Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 27

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 237 Staðreyndin er þó sú, að glákuhættan er meiri meðal þeirra, sem hafa hypertensio ocularis en þeirra, sem hafa lægri augnþrýsting og þvi hærri sem þrýstingurinn er þeim mun meiri verða líkurnar fyrir því að sjónsviðsskerðing komi fram. Sjúklingar með hypertensio ocular- is þurfa því að koma í reglulegt eftirlit til augnlæknis. Ef gláka er meðal náinna ættingja eru sjúkdómslíkurnar mun meiri, allt að tíu sinnum, en ef gláka er ekki í ætt.is 14 Af sjúklingum þeim á göngudeild, sem voru í eftirliti sem grunsamlegir, hafa 4 fengið aug- Ijósa gláku á könnunartímabilinu, en það er of stutt til þess að draga megi ályktun hversu margir með ocular hypertensio fá gláku. Gold- mann heldur því fram, að um tveir áratugir liði frá því að þrýstingshækkun byrjar unz mælanlegar sjónsviðsbreytingar eiga sér staðJ Hægfara gláka, sem kemst á kliniskt stig um sjötugt hefur því byrjað með þrýstingshækkun um fimmtugt. BRÁÐAGLÁKA (GLAUCOMA ACUTUM, ANGLE-CLOSURE GLAUCOMA) Af 685 sjúklingum með glaucoma primarium voru aðeins 7 með greininguna: glaucoma acutum, (6 konur, 1 karl), eða rúmlega 1%. Höfðu allir þessir sjúklingar fengið bráða- glákuköst og höfðu lokað forhólfshorn. Af þessum sjúklingum hafa 6 gengizt undir aðgerð (lituhögg — iridectomi pheripheralis) og telj- ast læknaðir. Alls voru 14 sjúklingar (4 karlar og 10 kon- ur) með þröngt framhólfshorn. Höfðu þeir aldrei fengið regnbogasjón eða önnur einkenni bráðagláku. Eru þessir sjúklingar flokkaðir með hægfara gláku. Þessi tala bráðaglákusjúklinga á göngudeild- inni mun ekki gefa rétta mynd af algengi sjúkdómsins. Sjúklingur með bráðaglákukast er að jafnaði sendur beint á augndeild til að- gerðar og fær þar lækningu. Er það ástæðan fvrir því hversu bráðaglákusjúklingar eru fáir á deildinni. FYLGIGLÁKA (GLAUCOMA SECUNDARIUM) Með fylgigláku voru 4 karlar og 3 konur. Orsakir meðal karla voru: 3 slys og 1 eftir langvarandi steranotkun i auga, með mikla þrengingu í sjónsviði beggja augna. Meðal kvenna voru orsakir þessar: Ein eftir occlusio v. centralis retinae, og hefur hún glaucoma simplex á hinu auganu. Ein, sem afleiðing litubólgu og ein er með Posner- schlossman syndrome. LOKAORÐ Göngudeild augndeildar Landakotsspítala gegnir mikilvægu hlutverki í meðferð gláku- sjúklinga hér á landi. Líkur benda til, að um 50% allra glákusjúklinga með sjúkdóminn greindan eða ógreindan séu þar í reglulegri meðferð, Til þess að fá glákusjúklinga sem fyrst í meðferð, þarf skipulega leit á þeim stöðum, sem fjöldarannsókn fer fram, þar sem sjúk- dómurinn er oftast einkennalaus, unz hann kemst á lokastig. Viðleitni Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar hefur sýnt lofsverðan árangur í leit að gláku og ætti það að verða hvatning til heilsugæzlu- stöðva í framtíðinni, að sinna þessum þætti heilsuvemdar betur en gert er. Þar sem hægfara gláka er jafn algeng og raun ber vitni væri almenn augnþrýstingsmæl- ing á sjúklingum í sjúkrahúsum landsins ekki síður réttlætanleg, en margar þær rannsóknir, sem þar eru að jafnaði gerðar. Meirihluti sjúk- linga á sjúkrahúsum er miðaldra og roskið fólk, en í þeim aldursflokkum er gláka tíðust. Nauðsynlegt er að lögskipa skráningu á gláku- sjúklingum og blindu og sjónskertu fólki, til þess að vita hvar við stöndum í sjónverndar- málum vegna framtíðarskipulagningar þeirra. ÚTDRÁTTUR I grein þessari segir frá glákusjúklingum á göngudeild augndeildar St. Jósefsspítala, Landakoti frá stofnun deildarinnar haustið 1973 til 31. des. 1978. Einkum er rætt um augn- hag 624 sjúklinga með hægfara gláku (open angle glaucoma), sem voru á lífi í lok tímabils- ins. Meirihluti siúklinga með hægfara gláku er aldrað fólk, um 76% 67 ára og eldra. Borið saman við fyrri kannanir eru hlut- fallslega færri i yngri aldursflokkum í þessari könnun en við fyrri rannsóknir hér á landi. Karlar eru að tiltölu fleiri en konur. en sá munur hefur farið minnkandi. Rætt er um breytingar á gangi sjúkdómsins á síðustu áratugum og leitt getum að því, að breyttir lifnaðarhættir geti þar átt einhvern þátt. Af könnuninni má að nokkru ráða algengi hægfara gláku hér á landi. Á höfuðborgar- svæðinu voru sjúklingar 50—59 ára 0.3% af íbúatölu aldursflokksins, 60—69 ára 1.3%, 70— 79 ára 2.6% og 80 ára og eldri 4%. Af öllum íbúum 1.4%. Sé algengi hægfara gláku hér á landi svipað og við Framingham-könnunina í USA, lætur nærri að um 50% af öllum gláku- sjúklingum á umræddu svæði séu í meðferð á göngudeildinni. 1 Framingham-könnuninni reyndust um 3% sjúklinga 52—85 ára vera með gláku og hlut- fallsdreifing í aldursflokka mjög svipuð og á göngudeildinni. Um þriðjungur hægfara glákusjúklinga i þessari könnun er með sjúkdóminn á byrjunar- stigi, þ.e.a.s. aðeins stækkaður blindur blettur eða mjög óveruleg sjónsviðsskerðing. Sjón- sviðsskerðing er meiri meðal karla. Um 83% sjúklinganna hafa sæmilega lestrar- sjón á betra auga og um 5% hafa minni sjón en 6/60 þ.e. í flokki blindra. Um 20% gláku- augna er með drer í augasteini og tíundi hver glákusjúklingur hefur gengizt undir drerað- gerð. Drer er algengasta orsök slævðrar sjón-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.