Læknablaðið - 01.10.1979, Page 8
228
LÆKNABLAÐIÐ
kynþroska kvenfólk nema því séu um leið
tryggðar öruggar getnaðarvarnir í næstu þrjá
mánuði á eftir bólusetningunni. öll þessi
þrjú rauðuhundabóluefni eru mun lélegri ó-
næmisvakar en eðlileg rauðuhundasýking. Er
því æskilegt að fylgst sé vandlega með ár-
angri bólusetninga bæði hvað varðar fjölda
þeirra, sem mynda verndandi mótefni eftir
þær, magn og endingu mótefnanna og hlut-
fall sýkinga hjá bólusettum, ef faraldrar
ganga. Hér í blaðinu er nú að finna fyrsta
þáttinn í slíkri langtíma könnun á árangri
fyrstu rauðuhundabólusetningarinnar hér á
landi.
Takmarkið með rauðuhundabólusetningu er
eingöngu útrýming fósturskemmda. Erlendis
greinir menn á um leiðirnar að þessu marki.
Sumir telja vænlegast til áragnurs að bólu-
setja öll börn, bæði pilta og stúlkur, um
tveggja ára aldur og álíta að þannig megi
minnka hóp smitberanna í þjóðfélaginu og
koma í veg fyrir sýkingar á eldri árgöngum
og rauðuhundafaraldra. Aðrir vilja beina
kröftunum eingöngu að bólusetningu ung-
Iingsstúlkna í von um að mótefnin endist
hverri einstakri til að verjast sýkingu á barn-
eignaskeiði ævinnar. Enn er of snemmt að
draga endanlegar ályktanir um varanlegan
árangur þessara aðgerða. Pær eru allar yngri
en 10 ára, þannig að ekkert barn bólusett á
mjög ungum aldri er enn komið á barneigna-
skeið og bólusetningar unglingsstúlkna hafa
enn aðeins náð til fárra árganga. Greinilegt
er þó, að víðtækar bólusetningar á ungum
börnum hafa ekki dugað til að koma í veg
fyrir afmarkaða rauðuhundafaraldra í eldri
árgöngum, enda mikil bjartsýni að búast við
að slíkt gagni með stórþjóðum, þar sem
fólksflutningar eru tíðir milli staða og erfitt
að ná til fólks.
Hér á landi hófust reglulegar mótefnamæl-
ingar gegn rauðuhundaveiru í blóði ófrískra
kvenna fyrir 5 árum. Árið 1976 hófust um-
fangsmikíar mótefnamælingar á unglings-
stúlkum, undanfari þeirrar bólusetningar,
sem lýst er hér í blaðinu. Grimmur rauðu-
hundafaraldur sem hér herjaði síðasta árið
og enn er virkur bætti umtalsverðum hópi
við fjölda mældra kvenna. í vor var svo kom-
ið að um helmingur þeirra 54.000 kvenna
sem hér eru á aldrinum 12—45 ára hafði
verið athugaður. Var þá ákveðið að ganga í
að mæla hinn helminginn einnig og nota það
einstaka tækifæri sem okkur gefst til að
nýta til fulls þá tækni, sem tiltæk er í bar-
áttunni gegn fósturskemmdum af völdum
rauðra hunda. Hér verður í fyrsta skipti í
sögu rauðuhundarannsókna gengið í að veita
hverri einstakri konu á barneignaskeiði í
heilu þjóðfélagi vitneskju um ónæmisástand
sitt gegn rauðum hundum. Þeim mótefna-
lausu verður síðan gefinn kostur á bólusetn-
ingu, ef þær fallast á að nota öruggar getn-
aðarvarnir í næstu 3 mánuði á eftir. Það er
mjög mikilvægt, þar sem þunganir svo
skömmu eftir bólusetninguna eru full ástæða
til fóstureyðingar. Tveimur til þremur mán-
uðum eftir bólusetningu er svo ætlunin að
mæla mótefni og skrá árangur þessarar ó-
næmisaðgerðar, svo að fylgjast megi með
hverri bólusettri konu næstu árin á eftir
bólusetningunni. Til viðbótar við þessa frum-
vinnu er svo ætlunin að mæla mótefni hjá
hverjum nýjum árgangi 12 ára stúlkubarna,
bólusetja þær mótefnalausu og mæla árang-
urinn með sama hætti. Með þessum aðgerð-
um vinnst tvennt: í fyrsta lagi munu allar
konur fá tækifæri til að þekkja ónæmisástand
sitt, og þær sem myndað hafa eðlileg mót-
efni þurfa engu að kvíða þó að þær séu ó-
frískar þegar faraldrar aanga. Auðvelt mun
reynast að fylgjast með endingu ónæmis
eftir bólusetningarnar og gefa út aðvaranir
ef bilanir verða.
Beinn kostnaður við ofangreindar aðgerðir
virðist vera minni en beinn kostnaður ís-
lensks þjóðfélags vegna eins barns sem fæð-
ist gallað af völdum rauðra hunda og þarf á
aðstoð að halda til frambúðar.
Margrét Guðnadóttir.