Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 35

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 241 þættu vandamál aldraðra sjúkra knúið á með vaxandi þunga. í Bretlandi hafa á undanförnum 25 árum þróazt sérhæfðar deildir öldrunarþjónustu til að sinna þess- um hópi aldraðra sjúkra, og eru þær nú starfræktar við helztu sjúkrahús landsins.3 Þróun öldrunarlækninga sem sérgreinar hefur átt sér stað vegna hinna sérstöku sjúkdóma aldraðra, sem eru bæði fjölþætt- ir og valda einkennum, sem koma fram á annan hátt en hjá yngri aldurshópum. Líf- eðlisfræðileg viðbrögð breytast með hækk- andi aldri og jafnframt viðbrögð við sjúk- dómum. Samhliða þessu verða félagslegir þættir meira afgerandi, og bati eftir líkam- lega sjúkdóma langdregnari en hjá þeim, sem yngri eru. Öldrunarlækningar fást við sjúklinginn í heild sinni ásamt því um- hverfi, sem hann lifir í, en slík viðhorf eiga eðlilega erfiðara uppdráttar á háþró- uðum og þröngsérhæfðum deildum. Þegar öldrunarlækningadeild Landspít- alans var sett á stofn fyrir þremur árum síðan, myndaðist strax langur listi af inn- lagningarbeiðnum, sem komu frá sjúkra- húsum og starfandi heimilislæknum. í ljós kom, að neyðin var mun brýnni og fjöld- inn meiri meðal fólksins í heimahúsum en meðal þeirra, sem voru taldir langlegu- sjúklingar á sjúkrahúsum bæjarins. Það var því ekki nema eðlilegt, að reynt væri að sLnna sárustu neyðinni, þrátt fyrir mik- inn þrýsting frá öðrum legudeildum sjúkra- húsanna. Þar sem alkunna er, að mikil tregða er á að koma vandamálum af þessu tagi inn á sjúkrastofnanir, má ætla, að beðið sé að- eins fyrir erfiðustu tilfellin. Þótt tekizt hafi að leggja 36 sjúklinga inn á öldrunar- læknitigadeildina innan þriggja mánaða, reyndist óhjákvæmilegt að leggja 14 sjúk- linga inn á vakthafandi lyflæknisdeild. Að mati heimilislæknis hefðu þeir frekar átt heima á sérhæfðri öldrunarlækningadeild. Lýsir þetta þó gjörla, hversu ónóg aðstaða er fyrir hendi að sinna þessum vandamál- um. I þeim löndum, þar sem öldrunarþjón- usta er betur skipulögð, er lögð áherzla á, að ef vitjun í heimahús leiðir í Ijós þörf fyrir innlögn á legudeild, þá er mjög óhag- kvæmt, bæði fyrir sjúkling og sjúkrahús, að bíða eftir úrlausn, þar sem slíkt lengi legutíma og framkalli dýrari þjónustu. Því fyrr sem hægt er að sinna vandamálum aldraðra sjúkra, því meiri líkur eru á, að hægt sé að útskrifa sjúkling heim aftur og komast hjá ævivistun. Það mætti segja með nokkrum sanni, að á meðan svokall- aðir „biðlistar“ séu við líði, þá sé vanda- málum af þessu tagi ekki nægjanlega sinnt. Eftir vitjunina var fylgzt með sjúklingi með sameiginlegum fundum með heimilis- þjónustu og heimahjúkrun Reykjavíkur- borgar, en sjúklingar og aðstandendur þeirra höfðu einnig aðgang að lækni í síma- tíma aila virka daga. Þetta samband hefur eflaust létt róðurinn hjá mörgum og þeir þolað betur þá óhjákvæmilegu bið, sem hjá flestum var eftir úrlausn. Þetta leiddi einn- ig til þess, að mikil hvatning er til þess að útskrifa sjúklinga heim aftur sem allra fyrst. Vitjanirnar leiddu í ljós, að fjórði hver sjúklingur var með heilabilun á háu stigi sem aðalvandamál. Þessi sjúklingahópur gerir kröfur til sérhæfðra rannsókna, til greiningar á þeim fáu tilvikum, þegar um læknanlegan sjúkdóm er að ræða.4 2 Flestir reyndust hins vegar ólæknandi, og hafi aðstandendur gefizt upp, er ekki um aðrar úrlausnir að ræða en langtímavistun á stofnun. Skiptar skoðanir eru um, hvar og hvern- ig slíka langvistunarþjónustu eigi að reka. Heilabilað fólk er oft haft innan um aðra langdvalarsjúklinga, en oft fer einnig betur á því að starfrækja sérstakar stofnanir fyrir sjúklinga af þessu tagi, þar sem þjón- usta við þá og ættingja þeirra verður hag- kvæmari og betri. Heilabilaðir sjúklingar geta haft gott líkamlegt heilsufar á annan hátt (,,óslitnir“) og haft lengri lífshorfur en sjúklingar með marga virka hrörnunar- sjúkdóma. Litið var svo á, að þegar heila- bilun hefur náð því stigi, að sjúklingurinn þekkir ekki venjulegt umhverfi sitt og ber ekki kennsl á sína nánustu, sé það ekki í þágu sjúklingsins að útskrifast heim, nema aðstandendur hans hafi vilja og aðstöðu til þess. Á meðan ekki er í aðrar stofnanir að venda, má gera ráð fyrir, að takmörkuð legupláss öldrunarlækningadeildar fyllist innan tíðar af þessum sjúklingum og skerðir það þjónustumöguleika deildarinn- ar enn frekar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.