðs á íslandi sem starfað gæti á hliðstæðum grundvelli og Medicinska forsk- ningsrádet í Svíþjóð. Fundarmenn voru al- mennt sammála um nauðsyn þess að stofna slíkt ráð til eflingar læknisfræðilegum rann- sóknum á íslandi. Óljóst var hins vegar á hvers vegum ráðið skyldi starfa — lækna- deildar eða menntamálaráðuneytisins. Fund- urinn fól stjórn félagsins að reka þetta mál og samþykkti tillögu samhljóða: „Aðalfundur FlLlS álítur að stofna beri læknisfræðilegt rannsóknarráð á Islandi eins og gerist með öðrum Norðurlandaþjóðum“. b) Eftirfarandi tiliaga var samþykkt með 1 mótatkvæði: „Aðalfundur FlLÍS ályktar að halda verði stjómarfundi a.m.k. ársfjórðungs- lega og fer þess á leit við stjórn félagsins að þeir verði hafðir opnir félagsmönnum“. Það kom einnig fram að stjórn félagsins mun í framtíðinni leitast við að halda fundi sina á ýmsum stöðum landsins til að reyna að efla sambandið við félagsmenn. c) Samþykkt samhljóða: „Aðalfundur FÍLlS samþykkir að Félag íslenskra lækna um heilsu- gæslu verði félagsdeild innan FlLlS". d) Þá voru lífeyrissjóðsréttindi okkar sem starfa í Sviþjóð rædd. Það kom fram að lág- marksgjald í lífeyrissjóð L.I. er nú um 180.000 kr. á ári og er það ekki frádráttarbært til skatts í Svíþjóð fyrir þá sem komu eftir 1976. Hámarkstími sem ekki þarf að greiða árgjald til sjóðsins er 2 ár. Þarf að sækja skriflega um slikt leyfi. Fá menn ekki réttindi fyrir þennan tima. Þá voru lífeyrismál í Sviþjóð rædd. Það kom fram að menn safna hér s.k. ATP punktum i lifeyrissjóð og væri „teoretískt" hægt að flytja þau réttindi í lífeyrissjóð L.I. Hagkvænmi að slíku er þó óljós. Töldu menn þetta þýðingar- mikið mál og að e.t.v. væri vert að fela ein- hverjum aðila (t.d. lifeyrissjóði L.I.) að kanna og reka þessi mál fyrir hönd FlLÍS. e) Að síðustu voru ræddir erfiðleikar þeir sem eru á því fyrir íslenska lækna í Svíþjóð að gegna afleysingarstörfum heima á Islandi bæði vegna hárra fargjalda og siaukinna skatta. Það kom fram að með núverandi skatt- lagningu á ársgrundvelli fyrir afleysingarstörf í fáeina mánuði fari u.þ.b. 70% tekna í skatt miðað við einungis ca 8% i Noregi. I framhaldi af umræðunum var eftirfarandi tillaga sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur FlLlS vekur athygli stjórnar L.I. á breyttum möguleikum íslenskra lækna er starfa erlendis að gegna afleysingarstörfum á Islandi. Ástæðan er stórhækkuð fargjöld auk óréttlátrar skattlagningar miðað við önnur Norðurlönd. Þessar breytingar skerða stórlega möguleika umræddra lækna að gegna afleys- ingarstörfum á Islandi". I framhaldi af umræðunum um skattamál var síðan upplýst að þeir sem starfa í Svíþjóð í styttri tima en 6 mánuði (t.d. á 1. ári) geti sótt um að borga útsvar í s.k. landskommúnu en það er ca 10% samanborið við venjulegan kommúnalskatt sem er um 30%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.