Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Síða 41

Læknablaðið - 01.10.1979, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 247 telja aS RA 27/3 gefi líklega bestu mót- efnasvörunina, hvað varðar Hl-mótefni. HPV-77 DE5 sé næst því sem mótefnavaki, en gefi oftast lægri' svörun og Cendehill verulega lægri svörun en hin tvö. Öll bólu- efnin gefi miklu lægri mótefni en eðlileg sýking. N-mótefni. N-mótefni teljast hin eiginlegu vernd- andi mótefni. Eru þau greind á hæfni sermis til að verja vefjagróður sýkingu. Eftir eðlilega sýkingu koma þessi mótefni fram nokkru síðar en Hl-mótefnin en hald- ast um árabil eins og þau. Þar eð tækni- lega er erfitt og seinlegt í framkvæmd að mæla N-mótefni, hafa þau ekki verið not- uð almennt sem mælikvarði á ónæmi. — Grillner33 bar saman N-svörun eftir bólu- efni'n þrjú, bæði 8 vikum og 2 árum eftir bólusetningu. Eftir 8 vikur reyndust fleiri hafa N-mótefni eftir RA 27/3 (37/39 = fjöldi jákvæðra sýna/fjöldi mældra sýna) en HPV-77 DE5 (23/29) og Cendehill (24 /43). Eftir 2 ár var enginn munur á RA 27/3 (20/20) og HPV-77 DE5 (16/17) en þær sem höfðu mótefni eftir bólusetningu með Cendehill stofninum voru færri (27/ 33). Auk þess var median gildi N-mót- efna hærra eftir bólusetningu með RA 27/3 og HPV-77 DE5 en gildið, sem fékkst þegar Cendehill bóluefnið var notað var mun lægra. GM gildi N-mótefna eftir all- ar þessar bólusetningar var samt mun lægra en eftir eðlilega sýkingu. Virðist því af þessu sem N-mótefni bæði komi fram síðar og hækki hægar en Hl-mótefn- in. Enell o. fél.20 og Fogel o. fél.20 fengu algjöra fylgni N- og Hl-mótefna, en hjá Carlsson o. fél.12 reyndust 4 af 129 já- kvæðum í Hl-prófi eftir bólusetningu ekki hafa N-mótefni, 12 vikum síðar. Er þó hugsanlegt að N-mótefni hafi myndast enn síðar, þ. e. svörun hafi verið mjög síð- búin hjá þessum fjórum. CF-mótefni. CF-mótefni koma fram eftir nýja rauðu hunda sýkingu, en eru verulega styttra í sermi en HI- og N-mótefni. Þau eru ekki talin nauðsynleg því ónæmi, sem verndar gagnvart sýkihgu. Erfitt er að dæma um þessi mótefni, þar eð meðferð mótefna- vaka við mælingu ræður nokkru um næmi aðferðarinnar. Fogel o. fél.27 og Wallace o. fél.80 fundu að RA 27/3 vekur CF-mót- efni mælanleg hjá sem næst öllum bólu- settum, en bæði HPV-77 DE5 og Cendehill hjá færri og GM gildi mótefnanna var þá einnig lægra. Theta og iota mótefni. Tveir mótefnavakar hafa fundist, nefnd- ir theta og iota og vekja þeir mótefna- svörun eftir eðlilega sýkingu. Fylgni er milli HI- og theta-mótefnavaka og haldast theta mótefnin árum saman í sermi. Tal- ið er hugsanlegt, að theta-mótefnavaki sé hluti Hl-mótefnavaka, en eitthvað vanti á til að þessi mótefnavaki hafi Hl-virkni. Iota er aftur á móti talinn innri mótefna- vaki veirunnar. Koma fram iota mótefni skömmu eftir eðlilega sýkingu, en hverfa úr sermi eftir ár. Bouvier o. fél.8 og Plot- kin o. fél.cr’ hafa sýnt fram á, að öll bólu- efni vekja theta mótefni. Iota-mótefni koma sjaldan eða ekki fram eftir bólusetn- ingu með Cendehill eða HPV-77 DE5, en aftur á móti finnast þau í sermi eftir bólu- setningu með RA 27/3. IgA-slímhúðarmótefni í nefkoki. Auk mótefna í sermi koma fram stað- bundin mótefni í slímhúð nefkoks eftir eðlilega sýkingu. Eru það IgA mótefni. Er talið að þau hafi e. t. v. þýðingu til varn- ar endursýkingu. Hindri þau þá margföld- un veiru í nefkoki eða hindri að veira nái sér niðri í slímhúð nefkoks. Eftir inngjöf RA 27/3 í nef (intra nasal inngjöf) koma þessi staðbundnu mótefni fram 1 04 05. Við inndælingu RA 27/3 undir húð (subcutan gjöf) koma einnig fram IgA slímhúðar- mótefni, þó í minna mæli en eftir intra nasal gjöf og ekki eru þau mælanleg hjá öllum bólusettum einstaklingum. Eftir bólusetningu með HPV-77 DE5 og Cende- hill koma ýmist engin IgA slímhúðarmót- efni fram eða í mjög litlu magni, minna en eftir RA 27/3 s.c.05. f hverju mismun- urinn á bóluefnunum liggur með tilliti til þessa, er ekki vitað. Hugsanlegt er að hér sé um að ræða mun á magni veira sem margfaldast í nefkoki eftir gjöf bóluefnis undir húð, þ. e. örvun á IgA mótefnum sé tengt magni þeirrar veiru sem mótefn-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.