Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 235 voru til göngudeildarinnar af Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Eru þeir flokkaðir eftir aldri og kyni, samtals 76 sjúklingar (48 karlar og 28 konur). Eru langflestir á aldrinum 60—69 ára. Flestir sjúklinganna eru búsettir á höfuð- borgarsvæðinu. Af 31 glákusjúklingi á höfuð- borgarsvæðinu, sem eru á göngudeildinni á aldrinum 50—59 ára, (sbr. 5. töflu), var 13 vísað til rannsóknar af Hjartavernd og af 118 á aldrinum 60—69 ára 39 eða þriðjungur. Af öll- um sjúklingum í Reykjavík og nágrenni hefur Hjartavernd fundið 66 sjúklinga af 405 eða rúmlega 16% af öllum sjúklingum á þessu svæði. Sjónsviðsskerðing sjúklinga, sem sendir voru af Hjartavernd, er sýnd í 13. töflu B. Eru um 78% augna með sjúkdóminn á byrjunarstigi og einkennandi sjónsviðseyður fyrir gláku eru meðal 22% sjúklinga. SKIL Hægfara gláka er sjúkdómur, sem herjar á roskið og einkum aldrað fólk. Við síðustu könnun á blindu hér á landi, árið 1950, var þessi sjúkdómur lang algengasta orsök blindu og sjóndepru aldraðs fólks. Þar sem blindra- skráning er ekki gerð, er ekki vitað um al- gengi blindu og sjóndepru hérlendis. Lítið er vitað ennþá um orsakir hægfara gláku þrátt fyrir miklar rannsóknir. Vitað er, að arfgengi á þar stóran þátt. Á síðustu árum hafa ýmsir aðhyllst þá kenningu að umhverf- isáhrif (environmental factors) hafi áhrif á gang sjúkdómsins og m.a. geri það að verkurn, að erfitt er að ákveða eftir hvaða lögmálum sjúkdómurinn erfist. 1 ritverkinu Clinical Ophthalmology segir dr. Schwartzis: „Unfortunatcly, with the emphasis on hereditary models, especially those that are Mcndelian in nauture, environmental factors may have been underestimated. Environmental factors may re- late not only to possiblc agents outside the patient, including such direct agents as viruses, antigens and toxic substances.. but in addition, there are the influences and changes of neuro- logic and endrocrine factors within the patient in relation to the external environmental factors, since there are so many possibilities to consideru. Með samanburði á aldursflokkadreifingu glákusjúklinga síðan fyrir síðustu aldamót, (sbr. 3. töflu) kemur í ljós að mun fleiri hlut- fallslega eru í yngri aldursflokkum á fyrri hluta aldarinnar, en við síðari kannanir og þá eink- um þá siðustu. Virðist því sem hægfara gláka á klinisku stigi sé að færast upp i eldri aldurs- flokka eða að sjúklingar gangi lengur með sjúkdóminn á forklinisku stigi án augljósra ein- kenna. Ef þetta er rétt gæti verið um breyt- ingu á gangi sjúkdómsins að ræða, vegna breyttra umhverfisþátta. Önnur ástæða fyrir þvi, að hlutfall hægfara gláku í yngri aldursflokkum hefur minnkað, gæti að nokkru legið í breyttri þjóðfélagsbygg- ingu. Árið 1901 var 3.9% þjóðarinnar 70 ára og eldri, 1930 4.6%, 1950 5% og árið 1974 6.1%.20 Fleiri að tiltölu komast í elztu aldursflokkana nú en fyrr á öldinni. Einnig er auðveldara fyrir aldrað fólk að leita augnlækna nú en áður vegna bættra samgangna og komast þvi etv. fleiri aldraðir glákusjúklingar á skrá hjá augn- læknum. Við fyrri athuganir hér á landi hafa karlar með kliniska hægfara gláku verið til- tölulega fleiri sbr. 4. töflu og 1. og 2. stuðlarit. Hefur bilið milli karla og kvenna farið sí- minnkandi frá síðustu aldamótum. Skýring á því gæti verið sú, að ytri áhrif geti breytt gangi sjúkdómsins. Á síðustu áratugum hafa störf karla hér á landi breytzt mjög mikið með þeirri byltingu í atvinnuháttum, sem átti sér stað upp úr síðustu heimsstyrjöld. Innivinna er algengari og störf karla og kvenna ekki eins frábrugðin og áður. Hefur greinarhöfundur áð- ur komið með þessa tilgátu.i 1 þessari könnun er dreifing milli karla og kvenna lik og í nágrannalöndunum (52 karlar á móti 48 konumM io n Sé gert ráð fyrir svip- uðu algengi hægfara gláku hér á landi og fannst við Framingham-könnunina í Banda- ríkjunum fyrir skömmu, má draga þá ályktun að nær 50% allra glákusjúklinga á höfuðborg- arsvæðinu séu í meðferð á deildinni og er þá átt við bæði greind og ógreind tilfelli. I Framingham-könnuninni var leitað skipu- lega að hægfara gláku meðal 2597 íbúa á aldr- inum 52—85 ára og voru 3.3% með sjúkdóminn á klinisku stigi, (sjá 6. töflu).9 Við könnun á hægfara gláku, sem höfundurinn gerði nýlega í Borgarneslæknisumdæmi, var algengi hæg- fara gláku meira eftir áttrætt, en hér um get- ur. Skýring á þvi kann að vera sú, að heimtur glákusjúklinga 80 ára og eldri í Borgarnes- umdæmi voru góðar, enda yfir 75% skoðað í þeim aldursflokki og allir vistmenn á Dvalar- heimili aldraðra skoðaðir, en þar eru flestir háaldraðir.3 Á göngudeild augndeildar kemur að tiltölu færra háaldrað fólk, þar eð fylgst er með því af augnlæknum á elliheimilum borgarinnar. Við þessa könnun eins og við fyrri kannanir kemur í ljós, að þróun hægfara gláku er hraðari meðal karla. en kvenna og er þá miðað við hversu miklar sjónsviðsbreytingar finnast við sjónsviðsmælingu hjá hvoru kyni. Mun fleiri karlar en konur eru með sjúkdóminn á lokastigi, (sjá 7. töflu). Með minnstu breytingu eða nánast eðlilegt siónsvið á báðum augum voru um 35.5% ein- staklinga (26% karlar og 48% konur), en til- svarandi tala frá Framingham-könnuninni er 33%, eða nánast sama hlutfall. Sjónskerpa gefur ekki til kynna, hversu langt glákusjúkdómurinn er genginn, þvi að skarpa siónin getur haldizt nær óskert, unz að loka- stigi er komið. Lang algengasta orsök sjón- depru meðal glákusúklinga er drermyndun á augasteini og þarnæst ellirýrnun í miðgróf sjónu, en ekki glákuskemmdir í stjóntaug. Innan við 5% glákusjúklinganna teljast starfsblindir og eru karlar í meirihluta, (sbr. 8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.