Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 245 Björg Rafnar UM BÓLUSETNINGU GEGN RAUÐUM HUNDUM INNGANGUR Þegar tekin er upp almenn bólusetning gagnvart smitsjúkdómi, þarf að taka af- stöðu til eftirfarandi þátta: A. Hvaða bóluefni á að nota. B. Hverja á að bólusetja. C. A hvaða aldri á að bólusetja til að ná æskilegasta árangri. Bólusetning gegn rauðum hundum er nokkuð óvenjuleg, þar eð ekki er verið að verja einstaklinginn sem bólusettur er, heldur afkvæmi hans ófætt. Því er ending mótefnanna, sem myndast, sérstaklega mik- ilvægur þáttur í þessari bólusetningu. A. Val á bóluefni. Á vestrænum markaði eru nú aðallega þrjár tegundir lifandi bóluefna gegn rauð- um hundum. Tafla I sýnir uppruna þeirra og gerð. Fjórða bóluefnið er japanskt að uppruna. Nefnist það TO-336, og er veiklað í fersku naggrísnýra. Hefur það lítið sem ekkert verið rannsakað og notað í hinum vestræna heimi. f rannsókn Best1 * * * 5 gefur það bæði góða mótefnamyndun í upphafi og tiltölu- lega vægar aukaverkanir samanborið við önnur bóluefni. Komið hafa fram kenning- ar um, að þessi stofn ylli síður fóstur- skemmdum en hin bóluefnin. Sé svo er það stór kostur fram yfir önnur bóluefni, en ekki hefur það verið staðfest. Mun þetta bóluefni því ekki verða til frekari umræðu hér. Við val bóluefnis gegn rauðum hundum verður að taka tillit til: 1. Mótefnamyndunar. 2. Aukaverkana við bólusetningu. 3. Endingar mótefna og endursýkingar- tíðni eftir bólusetningu. 4. Smithættu frá þeim nýbólusettu, þar sem öll þóluefnin eru lifandi. 5. Fósturskaða, sem bóluefnin geta vald- ið í nokkrar vikur eftir bólusetning- una. 1. Mótefnamyndun og inngjöf bóluefnis. Bæði við eðlilega sýkingu og bólusetn- ingu koma fram mismunandi tegundir mót- efna í blóði. Helstu tegundir þeirra eru: a) hemagglutininþindandi mótefni (HI- mótefni), b) neutraliserandi mótefni (N- mótefni), c) komplementbindandi mótefni (CF-mótefni), d) þeta — og e) iota mót- efni. IgA slímhúðarmótefni eru einnig mjög mikilvæg. Hl-mótefni. Hl-mótefni koma undantekningarlaust fram eftir eðlilega rauðu hunda sýkingu. Þau eru ekki hin eiginlegu vemdandi mót- efni. Verndandi eru neutraliserandi mót- efni (N-mótefni), en nær 100% fylgni er milli HI og N-mótefna eftir eðlilega sýk- ingu. Síðan auðveld aðferð fannst til að mæla Hl-mótefni, hafa þau verið notuð til TAFLA I Helstu rauðu liunda bóluefni 1. Cendehill stofn: Ræktaðist úr þvagi barns með Cendevax rauða hunda 1963. Sáð x3 í Vervet Monkey Kidney (VMK). Sáð í x51 Primary Rabbit Kidn- ey (PRK). 2. RA 27/3: Almevax 3. HPV-77 Ræktaðist úr veiku fóstri 1964. Sáð x3 í vef úr mannsfósturs- nýra (HEK). Sáð xl7—x25 í mannafibroblasta. Wistar Institute 38 (Wi—38). Hiti við seinni ræktanir 35°C— 30°C. Ræktaðist úr hermanni með rauða hunda 1961. Sáð x77 í Vervet Monkey Kidney (VMK). 4. HPV-77 DE5: Meruvax Gert úr HPV-77 að viðbættum 5 sáningum í andafóstur (DE).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.